Þjóðólfur - 09.06.1864, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 09.06.1864, Blaðsíða 6
lögun og járnið hérumbil 4 þumlúnga þykt og blý utanum. |>ær koma ætíð niðr á mjórri endann; þar eru eldvirkin og sprýnga þær þá með fullu aíli og sprengja allt frá sér. Einu sinni sátu Danir í einu byrgi sínu í þéttum hnapp, því úti var hVergi vært; — en þegar minst varði, kom sprengikúla gegnum ræfrið yfir höfuð þeim, sprakk þar, og drap á sömu stundu, — því hnapprinn var svo þéttr, — 22 manns, en særði um 50. En hæli var þó hvergi annað, en að húka inni í þessum byrgjum, án þess að geta sér nokkurra hægða leitað, og urðu menn að skríða þángað út og inn. En þegar kúlurnar komu hvínandi, — en á nótt- unni mátti sjá eldrák þeirra í loptinu, — þá var ráðið eitt að fleigja sér flötum meðan hún sprakk, því brotin fljúga heldr uppávið. Herinn varð ör- magna og misti luig við það að geta ekki einu skoti svarað í marga daga, og kúra þarna eins og dæmdr og bíða áhlaupsins, sem vofði yfir á hverri stundu, því bak við skotmökkinn gróf páll og reka Preussa grafirnar nær og nær, þángað lil að grafa- endarnir voru komnir 400 álna frá virkjunum. þann 17. Apríl og aðfaranótt hins 18. var skot- hríðin harðari en nokkru sinni fyr. Preussar höfðu verið vanir að ángra Dani mest um eldínguna og á þeim tíma bjuggust þeir optast við áhlaupinu. En það fórst fyrir þenna dag, og héldu Danir nú að þenna dag mundi ekki neitt verða. En skot- hríðin var nú svo óð, að á hverri mínúlu töldu menn um 18skot. En bak við púðrmökkinn skip- uðust nú fylkíngar Preussa, þær sem til áhlaups- ins voru ætlaðar, fyrir í hlaupagröfunum, og fór svo leynt, að engir vissu, fyren stundin kom, hvað til stóð. En kl. 10 var boðið til áhlaups ogstefnt beint í mið virkjanna, en þau liggja í hálfum bug 10 að töiu frá Vemíngbond (vik að sunnanverðu milli Dybböl og Droager) og Alssundi og hallar ofanað sundinu. í einum dyn og áðren Danir yrði við varir eðr búnir að skjóta, ruddust fylkíngarnar úr gröfum og fram þann 400 álna völl, sem eptir var að virkj- imum. En áþeirri leið voru skotgrafir, sem Danir lágu í, úlfagrafir, stik og stálþráðum eins og neli slegið á milli. En bæði stikin og þræðirnir voru áðr að mestu brotnir niðr. Herinn þusti nú inn milli virkjanna (nr. 4 og 5) eptir að þeir, sem í skotgröfunum lágu, voru drepnir eðr fángnir. En þegar upp í virkin kom, varð hörð viðtaka, en þó skömm, og liðu fáar mínútur áðr miðvirkin voru tekin. Féllu nú margir af Dönum og helzt yfir- menn; dró virkisherinn sig nú aðbrúarsporðinum, en þar voru grafir og torfærur fyrir Preussum og varð þar mest mannfallið. En þegar miðið (Cent- rum) var rifið, áltu Danir erfitt að hverfa aptr frá virkisð’rmunum, og mistu nú grúa manns, sein varð fánginn, enda urðu margir sem höggdofa af skothríðinni um nóttina og dagana á undan. Mikl- um hluta hersins varð þó á brúnum borgið yfirtil Als, og voru brýrnar síðan dregnar af sundi, en Preussar höfðu fána sína á virkisgörðunum. Danir liðn óttalegt manntjón og skaða; 3000 manna fángnir, og uin 2000 fallnir og særðir, en valrinn féll mestr í hendr Preussa. Af tveimr fylkíngum Dana gjöreyddist önnur, svo varla var eptir fjórði hvermaðr, en hín til helmínga; einn hershöfðíngi Du Plat, og meiren 100 yfirmanna féílu, voru fángnir eðr urðu sárir. IJm 20 lík þeirra féllu í hendr Preussa, sem þeir sendu daginn eptir yfr- um sundið. Yirkin öll með 120 fallbyssum og ðllum þeim herbúnaði, sem þar var, féll í Preussa hendr. Áhlaupið að virkjunum, sem þóvarhættu- lcgast, var svo sviplegt, að á því bili mistu Preussar fáa menn. Ilrólfr kraki, sem átti frá Vemíngbond að skjóta sprengikúlum á hinar þéltu áhlaupsfylkíngar Preussa, kom um seinan til að geta gjört mikinn usla, því þegar hann var albúinn, voru fylkíngar þeirra komnar inn á milli virkjanna og Danir og J>jóðverjar í einni þvögu; þó skaut hann um 90 skot, en skotin frá Broager buldu á honum, svo liann varð frá að hverfa. þiljurnar voru allar rák- aðar af skotum, og ein kúla gekk ofanum þilfarið og særði 11 manns. En innámilli virkjanna varð mikið mannfallPreussa, en þó helzt viðbrúarsporðinn og telja þeir lát sitt um 1200 manns dauða og sára (óvíga). Ilefir líklega verið nærhæfis um fallna og sára á báðar hliðar, en sigrinn og 3000 fáng- ar, virkin öll, sem um hafði verið barizt svo lánga stund, varð þeirra hlutskipti. Við allt þetta urðu menn hér sem höggdofa; í blöðunum reis upp tvídrægni, en ætlíngjar og vandamenn áttu um sárt að binda; kendu menn nú stjórninni um, að hún hefði látið skríða til skara, og í stað þess að láta bjarga hernum, meðan tími var, yfirá Als, áðren áhlaupið varð, og eptir að allir gátu séð, að öll von var horfin, þá hefði þeir gefið Preussum í hendr glæsilegan sigr yfir rústum virkjanna í Dyb- böl. Hermenn, sem frá Dybböl komu, luku og einum munni upp, að J>jóðverjar hefði í öllu haft yfirburði yfir Dani. Skotbyssur þeirra voru allar riflaðar og dróu á lángtum lengra færi, en Dana. J>egar Dybbölvirkin voru hlaðin fyrir nokkrum ár- um, kom enguin til hugar Ilroager, því þá voru engar byssur skapaðar, sem dróu á svo laungu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.