Þjóðólfur - 02.12.1854, Síða 4

Þjóðólfur - 02.12.1854, Síða 4
— 16 — eptir því, hvemin hann er ah öllu vel úr garfci gerÖur. (Aðsenf). Sjón er sögii rikari. 3>að er engin menntuð þjóð til og hefur aldrei verið, sem ekki hefur þókzt þurfa sjón- arleika við. Frá hinum elztu tímum, sem ver höfum sögur af, heyrum vér úr fjarska þessar sögur; vér höfum og ágæta sjónarleiki enn til eptir Forngrikki og Rómverja. Jað er auðséð, að þjóðirnar hafa snemma fundið til þess, að þetta er ein af hinum gagnlegustu og ágætustu skemmtunum, sem gleðja mannlegan anda; þær hafa fundið það, að sjónarleikirnír voru bezt lagðaðir af öllum hlutum til þess, að hreinsa andann og sýna honum lífið; hin margvíslegu og undarlegu hlutföll þess, sameinuð með skáld- legum búníngi á einn stað og tínia, en þó ekki bundin við það svið eða þá stund, sem þau eru sýnd á. Og svo rík og sterk hefur þessi hugs- un þjóðanna verið á öllum tímum og í öllum löndum, að þær hafa ekki hlífzt við og horft í að byggja dýrölegar byggíngar á opinberan kostnað til þess, að halda í sjónarleiki. Vér teljum engin dæmi upp á þetta, því allir vita það og öll sagan sýnir það. Norðurlönd voru lengst á eptir í þessu eins og öðru, og í sögu Sigurðar Jórsalafara er talað um sjónarleikinn á Paðreimi eins og einhver undur, framin með forneskju og Ijölkýngi. En það er okkur ekki láandi, Islendíngum, þó vér séum allralengst á eptir, því hagir vorir leyfa oss ekki enn að hugsa um þessa hluti eins og eitt af aðalmál- um landsins; og — það er ekki hlæilegt, eða sagt í spaugi — það ætti þó að vera eitt af aðal- málum vorum, því andinn þarf eins fæðu, einsog líkaminn. I öðrum lönduin eru opinber leikhús, að ótöldum öllum þeim fjölda, sem einstakir menn eiga; en þar eru líka allir leikir, sem nokkuð kveður að, opinber málefni og álitnir umvarðandi fyrir lýðinn; það er talað um þá í öllum blöðum, og aldrei vantar fólk til þess að horfa á þá. Af þessari orsök vonum vér, að menn furði sig ekki á því, þó vér nú látum prenta grein þessa í þjóðblaði voru; vér erum hvort sem er, að ceyna til að laga oss eptir því fagra og góð, sem vér sjáum hjá öðrum, eins og ekki er tiltökurnál; en þótt aldrei vanti menn til að hlæja að því og hæðast að því — það eru þeir sem standa í stað, og bíða, þáng- að til þeir deyja af ýldu. Jað hefir þegar fyrir góðum tíma hreift sér laungun hjá fólki hér til sjónarleika, og er það eðlilegt, að það yrði helzt hér í Reykja- vík, þar sem flest er fólk á einum stað í landi hér; og þar af leiðir aptur, að hér ætti að finnast bezt fólk i þessu tilliti, — það er: hæfilegast til að leika og taka þátt í sjónarleiknum —, eins og eðlilegt er, þar sem um svo marga er að velja, karla og konur á ýmsum aldri. Jó hefir enginn sjónarleikiyr verið haldinn hérhíng- að til, nema af einstökum mönnum fyrir ein- staka menn — það er að skilja, það kostaði ekkert að borfa á hann, þvi þeir, sem stóðu fyrir honum eða léku, buðu hverjum þeim sem þeiin þóknaðist, en þeir útilokuðu líka hvern sem þeim þóknaðist. I fyrra var haldinn sá fyrsti sjónarleikur, þar sem allir máttu koma og horfa á, sem vildu; það var sjálfsagt, að það kostaði penínga; en ekki varð vart við, að fólki þætti fyrir út af því —; með því létu leik- endurnir lausan þann Ijóta einræðisrétt, sem er á þessum tímum eins og ónefnandi óvættur, að bægja þeim frá gleðinni, sem þeim þóknaðist, og það er einmitt þetta, sem gerir sjónarleik- inn í fyrra líkan því, sem títt er í öðrum lönd- um. Enginn stenz't það, að hafa við slíkan við- búning og fyrirhöfn, og allan þann kostnað sem til þess krefst, nema kostnaðurinn fáist end- urgoldinn —, og þó fæst ómakið kannske ablrei endurgoldið. 5eir, sem trúa því, sem vér höf- um ritað fremst í grein þessari, þeir munu sjá það og trúa því, að þeir eiga þó þakkir skilið, sem leitast við, að veita fólki þessa andlegu skemmtun (þó penínga kosti); og yfir höfuð hefur fólk ekki látið í ljósi óánægju sína yfir þvi, nema kannske fáeinir, sem þá án efa hafa séð eða þókzt sjá betur en aðrir — þeir hafa líklega setið á innstu bekkjunum næst leiksvið- inu; bara að ljósaröðin hafi ekki sett glýju í augun á þeiin. Nú er verið að tala um að balda sjónarleik á ný í vetur. $að eru þrir hlutir, sein eru aðal- stoðir sjónarleiksins; það er hús til þess að fremja leikinn í og leiksviðið; í öðru lagi leikurinn sjálf- ur eða orðin; og í þriðja lagi fólkið, sem þarf til að leika. Vér vonum, að húsið fáist; því þó að gilda- skálinn nýi sé eins og hanu er, þá er hann þó eina húsið, sem kostúr erátil slíkra hluta; og væri það illa gert af stjórn hans, ef fyrirstaða yrði frá hennar hendi, svo að hann fengist ekki; því það væri einmitt það einræði, sem mundi fyrirmuna bæjarmönnuin að njóta þessarar gleði, sem er

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.