Þjóðólfur - 12.09.1864, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.09.1864, Blaðsíða 3
— 179 hnossið í allri þessari landareign, ekki að eins firðirnir við Iíiel og Eckenförde heldr umfram allt Alssund og Listerdjiip að vestan, sem kvað vera fyrsta herskipalagi, sem til er í Austrsjónnm. Fyrir þennan feng er því ekki ofkeypt, þótt þeir hliðri til við Dani með fjárgjöldin, þeim er orðið þetta strið nógu þúngbært samt. jþað er og í orði, að nú eigi hér að sigla annan byr en fyr hefir verið sigldr til tjóns bæði land og lýð. Sumir tala enda um, að stórveldin þýzku ætli að taka Danmörk, sem nú er orðið minst konúngsríkjanna, undir vængi sér, til að verja við Skánúnga tilraunum hér. Danir eru reyndar enn ekki úrkulavonar um, að geta enn þokað eitthvað lítið til í norðrjaðri Slés- víkr og þeim verði lofað að halda nokkrum litlum skika; þó er sú von völt. Hinir kalla alla Slésvík fallna sér að réttum erfðalögum eptir að konúnga- skiptin urðu, og síðan Lundúnasáttmálinn varupp- hafinn, sem einn hélt saman alríkinu. Lauenborg eina telja þeir, að Danir láti af hendi og verðr þeim talið það sem þokkabót upp í stríðskostnað, því Lauenborg fékk Friðrik sjötti í endrbót fyrir Noreg, og hefir því það land með rétti og erfðnm sem Noreg áðr; en um hin hertogadæmin er ann- að má!. Eg vil ekki mæða yðr með öllu því mála- þrasi, sem hér hefir verið í ríkisráðinu með fyrir- spurnir o. s. frv.; þeir eru orðsælli í salnum, en þeir sé sigrsælir til á vígvellinum. Hér sjá og flestir, að engan annan kost var um að tala en þetta, eðr leggja landið allt í veð, og það var happ úr ó- happi að taka friðinn betr seint en aldrei, meðan flotinn var heill og landið ekki uppurið. Hér er og fullr doði á mönnum og fáum kemr til hugar að sækja þetta lengr. Fólk er hér léttlynt og gleymir fljótt raunum sínum, hefir heldr aldrei verið alhuga í þessu stríði. Prússakonúngr er nú í Yínarborg, og er þar nú orðið mesta vinfengi á milli stórveldanna, sem líklegt er að sjáist í fleiru, en þessu danska máli, í hinum nýu tillögum, sem lengi hetir verið um teflt, en sem nú lýtr út, að falli í ljúfa löð. Mið- í'íkin ein eru óánægð, ef hertoganum af August- enborg verðr ekki sint, en þó lýtr út sem Bayern dragi sig útúr og í straum stórveldanna. Frá styrjöldinni í Ameríku segi eg yðr ekki neitt nú; eg geymi mér það til næsta biaðs; það citt er þó þaðan, að Norðrfylkjunum hefir gengið erfitt, og er nú tvísýni á, hvort þau muni vinna bug á hinum. En hvað um gildir, þá er vonandi að þeim ósköpum linni bráðum, og verði sætt ef ekki verðr sigr. Hingað til Kaupmannahafnar er nú bráðlega von á prinsinum af Wales og konu hans í o.rlof til foreldra sinna hér. þessa dagana var hér og krónprinsinn af Ítalíu, en hitti hér illa á. |>á dagana var húðaregn og stormr svo engum var úti vært. Menn búast hér við, að rikisráðinu verði bráð- um slitið. En hver umbreytíng verðr hér nú á stjórn í ríkismálum er enn óvíst, og verðr að semja um það á ný. Ríkisdagrinn heíir áðr af- salað sér vald í þeim málum, en ráðgjafarnir hafa lofað að fara lögskipaðan veg i því máli, og ekki einsetja þetta neitt. Menn ráða í, að »Folke- thinget« eigi að verða sem áðr var það, en hafa kosníngarnar til landsþíngsins öðruvísi, svo það verðr rétt nefnt höfðíngjaþíng, og konúngsveldið fastara en verið hefir um stund í Danmörku. — Embættispróf frá prestaskólanum í Júní 1864. Jón Hjaltalín með fyrstu aðaleirikunn. Við hið skriflega próf voru ritgjörðaefnin þessi: Trúarfrœði: að bera saman kenníngu lúterskra cg katólskra um sakramentin, og sérílagi um alt- arissakramentið. Siðafrœði: að útlista eðli og siðferðislegt gildi heiðrsins og skyldu mannsins í tilliti heiðurs sjálfs sín og annara. Biflíuþýðíng: 1. Iíor. 8, 1.—7. Rœðutexti: Sálm. 103, 13.—18. (Í7m það, ef Alþíngiskjörþíngin 1864 verða haldin í ótíma). (Niðrlag). En að draga kjörþíngin framundir vetrnætr og fram í/miðjan Nóvbr., það er sama og að útiloka allan þorra kjósendanna í kjördæm- inu frá að komast á kjörþíngið, og að greiða at- kvæði. Löggjafinn hefir ákveðið, að kosníngarnar skuli vcra afgengnar alstaðar fyrirlok Septembers, og heflr hann með þeirri ákvörðun gjört öllum kjósendum sem liægast að neyta kosníngarréttar síns; við þessa auðsénu grundvallarreglu löggjaf- ans sjálfs verða kjörstjórar og aðrir valdstjórnar- menn, sem eiga hlut að máli, að álítast bundnir svo, að þeir ekki fresti kjörþíngunum ófyrirsynju og ákveði þau síðan um þann tíma árs, er kjós- endr eiga ekki nema um þá tvo kosti að kjósa, annaðhvort að verða af kosníngarrétti sínum eða að leggja talsvert í sölurnar til þess að sækja kjör- þíngið og neyta hans. þetta er svo gagnstætt til- ætlun löggjafans, er kosníngarréttrinn var svo veru-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.