Þjóðólfur - 15.01.1859, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 15.01.1859, Blaðsíða 4
Dómar yfirdómsins. I. í sökinni: málsfærslumabr J. Gu?>mundsson skip- aíir sóknari, gegn Olafi Olafssyni úr Skapta- fellssýslu. (Upp kreðinn 13. des. 1858. — Stuldrá tvævetrum sauð úr réttum, ekki álitinn eptir 6. gr. i tilsk. 11. apr. 1840, heldr eptir 1. gr. og látinn sæta að eins 20 vand- arhagga refsingu; sbr. dóm i 9. ári þjóðólfs bls. 60.). „Með dómi, gengnum við Skaptafellssýslu aukahéraðs- rétt, þann 5. Jan. 1857, er ákærði Olafr Ólafsson, sem kominn er yfir lögaldr sakamanna, og aldrei hefir áðr sætt lagaákæru, eða hegningu fyrir nokkurt lagabrot, dæmdr fyrir sauðaþjófnað og sviksamlega meðferð á hesti, sem húsbóndi hans átti, til 2><27 vand- arhagga refsingar, sem og i endrgjald hins stolna og málskostnað, en með þessa réttar dómi, frá 23. marts 1857, var málinu sem híngað var stefnt, vegna form- galla á landsyfirréttarstefnunni, vísað frá, og kemr það nú, eptir að búið er að bæta úr þcssu, undir dóm i að- alefninu". „Hvað þá fyrst það sakaratriðí, sem snertir hins á- kærða sviksamlegu mcðlcrð á hestinum, áhrærir, eru eng- ar þær sannanir komnar fram gegn honuin i því efni, sem geti felt hann i hengíngu; miklu fremr gánga allar likr að því, að hann hafi haft heímild af húsbónda sinum sira Renedikt sál. Sveinssyni, til þess að selja hestinn, eins og hann gjörði, ef hann ekki gæti koinið honum í fóðr, og livað það snertir, að ákærði skyldi hafa dregið undan og i sinn sjóð 2 rd. af hestverðinu, þá skortir næga sönnun fyrir þvi, og hvað sem því líðr, er það sannað, að sira Benedikt og ákærði miðluðu inálum sin á milli, um hestinn og hestverðið, og skildu sáttir út af því atrfði. Akærði hlýtr þannig að dæmast algjörlega sýkn af dómarans á- kærum, hvað þetta sakaratriði snertir". „Hvað þar næst hið fyrra sakaratriði, tökuna á sauðn- um snertir, er það upplýst og sannað, að ákærði haustið 1855 dró sér i Skaptártúngu-rétt 2vctran sauð, hvfthnifl- óttan, sem síra þorkell Eyjólfsson i Ásum var eigandi að, markaði sauðinn á öðru hornfnu, en fékk svo annan inann til að reka hann með kindum sinum suður i Meðalland og slátraði honum siðan og fénýtti hann, cins og sína eign. Sauðrinn er virtr á 3 rd. r. m, — það er nú að vísu tekið fram af verjanda hér við réttinn, að ákærði augsýnilega ekki'hafi tekið sauðinn f þvi skyni að stela honum, þar sem hann hvorki hafi breytt á honum markinu, eða far- ið neitt f launkofa með hann, enda fengið hann þriðja manni til ráðstöfunar, heldr sé þetta sjálfræðisleg tiltekt ákærða, sprottin af þvi, að hann hafi átt eptir af kaupi sínu, hjá sira þorkeli, og hugsað sér, að geta tekið það í sauðnum; en þessi skoðun á máliuu virðist ekkert verulegt að hafa við að styðjast, því bæði hefði hann gefið prest- inum frest með borgun á kaupinu, og Ifka hefir hanu orðið tvisaga í ýmsuin atriðum, eins og hann og sagði mannin- um, sem tók af honum sauðinn til rekstrs, rángt frá hvern- ig á honum stæði; það virðist þvi ekki bctr, en að á- kærða sé að álfta sekan f þjófnaði á sauðnum, þar sem hann vísvitandi þannig tök og fénýtti sér annars manns skýlausa eign, en lét i veðri vaka, að hann væri vel að lionum kominn, og getr það ekki orðið honum til afböt- unar, þó hann kyoni að hafa