Þjóðólfur - 26.06.1852, Síða 2
334
kómist á, efta hvort hreppstjórum ellegar |)á
öðrum, sem hafa þyrftu eínhver [)ess konar
störf á hendi, verður fyrir það of aukið. Jví
miklar likur eru til, að sýslumenn þurfi þá,
líkt, og nú, sjerstakan meðhjálpara i hreppi
hverjum, hæði til að taka einhvern þátt í lög-
reglustjórninni, og til að framkvæma ýmisleg
aukaverk, og það, ef til vill, engu færri en
verið hefur. Og jafnvel þó svo færi, að hrepp-
stjórnarembættin yrði lögð niður, og öll þess
háttar skylduverk uppálögð fieirum, þá ættu
þeir hinir sömu eins heimting á sanngjarnri
borgun fyrir starfa sinn, eptir jöfnuði.
Að lyktum vil eg geta þess, að fleiri eru
enn hreppstjórar einir, sem lögin ekki ætla
sanngjarna borgun fyrir verk þau, er þau
skylda þá til að vinna í almennar þarfir.
Sáttanefndarmenn, virðingar-og úttektarmenn,
og aðrir, sem ganga eiga hreppstjórum og
sýslumönnum til handa við framkvæmd ýmsra
rjettarstarfa, mega sæta flestir, ef ei allir,
meiri eða minni ójöfnuði, og það ekki síst,
siðan einum af liáyfirvöldiim landsins heppn-
aðist, að svipta nokkra af þessum áðurtöldu
meiri hluta þeirra litlu launa, er þeim bar að
lögum. Allir þessir ættu, engu síður en hrepp-
stjórar, að fá sanngjörn laun 'fyrir verk sín,
og það ekki síður nú, þegar lögin eiga að
grundvallast á meira f'relsi og jöfnuði, en áð-
ur. Eg veit að sönnu að nokkrir vilja rjett-
læta allan þennan ójöfnuð og órjett með lands-
ins efnaskorti; en það er mjög tvisýnt, að
landið eða þjóðin uppskeri af þess konar
heilladrjúga ávexti; því reynslan ermargbúin
að sanna, að upplýsingarskortur og volæði
verðá jafnan samfara órjettvísi og ójöfnuði.
Eins og þvi verður ekki neitað með nokk-
urri sanngirni, að sjerhver þjóð er skyldug að
launa þeim embættismönnum sínum, er ment-
aðir eru, og hún má ekki án vera; eins hefur
hver einn af alþýðustjett, sem offrar tíð sinni,
kröptum og fjármunum til þjóðlegra starfa,
fullkominn rjett. til tilhlýðilegra launa. Jiess-
arar skyldu ber oss að gæta, og með samheldi
og skynsandegum tillögum stuðla til að með-
bræður vorir og niðjar, æðri sem lægri stjett-
ar, njóti rjettinda og jafnaðar, því einungis
með þeim hætti mun föðurlandsást, upplýs-
ing og vellíðan taka framförum í lartdi voru.
Skagfirðinfjr.
I Aufjlýsinrjin til Islendintja 12. maí 1852.
Vjer Islendingar liöfuin nú fengið úrlausn
| hinnar dönsku stjórnar um stjórnarmálefni vor;
| eitt herskipið konungs vors færði oss þá úr-
' Iausn; auglýsing til íslendinga 12. maí 1852
I undirskrifuð, að döuskunni til, af þjóðstjórn-
I arkonuntjinum Friðreki hinum 7., staðfest
[ af Banfj ráðherra innanríkismálanna í Dan-
i mörku, liggur opin fyrir oss og fleygist urn
] allt land. Auglýsing þessi er að sjálfri sjer
! til merkilegt stjórnarskjal. Enn þá merki-
! legri verður hún, þegar saman er borið við
konungsbrjefið 23. sept 184S, þetta konungs-
I brjef, sem a./veldiskonunfjurinn Friðrik liinn
7. hafði undirskvifað einn, og sem glæddi svo
miklar vonir hjá Islendingum um, að þeir hlyti *
og hjeldi jafnrjetti við aðra þegna Danaveld-
is. Merkilegust verður auglýsing þessi, þegar
| tilefnið til hennar eryfirvegað fylgis - og hlut-
i drægnislaust, ástæður hennar vegnar á vog
| sanngirni og rjettlætis, og síðan sjálf hún
I lesin í kjölin. En til þessa er ekki nú sá
] hentugi tími, og vjer skulum ekki hæla oss
! af, að vjer sjeum nú færir um að kveða upp
; öldungis hlutdrægnislausan dóm um málið;
það er sögunnar ætlunarverk, ekki vort. En
það ætlum vjer megi nú þegar verá Ijóst
hverjum manni, sem les jjingvallarskrána 1848,
aðþarer ekkibeðið, hvorki um annað nje minna,
en stjórnarmálsneíhdin stakk upp á í fyrra ;
þvi hún stakk ekki upp á öðru en því, sem
beinlínis og nauðsynlega leiðir af því, sem í
bænarskránni var tekið fram, „að alþing ís-
lendinga fengi sama vald og sama rjett í öll-
um íslenzkuin málum, sem ríkisþinginu í
Danmörku yrði veitt í dönskum málum“.
jjessari bæn svaraði konungslujefið 23. sept.
s. á., svo mildilega, eins og kunnugt er. Nú,
1852, eptir það búið er að skora á menn til,
að segja álit sitt, eru nefndaruppástungur og
þegnsamlegar bænir frá lýðnum um hin sömu
atriði kallaðar cíkröfur” („Faastande“), sern
al/s enf/in heimildsjeftjrir, eptirpví sem staða
Islands er nú (det bestaaende Hetsforhold),
sern ((ekki mundu verða Islandi nema til
J úhamhifjju”, og sem ((rnundu /eiða til sundr-
ungar” (Sönderlemmelse) hins danska re/dis.
5að er hal’t eptir einum hinum helzta af'
embættismönnum vorum, að hann hafi ein-
hverju sinni sagt í spaugi: jjeg er ekki skylil-