Þjóðólfur - 29.09.1855, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.09.1855, Blaðsíða 2
— 130 — svo að þeir, sem mest eru þurfandi, geta fengið meðölin ókeypis, að minnstð kosti að nokkru leyti; en til að geta orðið þess aðnjótandi, verða menn að hafa vitnisburð frá hreppstjóra sínum, og verða þeir og að gefa „kvitteríngu* fyrir því, sem þeir taka við; þarað auki hvilir á þeim sú skylda, að gefa mér nú þegar í vet- ur með miðsvetrarpóstum, skriflega skýrslu um, hvaða árángur meðöl þessi og viðleitni manna með þau hafi haft. Reykjavík, 23. septnmber 1855. ,/. Hjaltalín. Um prestaskólann. ^egar menn tala og rita um prestaskólann hér hjá oss, þá mun mega fullyrða, að flestuin þyki, að honum í mörgum veruiegum atriðum sé ábótavant, og að það sé naumlega, að hann samsvari þeím tilgángi, sem honum er fyrir settur. Af þeim, sem ritað hafa um skólann var það einúngis blaðið „lngólfur“, sem tók að sér að heija hann upp til skýjanna fyrir allar aðgjörðir sinar; en eins ogvandi hans var til, færði hann engin rök fyrir þvi, og geta mennekki álitið þá grein annað, en annaðhvort háð um skólann, eða smjaður fyrir honum eða þá ertur við „JjóðólP, eða allt þetta samtvinn- að. Og þótt að forstöðumaþur skólanshafi, eins og náttúrlegt er, tekíð svari hans, og viljað færa allt til betri vegar fyrir honuin og lofað hann, þá hefir slíkt ekki megnað að telja mönn- um hughvarf um, að margt sé að skólanum að finna, sem þurfi að laga og án hvers hann ekki geti fengið neitt álit, og jafnvel ekki staðizt til lengdar. Vér viljum nú lýsa þvi, í hverju þessi aðfindni að prestaskólanum er fólgin, og hvaða ástæður eru fyrir því, að hann er ekki í því áliti, sem æskjandi væri, til þess að stjórn hans viti það og kynni að finna eitthvað satt í þvi og gera við þvi. Mönnum þykir það þá að, að par er svo að segja ekkert gengið eptir, að stúdentarnir gjöri skyldu sina; menn eiga ekki við, að þar skuli vera neinn smásmuglegur agi, því hann á að vera genginn á undan, en að það sé þó einhver tilsjón með verki þeirra. 5að er at- kunnugt, að eins og híngað til hefir verið, hafa stúdentar þeir, sem á skólanum gánga, verið látnir öldúngis sjálfráðir, hvort þeir lesa nokk- uð eða ekkert, og ekkert aðhald haft, nema það, sem embættisprófið á að gefa; það munr ekki vera ofsagt, þó sagt sé, að þeir komi í kennslu- tíma, þegar þeim svo líkar betur, og að það hafi opt borið við, að þegar kennararnir hafa komið í kennslustofuna til að halda fyrirlestra, þá hafi enginn lærisveinninn verið fyrir, svo að þeir hafi beðið þar og eydt hálfri stundu, og gengið svo heim til sín, án þess að stúdentarnir hafi svo mikið sem nefnt það á nafn, að þeir væri for- fallaðir; og ef menn nú vita, að forföllin stund- um ekki hafa verið önnur en þau, að fá sér skemmtigaungu, eða vera í afmælisdagsgildi, meðan víngarðurinn stendur mannlaus, þá er full von, þó mönnum finnist ekki til. 5«>r að auki er það alkunnugt, að stúdentar á presta- skólanum gefa sig við mörgum öðrum óviðkom- andi sýslunum, — þeir geta ekki að eins verið giptir, — sem að vísu ekki kynni að vera til- tökumál, en virðist þó eitthvað óviðkunnanlegt i tilliti til þeirra, sem ný skroppnir eru úr skóla, — og stundað börn og bú, heldur og frílystað sig meginið af deginum, skrifað og skáhlað, kennt og leikið skemmtileiki; sumir geta ferðazt burtu, meðan á kennslutímanum stendur, upp i sveitir. jþetta þykir mönnum vottur þess, að tilhögunin á kennslunni sé ó- fullkomin, og linlega eptir gengið, og ekki bor- in sú umönnun fyrir áliti og framförum stofn- unarinnar, sem vera ber. Menn þykjast þó með fullum réttí geta kraf- izt þess, að þeir, sem á prestaskólann gánga, verði að leggja svo-lítið að sér, og líði ekki svona á blómsturstráðum vegum inn í embætt- in, án þess þeir viti sjálfir af, sem ekki getur heldur orðið affarasælt, hvorki fyrir þá né skól- ann, né kirkjuna, né landið; því það er óyggj- andi sannleikur: að „enginn verður ágætur af engu“, né „óbarinn biskup“. 3>eir læra í skól- anum á opinberan kostnað að miklu leyti; þeim eru veitt þvílík hlunnindi í samanburði við aðra, sem hafa borið miklu meiri þúnga og hita, að það yrði himinbrópandi ránglæti, ef ekki er að gjört; þeir gánga til brauða næstum jafnt við kandidata frá háskólanum, og eru þar að auki teknir fram yfir presta, sem lengi (— í 10—20 ár—) hafa*verið við embætti með sóma, —þó menn efist um, hve löglegt það sé,— og jafnvel hinum slökustu frá prestaskólanum hafa menn dæmi til, að hafi verið veitt góð brauð fyrir 20 ára gömlum presti, sem að minnsta kosti hefir gegnt emdætti óuppátalið. 3>að virðist þá, sem einhverjir örðugleikar og kostgæfni ætti að vega upp á móti slíkum hlunnindum, ef ekki á að á-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.