Þjóðólfur - 20.08.1852, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.08.1852, Blaðsíða 1
4. Ár 8». og »8. I85t 20. á^úst. Frá Þingyallafundinum 11—12 ágúst 1852. í þjóðólfi 1. marz f>. á. var boðað til Jingvallafundar 3. júlí í sumar, með óauð- kendri og nafnlausri auglýsíngu. Svo mun hafa verið til ætlað af öllum, að fundurinn yrði þenna dag við Öxará. En hin konunglega auglýsing 12. maí og kon- ungs úrskurður s. d. bárust hingað í öndverð- um júnímánuði. Sjálf yfirskript auglýsingar- innar þókti eins óviðfeldin og óvanaleg, eins og náðarboðskapurinn þókti litill, sem hún hafði að færa. Konungsxirskurðurinn var, eptir því sem sögurnar gengu um hann, misskilinn af flestum, ef ekki öllum þeim, sem sáu hann eða frjettu úr honum, áður hann kom út í hlöðunum, og það svo mjög, að alment var talið víst hjer í Reykjavik, að stjórnin heíði með þeim úrskurði svipt suma alkjörgenga menn öllum kjörgengisrjetti, þvert ofan í bæði alþingistilskipunina og auglýsinguna sjálfa ; og mun fáum hafa getað tekizt eptir, að frá þessu bera lagabroti sjálfrar stjórnarinnar, ef það hefði verið satt, væri sagt með nokkurri hrygð, heldur niiklu fremur með einskonar velþóknan af sumum hverjum. Allt þetta vakti eptirtekt og íhugan nokkurra þjóðfundarmanna í Reykjavík; þeim þókti næsta til getanda, að svo myndi og verða þeg- ar stjórnarboðskapur þessi bærist út um land- ið; en þeir urðu að telja víst, að hann gæti ekki orðið almennt útbreiddur og almennt ræddur og yfirvegaður fyrir Jíngvallafund 3. júlí, og myndi fyrir þá sök'rjettara að fresta fundinum svo, að bæði gæti stjórnarskjöl þessi verið komin sjálf um allt land, og að menn eptir yfirvegan þeirra og umræður heima í hjeröðum, hefði bæði ráðrúm og undirbúníngs- tíma til að sækja fundinn. 5ví rjeðu nokkr- ir Jjjóðfundarmenn í Reykjavík það af, að fresta fundinum til hins 11. ágúst, og auglýsa það í blöðunum; því kom það og ásamt 8 þjóð- fundarmönnum, sem áttu fund með sjer í Reykjavík 1. júlí, að rita umburðarbrjef til allra þjóðfundarmanna í landinu um þetta efni; það brjef hljóðar svona: Umburðarbrjef til allra pjóðfundarmanna. þingvallafundur eraf þjóðfund- armönnum í Reykjavík ákveðinn að byrja skuli 11. dag ágústmánaðar næstkomandi. 5jer sjáið í blöðunum auglýsingu stjórn- arinnar 12. dag maimán. þ. á., og að kosning- ar til alþingis að sumri eiga að fara fram í haust yfir allt land; þjer sjáið og, að sumir embættismenn mega ekki vænta fararleyfis til alþingis að sumri, þó þeir verði kosnir; þjer vitið, hvað afar áríðandi er, að samhent samtök yrði á kosningum þessum yfir allt land; hvað margt og mikilvægt vjer eigum annað um að ræða, á meðan stjórnin yfir þessu landi er svo, sem nú er hún; og að það eru að eins skynsamleg og alménn og skipuleg samtök, sem geta haldið oss upprjettum, ár- vökrum, viðbúnum. 3>ví álítum vjer að al- mennur þingvallafundur sje nú miklu naud- synlegri, en nokkru sinni fyrri; því teljum vjer víst, og leyfum oss að skora um það á yður, að þjer styðjið að því, að ekki fœrri en einn eða tveir skynsamir menn og málsmet- andi úr yðar sýslu sækji 3>ingvallafundinn 11. dag ágústm: í sumar, og sjeu komnir þar um dagmál. Vjer treystum svo fósturjarðarást yðar, hyggindum og dugnaði, að þjer látið þessú

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.