Þjóðólfur - 19.04.1852, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 19.04.1852, Blaðsíða 6
322 til hjástöðu, eða fá annan til, er truandi sje. 3>að hefur mjer reynzt hezt í harðviðri um vetur, fiegar jeg hefi verið kominn með fjeð í beiti- landið, að vera á gangi innan um hópinn, íta honum sundur og láta hann reka eða fara bítandi uridan veðrinu, {lángað til beitarsviðið er á enda; {þá rek jeg íjeð harðan sprett aptur í veðrið eða þangað, sem jeg ætla {iví annað rekið; en geti jeg ekki haldið því á með {iessu, rek jeg {>að strax heim. Við þetta miða jeg útlátningu sauða, þegar nægileg jörð er, {iví jeg kalla ekki beitandi, ef jeg get ekki með þessari hreifingar aði’erð haldið {ieim á jörð. (Fraiulialdiö siðar). Rœðan i Tröllakirkju. Endinn. En einmitt fyrir það að menn hafa farið jiannig að ráði sínu, er þeir ekki einung- is snjerust hvor í móti öðrum, heldur loksins upp á móti sjálfum sjer, þá hefur frelsismál- ið borið lægri hluta, og orðið undir að minnsta kosti í bráð, með því að einvaldunum hefur aptur tekizt að kúga allar frekari frelsistil- raunir. Og orsökin til þess að hinu heilaga og rjettláta frelsismáli skyldi ekki reiða het- ur af en svo, að lýðurinn skyldi missa sigur í málinu, rjett í því hann þóktist hafa sigur- inn í höndum sjer — orsökin til þess er eng- in örtnur en sú, að upplýsingin ein er krapt- ur guðs til sannarlegs frelsis. Eins og skyn- semin ein getur rjettilega hagnýtt sjer frelsið, og lialdið því svo það ekki missist, eins er hún líka einsömul fær um að finna hinn I’ rjetta veg til að ná frelsinu í fyrstu. 'Vilji [ þjóðirnar vera frjálsar, þá verða þær til þess I að vaxa í þekkingu, svo þær að minnsta kosti j hafi hugmynd um, hvernig frelsi þær vilja j hafa; en því betur og ljóslegar’sem hugmynd sú vakir fyrir þeim, þess skynsamlegar og hyggi- . legar ganga þær að því að vinna fyrir frelsinu. I þekkingunni er fólginn kraptur, sem engin vopn bíta; skýr ineðvitund um rjettinn vek- ur löngun til að geta notið hans, og kennir líka hið rjetta lag til að ná honum. Jess vegna ættu þeir inenn, sem vilja þjóðunum vel meir en á vörunuin, og eru á fram um að þær geti fengið sem frjálsastar höndur þeir ættu að hafa lært það af atburðunum, sem fram hafa komið jafnt og þjett á hálfri öld, að það tjáir ekki að æsa upp lýðinn út í loptið, þeir ættu að sjá það að þeir styðja svo bezt frelsismálið, að þeir hjálpi til þess að þjóðirnar geti vaxið í þekkingu í öllum greinum. En þó ættu sjer í lagi þeir, sem völdin hafa, að láta sjer annt um þetta, því auk þess að það er lieilög skylda þeirra, fremur en allra annara, að sjá um, að lýöur- inn geti vaxið í þekkingu, svo er líka tíman- leg velferð sjálfra þeirra undir því komiri, að lýðurinn gjöri það. iieynslan hefur sýnt það, að þekking og mentun eru vissustu rnáttar- stoðir allrar ríkisstjórnar. jiegar lýðurinn ,fer af stað óður og uppvægur, má allt af bú- ast við því, að hann fyrst og fremst svali gremju sinni á þeim, sem völdin hafa, og allt af með meiri og meiri ofsa og frekju. Hver bilting sem koniið hefur, hefur æ meir og meir ruggað undir hásætum konungaima, og síð- asta bilting hinnar hálfu aldar hefur varpað svo mikilli smán og niðurlægingu á stjórn- endur þeirra landa, þar sem þegnarnir hafa atað sig út í blóði, að þeir, sein völdin hafa, geta átt þess vissa von, þegar næsta bilting kemur, þá að sæta allri svívirðing foreyðsl- unnar. En með því inóti að þeir láti sjer annt um, að þjóðirnar vaxi í þekkingu, þá geta þuir afstýrt því að óvild þeirra, hvenær sem hún framvegis kann að blossa upp, hvorki snúist á móti sjálfum þeim, nje stefni að því að umturna öllu mannlegu fjelagi. Að sönnu geta þeir þá ekki lengur beitt kúgun- úrvaldi harðstjóranna, en þeir geta lika átt kost á að lirósa ást og virðingu þegna sinna, og þannig í friði og ró uppfyllt þær skyldur stjórnarans, sem mest er í varið, að efla fram- för þegnanna í andlegum og líkamlegum efnum. » Dálítið um prentun á Sálmabókinni. Sálmabókin er venjulega seld fyrir 1 rikisdal á meðalgóðum prentpappír, og 9 mörk á skrifpappír eða góðum prentpappír, og er þetta að vísu ærið verð á bók, er selst jafn vel, og Sálmabókin, og allir þurfa að eiga, ekki siður snauðir menri, enn fjáðir. Sálmabókin hefur verið prentuð níu sinn- um, síðan árið 1801., að hún var fyrst prent- uð. Síðast var liún prentuð árið 1847, og hef

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.