Þjóðólfur - 20.08.1852, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.08.1852, Blaðsíða 4
fyrir það sviptur kjörgengisrjettinum, ef hann væri annars kjörgengur að lögum, og að það væri rángt að útiloka þá menn eða aðra, sem undirskrifuðu, af kjörskránum; kvaðsthann að vísu treysta því, að enginn kjörstjóri misskildi svo bæði lögin og skyldu sjálfs sín; en skyldi allt um það svo bera að einhversstaðar, þá skoraði hann á alla fundarmenn og alla kjós- endur hjer, að láta ekki traðka þessum ský- Iausa rjetti þeirra með valdstjórnar-jshipun- %im, sem vœri rangfœrðar. „J>etta mál kem- nr valdstjóminni ekkert við; kjósendurnir eiga skýlaust að heimta hvern þann mann, sem þeir vita að er kjörgengur, séttan á kjör- skrárnar, þeir eiga að krefjast um það beins úrskurðar kjörstjórnarinnar, og láta svo hana úrskurða í móti, ef hún porir pað oy ef hún getur pað; sá úrskurður liggur ekki undir neina valdstjórn, heldur undir aiþing; kjós- endurnir eiga óhikað, þrátt fyrir konungsúr- skurðinn, að kjósa hvern þann mann, sem þeir hafabezt traust á og kjörgengur er að lögum, og beiðast úrskurðar kjörstjórnarinnar um það, ef hún vildi vefengja rjett þeirrarkosningar; þvíeitt er synjun d leyfi tilpingsetu, ogannað rjett- urinn tilpingsetu; synjun sú getur breyzt, og embætti það raskazt á ýmsan hátt, sem hún er við bundin, en þá er eptir óhagg- aður þingsetu- rjetturinn, og þar með rjettur kjósendanna og landsmanna, til að hafa af því fullt gagn; „pað er til lítíls og á að vera til einkis pó valdstjórnin oti pví svona fgr- irfram við kjósendurna, að kosning peirra manna sje gagnslaus, sem eru kjörgengir að lögum, og sem þeirhafa sjálfir bezt traustið á til þingsetu. Konungurinn hefur sjáifur og stjórn hans lýst því yfir í augl, 12. maí þ. á., að alþing og alþingistilskipanin öll haldist innan sinna iögákveðnu takmarka, og að engi breyting verði á þessu gjörð án samþykkis al- þingis; þvi getur enginn — hvorki stjórnin sjálf nje valdstjórnin — gjört, neinabreytingu á þeim rjetti, sem alþingistilskipunin heimilar kjósendunum og þeim kjörgengu. En það er hvers manns skylda, og allra yfir höfuð, að vaka yfir, að menn verði ekki sviptir þeim rjett- indum, sem þar eru veitt.“ Að þessari ræðu gjörðu fundarmenn góð- an róm, og kröfóust þess margir, að innihald hennar kæmi seni fyrst í blöðin, svo það gæti orðið kjósendum til leiðbeiningar; því er hjer farið svo mörgum orðum um þetta mál. Lög- reglustjórinn á fundinum mun ekki hafa ver- ið nærstaddur, þegar þetta fór fram, nje annað, sem gjörðist seinni hluta fyrra dagsins; en það munu fundarmenn hafa þókzt mega ráða af viðræðum við hann hinn síðari daginn, — að svo mikla leiti sem það varð mönnum skilj- anlegt, er hann sagði um það efni — að hann væri reyndar á öðru máli um kosningu þeirra embættismanna, sem heíði veitingarbrjef með konungsnafni, og hefði þó undirskrifað ávarp- íð í fyrra; mun hann hafa viljað halda því frain, að kosning peirra manna væri ekki að eins gagnslaus, heldurog, að ólegfilegt sje að kjósa þá; en engir fundarmenn munu hafa sann- færzt af því, er hann faerði til, heldur ætlað sjer, víst þá í svipinn, að halda hinu gagn- stæða fram þegar til kosninga kæmi og þar sem svo stæði á. Við þetta mál var og tengd uppástunga um, að allur fun.durinn gjörðist ein nefnd, til þess að yfirvega og stinga upp á hverja helzt myndi tiltækilegt að kjosa nu til alþingis. Var það mál rætt ítarlega 12. ágúst, uppá- stunga samin um fulltrúaefnin, sem Iíklegust þækti, og ráðgjört að prenta hana sem fyrst í blöðunum. 3>á ræddu menn um að biðja nú þegar um ný kosningarlög, eins og stungið varupp á úr Múlasýslu, en sú varð niðurstaðan, að bæði þókti þetta, og eins ávarp til konungs út af auglýsingunni og konungsúrskurðinum 12. maí þ. á., fremur eiga undir alþíng en íingvallafundinn, og hafa meira afl og áork- an ef alþing gengist fyrir því, einkum ef svo væri að farið, sem einn fundarmanna stakk upp á, að almennar bænarskrár kæmi frá öllum hjeröðum landsins til alþingis um þau efni, og þar með skorað á þingmenn, að rita kon- ungi ávarp jafnsnart og þingið væri sett. íókti og sama aðferðin eiga bezt við um það, sem uppá var stungiðí brjefi Eyfellingsins, og margir fundarmenn hreifðu á ný, að biðja konung taka sjer íslenzkan ráðgjafa með ábyrgðarvaldi í íslenxkum máluin. Jarnæst urðu fleiri til að hreifa því, að hugsa yrði ráð um það, eins og tekið var fram í brjefinu, hversu þeim Jóni Sigurðssyni og Jóni Guðmundssyni yrði veittur og safnað-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.