Þjóðólfur - 20.08.1852, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.08.1852, Blaðsíða 2
346 máli verða svo framgengt, sem nauðsyn ber til, og yður er framast unnt. Brjef þetta barst með beinum ferðum og tilflestra hjeraða með skólasveinum, sem um f)á dagana hjeldu heimleiðis úr Reykjavík. En skýrslan, sem hjer fylgir á eptir, , sýnir ljósast hversu misjafnlega menn hafa tekið J)ví, og hve óviðkvæmir menn geta verið við því sumstaðar, þó annað eins sje boðið þjóð- erni voru og rjettindum, eins og það, sem auglýsingin 12. mai hefur að færa. En því fer betur, að miklu eru hin hjeröðin fleiri, þar $em menn hafa gjört hinn bezta róm að máli þessu, og ekki að eins átt góðan og öflugan þátt að því, að fundurinn yrði alment og vel sóktur, heldur og gjört það á þann veg, sem er að öllu rjettur: að kjósa fyrst úr hverri sókn til almenns sýslufundar, en síðan láta á þeim fundi kjósa menn til þingvallafarar á kostnað alls hjeraðsins. Var syo gjört að þessu sinni í Múlasýslum báðum, (þar voru 65 kosnir menn á sýslufundi) í Jingeyjarsýslu, í Skagafjarðar, Mýra, Borgarfjarðar og að nokkru leyti í Skaptafells- sýslu, og eins í Húnavatnssýslu, þó enginn kæmi þaðan á fundinn1. 11. ágúst var fundur settur um n)iðmunda á hinum ávala fleti austan undir Almanna- qjd „þar sem enn þá Öxará rennur“ fram úr gjánni fyrir sunnan flötinn. Voru þar þá komnir: úr Múlasýslum 2, úr 3>ingeyjarsýslu 2, úr Eyjafjarðar 2, úr Skaga- fjarðar 2, úr Dala 3, úr Borgarfjarðar 32, úr Kjósar og Gullbríngu 12, úr Keykjavík 14, úr i) þegár kjósa átti þar á sýslufundinum til þingvalla- farar, tóku inargir að afsaka sig og telja forföll, ncnia Jósep Skaptason; hann lýsti því þá ýfir, að ef einginn fengist til fararinnar með honum, færi hann hvergi einn. þd tóku þeir við kosningu ásamt honum sjera Jón Eiríksson, og Guðmundur á Guðlaugsstöðum; en daginn áður enn Jósep ætlaði að leggja af stað, barst honum brjef frá þeim báðum og forföll þeirra frá ferð- inni; því fór hann hvcrgi. það er ekki rjctt hermt, að amtmaðurinn, herra Ilavstein, hafi meinað honum að fara, en cinúngis óskaði hann, að annar væri fenginn á meðan, til að þjóna læltnis embættinu; og gckst Jóscp fyrir því. það væri vel, ef jafn grunlaust mætti vera um aðra hina meiri höfðingja, að þeir hafi ekki viljað aptra þingvalla reið í ár, eins og um herra Iluvstein má vera; vist hafa sýslufundir átt sjer stað ómeinað i öllu umdæmi hans, og þaðan var fundurinn vcl sóktur. Árness 35, úr Rángárvalla 2, úr Skaptafells 5, alls 114 manns. Sjera Ilannes prófastur Stephensen setti fundinn, tjáfti mönnuin þakkir fyrir hvaf) vel þeir helði sókt hann, en lýsti yfir að hann gæti ekki nú, þó fundarmenn vildi svo, gegnt forseta störfum, sakir þreytu og lasleika, og skoraði á menn, að kjósa annan fundar for- stjóra; varð þá til þess kjörinn þjóðfundar- maður Páll Sigui'ðssort frá Arkv'órn; til vara- forstjóra kaus hannsjer sjera Sif/urð Gunnars- son frá Desjarmýri, en til ritara á fundinum, Maqnús Grimsson kand., sjera G. Thoraren- sen á Felli, Sveinkjörn Ilallf/rimsson ogsjera Jón Thorlacius. 4>ví næst gengu fundar- menn úr hverju lijeraði í Ilokka, og kusu sjer forgaunguftienn til atkvæðagreiðslu og á- lyktana og ráðaneytis; var einn kosinn fyrir hverja 5—10, þar sem svo voru margir úr hjer- , aði eður fleiri; þótt ekki væri nema 1 eða 2 úr hjeraði, þá var og þaðan eitt for- gaungu atkvæði. 3>egar fundarstjórinn hafði kvatt menn til starfa, var lagt fram brjef írá sýslufundi Borg- firðinga 25. júní með 30 nöfnum. Með því brjefi var skorað á fundinn að semja bænar- skrár til konungs, og láta síðan gangaafþeim eptirrit til allra hjeraða landsins, til þess að ná sem ílestra samþykki á þær og undirskript- um undir: 1. Um algjört verzlunarfrelsi sem fyrst við allar þjóðir. 2. Um að konungur löggildi öll þau lagaboð, er hann hjer eptir setur á íslandi, rneð und- irskript nafns síns undir islenzkuna. 3. Um að þeir danskir menn, sem hjer fá embætti, skyldist til að sanna, að þeir sje svo færir í íslenzku máli sem lögboðið er, með því að þeir 'standi próf af þeirn fær- leik, annaðhvort við háskólann í Kaup- mannahöfn, eður skólann í Reykjavík. Jar að auki beiddu Borgfirðingar fundar- menn þess í niðurlagi brjefsins. 4. Að leggja góð ráð til, að kosningarrjettur vor og kjþrgengi yrði ekki afvega færður frá því, sem hann hefur verið. Annað brjef var lagt fram frá sýslufund- I inumí Múlaþingi forna 20. júlí. J>m'var skor- að á 3>mgvallafundinn að semja almenna bæn- I arskrá um verzlunarfrelsi, og aðra um það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.