Þjóðólfur - 24.05.1864, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.05.1864, Blaðsíða 4
108 — lækni Jóni Finsen og finnst í INorðanfara nr. 45— 48 árið sem.leið; hún skýrir frá lækníngaaðferð Recamiers á sullavéikinni, eins og sú aðferð lieflr verið viðhöfð hér á landi af téðum héraðslækni, og leggr læknirinn hér fyrir almenníngssjónir af- drif þau, er þessi læknisaðferð heflr haft undir hans höndum, um leið og hann getr þess í enda greinarinnar, að iilmæli eða svigrmæli málsmet- andi manns um læknisaðferð hans hafi komiðhon- um til að skýra almenníngi frá henni og afdrifum hennar. Eg fæ eigi betr séð, en herra héraðs- læknir Jón Finsen skýri skilmerkilega og ijóslega frá aðferð sinni og hver afdrif hún hafl liaft, og þó hann má ske heldr mikið hallmæli öðrum lækn- íngaaðferðum, þá er honum það því tilgefanlegra, sem aðferð hans liefir haft mjög góð afdrif, enn sem komið er, og virðist mér valla efl á því, að þessi máti, í hans höndum, hefir verðskuldað allt annað en illmæli, svo sem það, að hann ætti að vera »barbariskr« þrælslegr og þetta fram eptir götunum; en eg skal seinna tala nákvæmar hér um, þá er eg skýri frá hinum ýmsa læknismáta og meðölum þeim, ernú virðast tiltækilegust sam- kvæmt seinni tíma reynslu. En svo að allt sé talið, þá er hin þriðja rit- gjörðin, og er hún skráðafherra amtm. Iiavstein og má lesa hana í þ. árs Norðanfara nr. 1—2. J>að er hvorttveggja, að það er eitthvað sérstakt í því, að amtmenn fari að skrifa um læknisfræðisleg málefni og um læknisaðferð á sjúkdómum, enda er og grein þessi eitthvert það sérstaklegasta smíði, sem hér mun hafa sézt í blöðum, eptir slíkan mann, og er það valla örðugt að sjá, hvaða ástand mundi verða á landi hér, ef að hver embættis- maðrinn færi að fara svo hver með annan, eins og þar er gjört. |>egar mentaðir mcnn fara að skrifa liver um annan, þá er þó alténd til þess ætlandi, að menn gjöri það með sæmandi orðum, en hvort það er gjört í þeirri grein, er hér um ræðir getum vér víst ætlað lesendanum um að dæma1. |>ó eg nú raunar gjöri ráð um, að al- menningr haft fengið nokkra hugmynd um sulla- veikina, bæði af því, er menn hafa lesið, og líka af því, að menn hafa séð veiki þessa á skepnuro, einkum sauðfé og nautpeningi (en 1) Köksemdaleiíisla amtmaims B., ef uokkub væri í greiu hans, sem yröi nefnt því nafni, er byg?) á óllu öbru en grund- völluíuin ástætímh; honum mun iíka farast annai) betr, eins og von er, heldreu aí> dæma þann og þann læknismáta, scm hann í raun og veru hoflr ekkert vit á, cins og Cllum gefr ab skilja. Höf. veiki þessi er sama eðlis á skepnum eins og á mönnum), þá er svo margt aðgæzluvert við hana, sem almenníngi er nær því ómögulegt að skilja, eða fá rétta hugmynd um, enda blekkir það og mjög almenníng, að sullaveikin hefir hér um láng- an tíma vcrið kölluð lifrarveiki eða lifrarbólga, en bæði þessi nöfn eru yfirgripsmikil orð, einkum hið fyrra, sem einúngis bendir á einhverja veiki í lifr- inni, án þess að skýra nákvæmarfrá, hverrar artar hún sé, en lifrin er mjög samsett líffæri, og er þessvegna undirorpin fjölda sjúkdóma, er getaverið mjög ólíks eðlis og tegundar. J>á er það og rángt að hugsa, að sullaveikin geti að eins haft sæti sitt í lifrinni, eins og sumir gjöra, því hún getr bæði komið í lifrina, miltað, nýrun, netjuna, lúngun, og víðar annarstaðar um líkamann. Menn Iiafa á seinni tímum dæmi þess, að sullir hafa fundizt í beinun- um, undir hörundinu, og milli vöðvanna; og eins er það eigi sjaldgæft, að þeir velja sér sæti íæxl- unarverkfærum kvenna, einkum í eggjastokkunum. An efa cru lifrarsullir algengastir, en þeirn eru mjög opt samfara sullir í lúngunum og netjunni. J>eir sitja eigi nærri alténd á fremra yfirborði lifrarinnar, heldr og aptaná henni, eins og líkuppskurðir, er eg hefi gjört á seinni tímum, hafa fullkomlega sýnt og sannað. Jessir síðast töldu eru hinir hættu- legustu fyrir lífið, enda mun varla nokkurntírna að hugsa til, að þeirverði Iæknaðirmeð »Operationu. J>ar af fiýtr þá, að mcnn skulu með vareygð for- dæma brúkun innvortis meðala við veiki þessa, því eins og því verðr eigi neitað, að mörg dæmi eru tií, að menn liafa læknazt eptir skynsamlega og hagfelda meðalabrúkun, þann veg er og hæfileg brúkun innvortis meðala opt hið einasta úrræði, sem læknirinn getr gripið til, til að lækna sjúkl- ínga eða í hið minsta lina kvalir þeirra. Satt að segja, virðist mér embættisbróðir minn Jón Finsen hafi stígið feti lángt í því, að álíta Recamiers máta, sem þann bezta; það geta menn eigi undir öllum kríngumstæðum, eins og líka menn verða að játa, að ástúngan opt hefir haft heppileg afdrif og er í sjálfu sér hættulítil, ef rétt og varlega er að farið; en Finsen er það enganveginn láandi, þó hann haldi þeirri læknaaðferð fram, er honum hefir heppnazt og gefizt svo vel. Eg skal nú i stuttu máli skýra frá aðferð þeirri, er menn nú hafa við sullaveikinu og með hvaða ráðum menn reyna til að útrýma henni á ýmsan hátt. Læknar hafa á seinni tímum komið sér sam- an um það, að annaðhvort yrði að reyna að eyða

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.