Þjóðólfur - 12.12.1863, Side 2
— 22 —
miklu lærðari maðr, þcssi herra B. Johnson
heldren hann herra B. Jónsson, sem ekki gjörir
annað en að lepja upp og leggja út á íslenzku —
og hamíngjan veit hvort honum hefir alstaðar tek-
izt það sem bezt, — allan þann lærdóms-sjó, sem
gengið hefir fram úr hinum; — þeir létu heita
skóiaskýrslu þenna litlaj!) bæklíng, sem hér kemr
fyrir almenníngs sjónir, 156 bls. eðr 78 blöð1 aulc
ritlíngsins, sem er aptanvið, en hann er 32 bls.
og af öðru sauðahúsi; þenna bæklíng, þar sem
agað er saman Babelstúngum og bernskuhjali, og
amálúða við öllu sem íslenzkt er, hvort heidr að eru
menn eða málieysíngjar, og svo þar innan um
spakmælastúfum, sínum úr hverri áttinni og úr
hverju túngumálmu, og aptr þar innanum upp
tuggnum orðastúfum, sem »jeg« (herra B. John-
son) mælti fram einhverntíma og einhverntima fyrir
fleiri og færri árum hér frá, annaðhvort 1 eldri
skólaskýrslum eða annars tækifæris, — þar sem
þeir herrar B. Jónsson og B. Johnson eru að
rembast hver við annan, að berjast við skuggann
sinn og hríngsnúast í kríngum sjálfa sig og sitt
eigið blessað »jeg« með ótölulegum »sviga«klaus-
um, — eitthvað verður fátæks rnanns fat að prýða,
— en þær eru að minsta kosti til þess, að blása
upp blöðruna, eða að þenja þetta bæklingsgrei sem
mest, rétt einsog svigapilsin nýu þenja út niðr-
hlut á gelgjukvendum og gjöra þær allar rífari
niðrum sig, til að sjá, — svona er bæklingrinn, er
þeir létu útgánga núnar" rétt áðren póstskip fór og
létu heitaskólaskýrslu fyrir næstl. skólaár 1862—
63, og hafa kostað til þessa glíngrs á 3. hundrað
dala úr skólasjóðnum.
Nú, öllu má nafn gefa, og svo er urn bækl-
íng þenna. Um leið og vér yfir förum hann og
færum lesendum vorum dálítið yfirlit efnisins, verð-
um vér að nefna það skólaskýrslu, og er það þó
hart, það veit hamíngjan, og það sannar höfundr-
Inn bezt sjálfr, með þessum orðurn bls. 152 og
153 (danskan):
„þaíi er eigi (iliklegt, ab margir mnni sogja („erklære") um
„þessa skélakýrsla, at) hún sJ 9 a m s n 11 e'ba s a m t í n-
„íngr, er ekki eigisinnlíkaí sögu samkynja
„rita?“ -
og þetta er dagsanna.
Skólaskýrslum herra rektors Bjarna Jónssonar
hefir að undanförnu verið skipað niðr í 7 aðal-
kafla, nema hvað 6. kaflinn: um stjórn skólans,
hefir endrum og sinnum verið úr feldr, einsog var
1) Sjálfar skóiaskýrslur uhdanfariuna 11 ára, liafa jafn-
aþariega verib 37—45 bls, meb dúnskunui, ejbunum og úllu
tiltíndu, eg heflr verib meir eu nóg.
í skólaskýrslunni í fyrra. þessi skólaskýrsla er nú
með 8 aðalköflum, auk inngángsins, en hann er 23
blaðsíður, og þó engi eyða neinstaðar dönskumegin.
Kaflarnir eru þessir:
I. Lærisveinarnir . . . . . bls. 24—■ 27.
li. Kennararnir.................— 28— 33.
III. Iíenslan.....................— 32— 47.
IV. Vísindaleg söfn..............— 46— 61.
V. Fjárstyrkr skólans . . . , — 60— 65.
VI. Sljórn skólans...............— 64—137.
VII. Burtfararpróf................— 136—143.
VIII. Inntökupróf (hauslið 1863) . — 144—147-
Ennfremr þar aptanvið:
Bréf frá skólastjóra til herra
Dr. og landlæknis J. Hjaltalins
og Dr. og prófessors P. Pjet-
urssonar, og svar þeirra beggja — 146—153.
Eptirmáli.....................— 152»—157.
þetta er skiptíngin á sjálfri skólaskýrslunni;
en aptanvið hana er ritgjörð »Um r og iir í niðr-
lagi orða og orðstofna í íslenzlcu«, vönduð og vel
samin, eptir herra Jón Þorkelsson skólakennara,
32 bls., eingaungu á íslenzku. En það er svo
sem sjálfsagt, að önnur blaðsíðan á sjálfri skóla-
skýrslunni er alltaf eðaáað heita á dönsku, nema
þar sem koma alivíðast þrjár og fleiri svigaklaus-
urnar á hverri þeirri blaðsíðunni, með ýmsum út-
lendam túngum, er vér nefndum að framan, og
svo aptr eyðurnar hér og hvar.
það er fyrst af þessum 23 bls. formála að
segja, að hann á allr að vera sprottinn af grein
þeirri um f. árs skólaskýrslu, 1861—62, er kom
út í 15. ári þjóðólfs bls. 40—43. Ilver sem hefir
lesið eða les þessa grein getr sannfærzt um, að
þar er ekki hallmælt eða niðrað með einu orði
neinum kennaranum við lærða skólann hér, kenslu
þeirra eða kensluaðferð, og ekki eru þeir bornir
saman við kennarana á Bessastöðum, hvorki að
lærdómi né kenslu. Einúngis er fundið að skóla-
skýrslunni í fyrra 1861—62, hún er borin saman
við skólaskýrslurnar frá Bessastaðaskóla, og á henni
eru sýnd og sönnuð vansmíðin og hirðuleysisfrá-
gángrinn. Ilvað gengr nú herra Bjarna rektor eða
knýr hann til þess, að rembast við þenna 23 bls.
formála út af engu öðru tilefni en þessu: að þjóð-
ólfr hefir fundið að frágángi á skólaskýrslu, sem
að vísu er með hans nafni »B. Johnsen«, bæði
undir dönskunni og íslenzkunni, þóað hann nú á
2 stöðum í þessari nýu skýrslu lýsi því yfir, að
hann eigi ekkert í henni, og tekr nú fram (bls.
65—73) 5 veruleg atriði, er hefði átt að geta umí