Þjóðólfur - 09.06.1864, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 09.06.1864, Blaðsíða 7
feri, og enda nú var Preussum lítið skeytt, þegar þeir í Febrúarmánuði tóku hæðir þessar; liand- byssur þjóðvei'ja voru og ailar nýar, eldnálabvssur (Zúndnadel), scm kallað er. þær eru hlaðnað að aptan með hagvirkni, og meðan Danir skjóta eitt skot, skytr hinn 5 af sinni byssu; þær getr og liggjandi maðr hlaðið. Af öllu þessu var eins og iierstjórnin hér liefði ekki vitað, þegar stríðið hófst. Hornaðaraðferð þjóðverja var og í marga staði ný eðr önnur en hér var kunn. þegar barizt er á víðavángi, hafa þeir riddarnlið og skotlið (Artillerie) hvað með öðru. þegar nú Iendir saman, hlevpa þeir skotliðinu fram, en þá skiptast hinir í hnapp (Garré) á rnóti, en jnfnharðan gjöra þeir hlið á, og nú er fallbyssum hleypt fram á rnilli og sprengi- kúlum hleypt á hnappinn; þegar hann nú riðlast, er riddaraliðinu lileypt á þá, og svo koll af kolli, og mistu þá Danir opt marga fánga á lítilli stundu. Einkum voru Austrríkismenn hvatir og leiknir í þessu. En er annað dæmi. þegar skotið er á virki í umsátrum, er vant að hlaða upp skotvirki, sem er bæði mannhætta og sést lángt að og hægt að hæfa eptir. I stað þessa grófu hinir fallbyss- Urnar niðr, svo byssukjaptarnir nema við yfirborð- inu, svo hinir vissu ekki fyren mökkr gaus upp á sléttum völlum, ún þess nokkuð missmíði sæist, eðr nokkuð væri til að hæfa eptir. Fall Dybböls og tjón Dana þar skaut hér ó- huga á menn, og telja menn þenna dag einn hinn mesta faraldrsdag í sögu Danmerkr. En á þvzka- landi helzt Preussen, flaug þetta sem fagnaðartíð- indi um allt ávængjum vindanna. Preussakonúngr fór jafnharðan með járnbrautinni norðr, til að heilsa Upp á her sinn á vígvellinum sjálfum, Slesvík- Holsteinar fögnuðu honum sem frelsisgjafa sínum, héldu ræður og stráðu blómstrum fyrir hann. Nú fór allr meginher Preussa norðr á Jót- land, þegar hann leystist úr þessum líma sem liann hafði í setið yfir Dybböl, og óðu nú yfir allt Jót- fand norðr að Limafirði, skiptu sér niðr á borg- hnar, lögðu ærið vista- og peníngagjald á menn. En Austrríkismenn bjuggust til að sitja um kast- ulann Friðricía. En í lok mánaðarins 28. Apríl yfirgáfu Danir kastalann bardagalaust, og létu eptir Jfir 200 fallbyssur og allmikið af púðri og her- húnaði. En Austrríkismenn héldu inn og hafa nú r>fið niðr virkin eðr sprengt í lopt upp, eg trúi 16 hvelfíngar, að menn segja meðpúðri því, sem Hanir höfðu eplir skilið. Hanir voru nú þannig hraktir frá meginland- inu eptir 3 mánaða bil frá því að stríðið fyrst hófst við Danavirki í byrjun Febrúarmánaðar. Á þessu bili hafa þeir látið 3 vígi: Ðanavirki, Dybböl og Friðricía með hér um bil 450 fallbyssum, 5000 fánga auk fallinna og sárra manna, og helmíng ríkisins í hershöndum, hertogadæmin og Jótland allt. Margir þykjast nú á eptir sjá, að stríðið hafi verið stofnað með rasandi ráði, og þetta hafi mátt fyrirsjá. Herbúnaðr allr hafi verið ónógr, liðs- munr of mikill, og skotfæramnnr ekki minni og allrar herkænsku; að smámþjóðum sé ófært að standa í styrjöldum, og ókleyft að kaupa þau nýu vopn, sem til þess þarf ef duga skal. Sem gisla fyrir gjaldi því, sem Preussar lögðu á Jóta, tóku þeir amtmenn og bæarstjóra, ef nokk- ur tregða varð á, og flnttu lil Rensborgar, og þar á meðal amtmann Trampe, sem við þekkjum, en hafa þó síðan gefið þessa latisa. þeir hafa og látið greipar sópa um búslóð manna þar til að fylla það, sem á vantaði gjaldið. llin eina von Dana er nú á sáttanefndinni í Lundúnum. En að ráðum Englendínga hafa stór- veldin fimm, hið þýzka samband, Danmörk og Sví- þjóð, sent þángað sinn fulltrúa hvert til að semja um frið. þann 9. Maí var samið fjögurra vikna vopnahlé með þúngbærum kostum fyrir Dani. Skyldi hver á meðan halda því sem hefði (uti pos- sidetis). Danir þar á móti nema af hergarð sinn (Blockade) á höfnum í norðr- og austrsjónum. En þetta var það eina band, sem þeir enn höfðu á þjóðverjum. þarámóti skyldu Preussar ogAustr- ríkiismenn í Jótlandi hætta öllu hernámi, lofa verzl- tin og póstgaungum aptr á að komast, og ekki leggja tálma fyrir atvinnu og samgatingum. Sama daginn og vopnahléð varð samið, varð sjóbardagi við eyna Ilelgoland milli þriggja danskra skipa (2 fregótur og I korvetta: Jótland, Niels Juul og Ileimdallr), og 2 Austrríkismanna (2 fregátur: Schwarzenberg og Radetsky), og 3 fallbyssubáta Preussa. Dönum veitti betr og var næstum jafn~ liða hér um 100 fallbyssur hvorumegin, og var áköf skothríði Eldr kom upp í Schwarzenberg og misti yfir 100 manns sára og dauða, en Ra- detsky um 30, og komst Schwarzenberg meðnauð undir land við Ilelgoland, en liin dönsku skip, scm höfðu látið um 60—70 manns, héldu norðr til Noregs. þetta varð Dönum hér nokkur fróun í öllum hinum fyrri vanhöldum. Hver friðr verði, veit enginn enn. Nú koma þær fiugufregnir, að Frakkland og England sö á sáttafundinum orðið ásátt, að Slésvík verði skipt, hún sameinuð Hol- stein og skilin frá Danmörku. Sumir hafa liaft á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.