Þjóðólfur - 29.01.1856, Síða 4
— 32 —
7
Landsyfirrettardómar.
Oss hafa verið sendar til að auglýsa í blaði voru
athugasemdir og aðfinnfngar við einn af þeim yfirréttar-
dómum sem vér hðfum auglýst; en fyrir höfundi þess-
ara aðfinnínga, og svo fyrir hverjum öðrum út í frá sem
þykist hafa ástæðu til að finna að dómum hins konúnglega
yfirdóms, lýsum vérhérmeð yfir, aðvér tökum alls eng-
ar slíkar aðfinníngar inn iblaðið; þvf auk þess, sem
þær geta sjaldnast verið á betri rökum byggðar en dóm-
arnir sjálfir, þá mundi leiða af slíkum opinberlega aug-
lýstum aðfinníngum, að yfirdómendurnir yrði einnig að eiga
rétt á, ef þeir vildi, að svara þeim í blaðinu og lirekja
þær, en þar af mundi aptur leiða þá blaðakeppni, sem
fæstum kaupendum blaðsins gæti orðið til ánægju eða upp-
byggíngar.
En þar sem vér að eins getum gefið aðalinntak
dómanna í sakamálum, eptir því sem oss tekst að ná
og muna aðalatriði þeirra dóma þegar þeir eru kveðnir
upp, þá leyfum vér oss að skora á hina háttvirtu yfirdóm-
endur, að þeir riti um það athugasemdir til vor, hvenær
sem vér rángfærum þá dóina i nokkru, og skulum vér
tafarlaust auglýsa þær ókcypis. En á meðan engar slíkar
athugasemdír koma frá yfirdómendunum þykjumst vér liafa
rétt til að állta, að skýrslur vorar um dóma yfirdómsins
í sakamálunum, séu réttar og áreiðanlegar.
I. í málinu: Símon Bjarnason í Gröf
gegn
Jóni Bjarnasyni (nú á Varmá).
(Kveðinn upp 19. nóvembermán. 1855).
„Bóndinn §ímon Bjarnason á Gröf í Mosfellssveit hefir
skotið til landsyfirréttarins pólitíréttardómi gengnum af
sýslumanninum í Gullbringusýslu, Baumann, í máli milli
hans og hins stefnda Jóns Bjarnasonar, út af þvf að áfri-
jandinn hafði tekið kindur hans og rckið út úr nýbýlisins
Klapparholts landí, hvar téður Jón þóktist hafa rétt til að
láta þær vera; krafðist téður Jón við pólitíréttinn, að
nefndur Símon yrði, fyrir þetta tiltæki, sektaður með of-
rikisbótum 0. s. frv., og sömuleiðis dæmdur eptir laganna
stránglcika fyrir það, að hann hefði kallað sig þjóf að
landinu; mundu þau orð nema því, að það bæri að dærna
hann fyrir þau cptir 6—21—2, eður f hið minnsta eptir
6—21—4; en við áminnstan dóm pólitfréttarins var áfrf-
jandinn sektaður um 5 rdl. til fátækra fyrir reksturinn á
kindunum, en að öðru leyti dæmdnr sýkn fyrir ákærum
klagandans, auk þess varhann sektaður um 4 rdl. til dónis-
málasjóðarins fyrir það, að hann ckki hafði mætt sjálfur
fyrsta daginn er þlngað var í málinu, en málskostnaður
látinn falla niður. — Aðalréttarkrafa áfríjandans hér fyrir
réttinum er: að dómur þessi verði dæmdur ómerkur, þar
eð málið hafi ekki verið fyrir sættanefndinni, en hinn
stefndi hafi þó vfð undirréttinn krafiz.t æruleysisdóms yfir
sér“.
„það leiðir nú beinlinis af boðum tilskipunarinnar 20.
janúar 1796, § 13ogl4 (sem hér á landi gildir, sjá með-
nl annars tilsk. 21. des. 1831, III), að mál þetta er þess
eðlis, að ekki inátti gánga dómur f þvf, nema áður hefði
verið leitað f þvf um sættir fyrir sættancfndinni, hvað þó
ekki hefir verið gjörl, sem og af hoðuin DL. 1—5—19,
sbr. tilsk. frá 3. júni 1796 § 24 og 36, að sýslumaðurinn
eptir þeirri við pólitíréttinn gjörðu réttarkröfu sækjandans
þar, ekki inátti eínn dæina í málinu, lieldur átti að taka
sér meðdúmsmenn til þess, og verður undirréttarins dómur
i málinu, þessara galla vegna, að dæmast ómerkur“.
