Þjóðólfur - 24.01.1863, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 24.01.1863, Blaðsíða 6
50 — stað, eins og áðr hefir verið ástimdum, eink- um undir Yogastapa, er ekki hefir mátt heita samboðin siðuðum mönnum, er leita vilja bjarg- ar sinnar á kristilegan hátt. 5. ísulóð aftekst með öllu frá vetrarbyrjun að lok- um vetrarvertíðar, og væri vonandi, að fleiri en vér tæki sömu stefnu, því ekki er uggandi, nema órói eðr óhægð verði af, ef nágrannar halda brúkTin hennar áfram, sem vér köllum að óþörfu um þenna tíma. 6. Ilúsbændr og lóðarráðendr sjái um, að allir útlenclir sem innlendir breyti eptir því sem hér er sagt, og verða hafðar gætr á því. Gjörð þessi verðr auglýst í »|>jóðó!fi«, svo útlendíng- ar viti, hvað þeim gjöra ber, áðr suðr koma. Á stað og degi sem ofar sagt. Svb. Ólafsson. Ilúsbændr og lóðarráðendr í Njarðvíkum allir og i Keflavík, undirskrifaðir 36. Athgr. Margir fleiri ætluðu að sækja fund þenna, einkum innan Stapa, en það hamlaðist af illviðri þann dag. Húsdkynni og liúsabyggingar á íslandi. þessi öld og kynslóðin sem á henni hefir verið uppi, hefir að vísu tekið fram hinum undan- förnu öldum, í því að brýna fyrir landsbúum fram- farir, að þeír hlyti að taka sér fram í ýinsum og mörgum efnum; ef þeir ætti að ná nokkurri þýð- íngu meðal þjóðanna, geta orðið sjálfbjarga og færir um að ráða sér sjálfir, en iosast smámsam- an undan fjárbaldi því og aðkreppandi yfirstjórn, er hefir gjört oss jafn hugsunarlausa um hagi og sóma sjálfra vor eins og viijalausa og aflvana til þess að reyna að rétta oss við. Aldirnar sem á eptir koma, — það skulum vér vona og við það skulum vér huglireysta oss, — munu finna margar heilráðar bendíngar um þetta frá 19. öldinni, þóað þeir kunni að meta íramkvæmdir vorar bæði fáar og smáar. Ef það er órækt, að hið fyrsta stig til verulegra framfara, eigi síðr hjá þjóðunum heldren hjá hverjum ein- stökum manni, sé einkanlega þarí fólgið, að þekkja grant vankvæði sín og í hverjum efnum manni sé áfátt og þurfi að taka sér fram, þS. mtin því aldrei verða neitað, að einmitt eptir 19. öldina liggi mörg stig til verulegra framfara þessa lands í ýmsum greinum, þóað lílilsverð kunni að þykja frækorn þau er liún hefir niðrsáð til framfaranna sjálfra, að framkvæmdunum til. Vð'r eigum ekki kost á að ráðast í nein þess- leiðis framfara fyrirtæki, er einkenna hinar voldugti og auðugu suðr-þjóðir og hafa gjört þær víðfræg- ar um heiminn, til þess skortir oss svo margt, fyrst auðlegð náttúrunnar, því hún er hjá oss bæði geld og snauð og næsta kaldlynd og mislynd; í annan stað skortir oss mannafla og mannfjölda er samsvari landstærð vorri, og í þriðja lagi næg- an fjárafla, eðr afl þeirra hlutanna sem gjöra skal. En tvent er það sem oss er í lófa lagið eigi síðr en öðrum þjóðum víðsvegar um heim, en það er hinn kostulegi timi og hyggileg og rétt brúkun hans, og alúð og vandvirkni í öllu því sem vér getum gjört og oss er eins óumflýanlega nauðsynlegt að leysa af hendi, einsog fæðan, klæðnaðrinn og lífið sjálft. Ein af þessum fyrstu nauðsynjum lifsins, eigi síðr hjá oss Islendíngum en öðrum þjóðum, eru húsin og húsaskjólið yfir sjálfa oss, fénað vorn, vetrarforða og aðra lífsbjörg vora, áhöld vor og búsgögn, og heyafla. Engi getr varið það, að vér Íslendíngar byggjum milcið, þóað byggíngar vorar og húsakynni sé síðr en ekki rnikii og því síðr mikils virði; vér verjttm til byggínga vorra afarfé árlega, ómetanlegum vinnukröptum1 og tíma frá öðr- um nattðsynjaverkum og arðsömum verkum, — því »tíminn erpeníngar«, segirmálsháttr Breta, en þeir kttnnamtanna bezt að meta bæði tíma og auð og verja hvorutveggja sér og öðrum til gagns. Vér verjum miklumeiri tíma'og fleiri dagsverkum, og þá jafnframt meira fé og meiri tilkostnaði til húsabyggínga vorra, að tiltölu við fólksfjölda og fénaðarfjölda og annan afla og eigur, sem í húsum þarf að geyma, heldren nokkur önnur þjóð í heirni, af því vér erum alltaf að bvggja sama húsið svoað segja árs árlega; eitt árið hefir vatn hlaupið í einhvern vegginn eðr gafl- aðið eða frostið klofið og sprengt inn, annað árið er þaktróðið orðið ónýlt og fúið svo að þaktorfið liggr inná viðttm, og þarf að rífa þakið og leggja nýtt tróð á húsið, fjórða árið brotinn sperrttkjáiki eða 1—2 lángbönd eða mæniás og þarf enn að rífa þakið fyrir þá sök, fimta árið er ytri þekjan rofin og þarf að tyrfa allt husið að nýu o. s. frv. f>etta er vanlalegi gángrinní húsabyggíngum hérálandiyfir höfuð að tala, og svo, að ef búandi fer frá jörðunni eðr deyr, þá eru öll hin ótölulegu dagsverk, jarð- rask og annar tilkostnaðr, er hann hefir lagt í söl- urnar til útihúsa og annara sinna húsa, metinn og talinn einkisvirði, þóað húsin öll sé þá í góðu lagi, bæði að veggjum og þekju og ölium moldar- verkum, og það eina er hann eða hans bera upp úr öllum þessum tilkostnaði er það, að ef hann á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.