borið sig óhönduglega að til þess að draga fjöðr yfir verknað sínn. — þegar því uæst skal meta hegnfngu þá, er hinn ákærði liefir bakað sér með þessum verknaði sinum kemr til greina, að sauðrinn er ekki tekinn úti i haga, svo ekki getr orðið spursmál um, að dæma hann, eins og uudirdómarinn hefir gjört, eptir 6. gr. f tilskipun frá 11. apr. 1840, heldr hlýtr brot- ið að skoðast, scm einfaldr þjófnaðr, eptir téðrar tilskip- unar § 1., og virbist ákærða, ineð hliðsjón af hans um- vitnnðu einfeldniog vanrækta uppeldi hæfilega refsað með 20 vandarhöggum, og ber undirréttarins dómi, þessn sam- kvæmt, að breyta, hvað hegninguna snertir, en að öðru leyti ber hann, hvað endrgjald hins stolna og málskostnað áhrærir, að staðfesta“. „Málskostnað þann sem leitt hefir af málsns fyrirtekt i fyrra sinni, bæði fyrir nndir- og yfirréttinum, og þar á meðal málsfærslulaun til sóknara og verjanda hér við rétt- inn, exaininatus juris J. Guðmundssonar, og organista P. Gudjohnsens, sem ákveðast til 4 rd. r. m. til hvors fyrir sig, ber ákærða að greiða; en sá af málinu f seinna skipti og áfrýjun þcss leiddi kostnaðr, og þar á ineðal laun til sóknara og svaramanns hér við réttinn, málsfærslumann- anna J. Guðmundssonar og H. E. Johnssons, sem ákvarð- ast til 4 rd. fyrir hvorn þeirra um sig, hlýtr eptir mála- vöxtunum að greiðast úr opinberum sjóði“. „Hvað meðferð málsins í héraði snertir, f þetta skipti, getr landsyfirréttrinn eigi leitt hjá sér að geta þess, að undirdómarinn hefir, í stað þess einúngis að stefna mál- inu á lögboðinn hált að nýju til landsyfirréttarins, tekíð allt málið fyrir aptr, stefnt ákærða fyrir dóm sinn og kveð- ið aptr upp yfir honuni saina dóin og áðr, sem allt hefir orðið að leiða af sér óþiirf unisvif og kostnað, en eigi finst þó algjörleg ástæða til, að láta þelta varða undir- dómaranum ábyrgðar. — Að öðru leyti hefir ineðferð mátsins f héraði verið lögmæt. Sókn og vörn hér við réttinn hefir verið forsvaranleg“. Bþvf dæinist rétt að vera“. „Ákærði Olafr Olafsson á að hýðast 20 vandarhögg- um. Svo borgar hann og endrgjald hins stolna með 3 rd., og allan af málinu leiddan kostnað f fyrra sinni, og þar á meðaf málsfærslulaun, til sóknara eg svarainanns hér við réttinn, examinatus juris J. Guðmundssonar og organ- ista P. Gudjohnsens, 4 rd. til hvors nm sig, en sá affyr- irtekt og áfrýjun málsins í þetta skipti leiddi kostnaðr, og þar á meðal laun til sóknara ogsvaramanns hér við rétt- inn, niálaflutaíngsmannanna J. Guðmundssonar og H. E. Johnssonar, 4 rd. til hvors fyrir sig, greiðist úr opinber- um sjóði. Hið fdæmda endrgjald ber að greiða innan 8 vikna frá dóms þessa löglegri birtíngu, og honum að öðrn Ieyti að fullnægja, undir aðför að lögum“. II. í málinu: Jón fngimundsson (málaflutnfngsmaðr Jón Guðmundsson), gegn umbobsgózi þykkva- bæjarklaustrs (málaflutningsmaðr H. E. Johnsson). (Kveðinn upp 20. desember 1858). „Undirrót og tilefni þessa máls, scm hér liggr fyrii: er svo voxið, að umboðsmaðr þykkvabæjar og Kirkju- bæjarklaustrs heimtaði af sýslumanninuin f Skaptafellssýsl- um, f bréfi frá 19. sept f. á., að hann seldi á uppboðsþíngi vogrek nokkur, sem borið höfðu arið 1856 upp á Skarðs- fjöru, Iínausastúf og Svfnadalsstúf, sem liggja fyrir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.