„því dæmist rétt að vera“:
„Undirréttarins dómur á ómerkur að vera“.
B. Réttvíain: gegn Guömundi Péturssyni og
Magnúsi Einarssyni í Reykjavík.
Með aukaréttardómi Reykjavíkurkaiipstaðar 26. nóbr.
f. árs er Guðmundur Pétursson, sem komin er yfir saka-
lögaldur en aldrei hefir fyr sætt lögsókn eða hegníngu
fyrir nokkurt lagabrot, dæindur til þrisvar sinnum 5 daga
vatns- og brauðs-hegníngar fyrir j^msan smáþjófnað og
fleiri smáafbrot er hann var orðinn sannur að bæði fyrir
sjálfs hans játníngu og aðrar krfngnmstæður, en Magnús
Einarsson, sem með honum var saksóklur, fyrir hluttekn-
íngu i órélegri meðferð á fundnum munum, og sem fyllti
15. ár sitt 26. ág. f. ár, var með sama dómi dæmdur sýkn
af „réttvfsinnar“ ákærum í málinu; en báðir voru þeir
dæmdir í málskostnað, hver að því leiti er honuin bæri.
llinn sakfelldi Guðniundur skaut þessum dómi að sínu leyti
tll yfirdóinsins; en háyfirvaldið fyrir liönd hins ákærða
Magnúsar. Guðinundur varð i þessu máli uppvís að því,
að haan hafði stolið á næstliðnu hausti frá ferðamanni
nokkru af haustull og inör f malsekk, og f fyrra vetur
kvennkraga og duggarapeisu, og var allt þetta virt til
samans á rúma 2 rddl.; enn fremur var hann fyrir 4 árum
liðnum staðinn að lítilfjörlcgum ullarþjófnaði, og var sú
ull virt á 8 sk.; þar að auki liafði hann reynt til að stela
frá ferðamanní kistli með matvælum f, og var kistillinn
virtur á 2 rdl.; í fyrra vetnr hafði hann og fundið og hand-
samað niðrá bryggju 5 eða 6 saltfiska blauta og snjóuga,
og liafði haun þá sér til matar án þess að lýsa þeiin; að
síðustu varð Guðniundur sannur að, að hafa lagt dulur á
beizli ineð koparstaungum, er liann fann i sumar er leið
hér inn á mýrnm, boðið það öðrum til kaups, og selt það
um sfðir liinum ákærða Magnúsi Einarssyni fyrir 2rdl. 32 sk.
Fyrir þessi misbrot áleit yfirdómurinn að undirdómarinn
hefði ákveðið hæfilega, að Guðmundur ætti að sæta þrisvar
5 daga vatns-og brauðs-hegníngu. —Hinn ákærði Magnús
Einarsson var nú að vísu sannur að þvf, að bann hafði
keypt hið áminnsta beizli af Guðmundi fyrir 2rdl. 32 sk.,
en þetta hafði hann gjört með vitund og ráði föður sfns,
og vissu þó báðir, að beizlið var fundið. En auk annara
atvika er máttu leiða með sér að Magnús yrði sýkn dæind-
ur, þá varð það ekki staðhæft upp á neinn vissan dag,
hvenær hann keypti beizlið af Giiðmundi, heldur sannaðist
að eins hér um, að kaupin gjörðust eiuhvern daganna 16.
ágúst til 3. septbr. f. ár, og var því engin vissa fram
koinin fyrir þvf, að liinu ákærði hafi verið búinn að ná
sakalögaldri, þegnr hann keypti beizlið. því áleít yfir-
dómurinn að M. bæri að dæma sýknan af sóknar-ákærnm
í þessu niáli og jafnframt lausan við allan málskostnað.—
Samkvæmt þessum ástæðum dæmdi þvf yfirdömurinn, .7.
þ. mán. rétt að vera:
að undirréttardómurinn yfir Guðmnndi Péturssyni skyldi
óraskaður standa, og skyldi liann að auk greiða */, af
inálskostnaði; en Magnús Einarsson skyldi vera sýku
af sóknarákærum, en */, málíkostnaðarins skyldi greiða
úr opinberum sjóði.