Þjóðólfur - 29.08.1864, Page 6

Þjóðólfur - 29.08.1864, Page 6
— 170 — hér á fundi, þá var 5 manna nefnd kjörin til þess, að bera upp álit um það, hvernig skýlisbyggíng- unni skyldi haga, hvað mikillar fjárupphæðar þyrfti til þess, og hvernig fé yrði til þess fengið; voru ínefnd kosnir: SigurSr málari Guðmundsson, Jón Kristjánsson hreppstjóri í Skógarkoti, Ásgeir Ein- arsson alþíngismaðr, sira Jákob Guðmundsson og Ólafr dannebrogsmaðr á Sveinsstöðum. Daginn eptir kom nefnd þessi með álitsskjal sitt; var þar stúngið upp á að byggja krínglótta tópt úr múr- uðu grjóti, er tjalda mætti yfir í bráð, og var á- ætlað að byggíng sú, með öllu ertil þyrfti og bekkj- um að innan, mundi kosta 12—1500 rd. Var jafnframt stúngið upp á 3 manna nefnd til þess, að gángast fyrir samskotum til byggíngar þessarar um allt land. Útaf nefndaráliti þessu spunnust umræður nokkrar, og bar Gunnl. Blöndal upp þá breytíngaruppástúngu við nefndina: að útvega skyldi leyfi þeirra, er sjóðnum, sem nú væri til, hefði skotið saman, til þess að verja honum nú þegar til byggíngarinnar, að kjósa framkvæmdar- nefnd, er gengist fyrir að safna samskotum og til framkvæmdar byggíngunni, en byrja hana síðan þegar að vori (1865) með því fjármagni, er þá yrði fyrirhendi. Við þessa uppástúngu bar Ásgeir Einarsson aptr upp það breytíngaratkvæði, að fresta skyldi byggíngunni, þángaðtil safnaðirværi samtals 800 rd. að minsta kosti. þessi uppástúnga Ásgeirs var feld, en Gunnlaugs síðan samþykt með atkvæða- fjölda, og var uppástúnga nefndarinnar þarmeð á- litin fallin. 1 framkvæmdarnefnd þessa voru kosnir Bened. Sveinsson, J. Thoroddsen Og Halldór Frið- riksson, en Jón Kristjánsson og sira Símon Bech prófastr, er einnig voru kosnir, færðust undan að gánga í nefndina. þá urðu nokkrir fundarmenn til þess að skjóta saman fé þá þegar til byggíngar þessarar, urðu það samtals 24 rd., og tók Halldór I’riðriksson við þeim á fundi. Kandid. Sveinn Skúlason bar upp skriflega uppástúngu um það, að nú þegar væri farið að hugsa fyrir hæfilegri minníngu þess, að árið 1874 hefir ísland bygt verið í þúsund ár. Eptir nokkrar umræður og ýmsar tillögur um það, hvernig bezt mundi verða að Ieita almenns styrks hjá landsmönnum til þessa, var afráðið, að kjósa þriggja manna nefnd til að gángast fyrir tillögum og- samskotum fyrst um sinn með því móti, að nefnd sú ritaði áskorun um það til allra sýslu- manna og prófasta og annara yfirvalda. í nefnd voru kosnir: Benedikt Sveinsson, Halldór Frið- riksson og Sveinn Skúlason. Hið fjórða og síðasta mál, er hreift var á fundinum og hann tók til meðferðar, var fjár- kláðamálið; því hreifði fyrstr Benedikt yfir- dómari Sveinsson, og vék hann einkum máli sínu að nauðsyninni, er væri á að hafa nú fram samn- ínga til fjárskipta milli sjúkra eðr grunaðra héraða og hinna ósjúku, og stakk hann upp á, að kosin væri nefnd nú þegar til þess að koma sér niðr á uppástúngum til þessleiðis samnínga. þetta var samþykt, og voru til þess kosnir 5 menn að sunn- an og aðrir 5 að norðan. f>essi tíu-manna nefnd varð á einu máli um nauðsynina á að hreinsa nú í haust öll hin grunuðu héruð, að minsta kosti frá Botnsá og suðr til Hafnarfjarðar, nema Iíjalar- nes, ef þar reyndist engi grunsemd í haust fyrir samgaungur, afþví Kjalnesíngar gjöreyddu öllu kláðafé sínu þegar í fyrra og keyptu heilbrigðan stofn í staðinn. í annan stað varð nefnd þessi á einu máli um, að það yrði að gjöra fjáreigendun- um í grunuðu sveitunum hér syðra þau boð, er væri fyllilega áreiðanleg og svo aðgengileg, að þeim væri engi halli búinn af fjárskiptunum sjálf- um, heldr miklu fremr hagr, að sleptum öllum kostnaði og fyrirhöfn, er þeim væri búinn enn sem fyrri af því, að viðhalda hinum sjúka stofni sínum framvegis, láta skoða hann og lækna og hafa í vöktun, svo að eigi kæmi saman við annað fé. Norðlendíngar kváðu þá fyrstir upp þau boð, að sínu leyti, að svo framarlega sem allir búendrá kláðasvæðinu að minsta kosti milli Botnsár og Hafn- arfjarðar (nema Iíjalarnes) ynnist til að eyða fjár- stofni sínum tii niðrskurðar þegar í haust, og skuldbindi sig til þess einn með öðrum, þá skyldi þeir fá keypta hverja á vetrgamla og tvœvetra fyrjr fjóra ríkisdali og hvert haustlamb á 8—9 mörk. Norðlendíngar töldu víst, að Borgfirðíngar og Árnesíngar vildi að þeirra leyti gjöra téðum kláðasveitum kost á heilbrigðum stofni með sömu kostum og skilyrðum; tóku Borgfirðíngar því vei, og þorlákr hreppstjóri á Miðfelli taldi víst, að Ár- nesíngar mundu ekki skerast úr þeim samtökum eða selja sunnanmönnum fjárstofn með þýngri kostum. þá gjörðu Norðlendíngar enn kost á því, að þeir mundu taka gildan nokkurn hluta borgun- arinnar, meðfram peníngum, í ávísunum frá verzl- un Hendersons í Reykjavík til verzlunar hans á Grafarós, og jafnvel einnig að líða kláðasveitirnar um nokkurn hluta borgunar, að minsta kosti ár- lángt, ef sveitarforstjórar hér syðra setti fulltrygga

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.