Þjóðólfur - 27.02.1858, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.02.1858, Blaðsíða 4
- 52 - heffci menn þá \erib nær eptir allt þetta dráp? alls engu, enda þótt síían hefbi verib látinn taka vií) sá niBrskuríir, samkvæmt niSrlagsgrein amtmanna- frumvarpsins, sem nú er skipabr í Húnavatnssýslu, og aí> sögn einnig í Mýrasýslu. — Af þessu ætti niíirskurbarmennirnir sjálfir, — þeir sem þykjast geta meö vissu rakiö hin minstu og jafnvel ótrú- anlegustu tilefni til sóttnæmis kláöans, — aö láta sér skiljazt tvent, sem reyndar hverjum manni má vera í augum uppi, fyrst þaö, aö ef niörskurör á aö geta stemt óyggjandi stiga fyrir frekari útbreiöslu fjárkláöans, þá verbr aÖ leggja til þann fyrir- skurö, er óyggjandi nái nokkuö lángt fram fyrir hin yztu takmörk sýkinnar; þaö nægir ekki og dugir ekki, aí) skera einúngis fyrir aptan hana og í yztu takmörkum hennar, heldr má til jafnframt, aí) skera fyrir framan hana, enda þótt fyrir því veröi fé sem þá sýnist heilbrigt; þaí) má til, ef duga skal, aí> skera svo öfluga eyíiu, ab ekki þurfi aÖ óttast a& sóttnæmiö sé komiö í féö fyrir framan eyöuna eöa geti læst sig þar yfir. Hiö annaö er niörskuröarmennirnir veröa aö láta sér skiljast, er þetta: aö til þess aö sjá og vita nokkurn veginn glögg takmörk kláöans, þá verör útmánaöa- og vor- tíminn miklu áreiöanlegri til þess heldr en haust- tíminn, þegar fjallféÖ er búiö aÖ rása cndilángt sumariö á fjöllum héraöa í milli og kemr svo aÖ í réttum úr öllum áttum; vér höfum mátt þreifa á því undanfarin 2 haust, hve víÖa kláÖinn hefir komiö upp eptir vetrnætr, þar sem hann ekki var voriö fyrir. Vér tölum hér í anda niörskuröar- mannanna og eptir skoÖun og stefnu sjálfa þeirra, án þess vér játumst undir trú þeirra eöa samsinn- um aÖ skoöun þeirra sé rétt, en vér skorum á þá fyrir sjálfra þeirra sakir og þess málefnis er þeir fylgja fram, aö þeir sé hreinir og beinir niörskurö- armenn, soönir en ekki hráir; aö þeir hagi svo niörskuröinum, aÖ hann sé ekkert hálfverk eör ó- nýtt og árángrslaust kák er gjöri ótal fjáreigcndum óbætanlegt og ómetanlegt tjón áu þess aö hindra þar meÖ æ frekari og frekari útbreiösiu kláöans og sannfæri menn um, aö niörskurörinn dugi til þess; vér skorum á þá, aö haga svo niörskuröinum og hafa hann svo öflugan og yfirgripsmikinn, aö bann megi til aÖ duga til aö stanza útbreiöslu kláÖans, svo framarlega sem sýkin verör stönzuö meö nokkr- um niörskuröi. (Niörl. í næsta bl.) Dómr yfrdómsins, í sökinni: réttvísin, gegn Siguröi Olafssyni úr Ar- nessýslu. (Kveðinn upp 28. desbr. 1857), „I máli þessu, sem höfðað hefir verið og dæmt við Árnessýslu ankahcraðsrétt, er það, með eigin játnínga og öðrum þar að lútandi atvikum, sannað, að hinn ákærði Sigurðr Ólafsson á Borg, scm kominn er yfir sakamanna lögaldr, og aldrei hefir áðr sætt ákæru eða dómsáfelli fyrir nokkurt lagabrot, hafi um nóttina milli þess 7. og 8. ágústmánaðar, sem næst leið, hrotizt inn í sölubúðina á Eyrarbakka, og stolið þar inni kvartili af kognaki, 7 strigapokum og dálítlu af kand ssikri, sem til samans hefir verið verðlagt, á 33rdl. (50 sk. þar eð hinn ákærði fyrir ofangreindan misvcrknað, má álítast réttilega dæindr i héraði, eptir fyrri lið 12. greinar í tilskipun frá 11. apríl 1840, og upphæð hegn- íngarinnar, 3~þ<^27 vandarhögg, einnig virðist hæfilega á- kveðin í hérnðsdóminum, og ákærða einnig réttilega er gjört að greiða skaðabætr og málskostnað, ber héraðs- réttarins dóm að staófesta. Svo ber hinum ákærða eínnig að greiða þatiu kostn- að, sem leitt liefir af málsins áfrýjun, og þar á meðal laun til sóknara og svaramanns við landsyfirréttinn, með 5rdl. til hins fyr nefnda og 4 rdl. til hins síðar nefnda. Hvað mcðferð málsins f héraði snertir, getr réttrinn ekki leitt hjá sér, að geta þess, að undirdómarinn hefir hinn 8. sept. þ. á., eptir að hinn ákærði var búinn í þvf verulega að meðkenna hrot það, sem honum undir þessu máli er gefið að sök, látið hinn ákærða f varðhald, niðr f dinnnan kjallara og lagt liann í járn og Iátið hann gista þar til liins 14. s. m.. þar eð undírdómarinn, af ýmsum tilgrcinduin ástæðum, hiudraðist frá, að fram halda próf- inu. Að vísu hlýtr það nú, samkvæmt andanum f tilskip- un 5. april 1793 sbr. reglugjörð fýrir Danmörku 7. inai 1846, að álítast óviðrkvæmilegt og óleyfilegt, að setja sakainenn f dimni fángelsi, eins og réttargjörðirnar bera með sér, að hið hér umræada hafi verið, en þar eð und- irdómaranum virðist að hafa gengið það til þessarar með- ferðar á hinum ákærða, að nokkrar líkur væri komnar fram fyrir þvi, að hinn ákærði hefir gjiirt sig sekan í öðru innbroti til, og, ef til vill, ekki voru völ á öðrum varð- haldsstað, þar scm cngi opinber varðhaldshús eru til hér á landi, virðist ekki næg ástæða til að við hafa hinar straungu reglur, sem í Danmörku gilda f þessu efni, og þannig virðist ekki fiillkomlega næg ástæða til, að láta þessn meðferð varða undirdómaranuni sektar, og sama er að segja um þann drált, sem orðinn er á birtingu dóms- ins, frá 19. okt. til 28. nóvbr. þ. á., þar scm það af rétt- argjörðunum ekki verðr séð mcð vissu, hvort þessi dráttr sé undirdómaranum, eða stefnuvottunum að kenna. Að öðru leyti hefir meðferð málsins í héraði verið forsvaran- leg, eins og sokn og vörn þess hér við réttinn hefir verið lögmætu. „því dæmist rétt að vera“: „Undirréttarins dóinr á óraskaðr að standa. Söknara við landsyfirréttinn, kandídatus júris II. E. Johnsen bera 5 rdl., og verjanda examinatus juris F. Melsteð 4 rdl. r. ni. f málsfærslulaun, sem greiðast al' hinum ákærða“. „Dóminum að fullnægja undir aðför að lögum11. Skýrsla. Flcstir þeir menn, sem með lífi, en meira og minna kaldir, koinust til býgða af Mosfcllsheiði 8. marz þ. á.; og höfðu verið f för mcð þeim er dóu á henni nóttina fyrir, hlutu að verja til græðsln sinnar niiklum peningum;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.