Þjóðólfur - 12.09.1864, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 12.09.1864, Blaðsíða 5
— 181 lifa 10 þeirra og öll hin mannvænlegustu; eitt þeirra er Erlendr lireppstjóri á Breiðabólstöðum á Álptanesi. — í Maímán. f. á. (1863) deyði að heimili sínu í kauptúninu Ballum í Slésvík kaup- maðrinn Christian Lemann Gram, rúmt 50 ára að aldri; þykir rétt að geta hér láts hans, því hann hafði rekið lausakaupmanns verzlun hér á landi um rúm 30 ár í samfellu, bæði sunnanlands og vestanlands, og reyndist jafnan hinn áreiðanlegasti kaupmaðr í öllum viðskiptum og liinn vinsælasti. — 1. dag Okt. f. á. andaðist að Geirakoti í Fróðár- sókn bóndinn Ólafr Nikulásson, 67 ára gamall, er lengi bjó að Fróðá og var um tíma breppstjóri í Neshrepp innan Ennis, »vandaðr dánumaðr, öllum er hann þektu að góðu kunnr, ekki að eins sveit- arfélagi sínu, er hann allan sinn aldr hafði heið- arlega styrkt, heldr og fjölda manna utan héraðs, er notið hafa hans frábæru gestrisni og greiða meðan hann bjó að Fróðá, sem er i þjóðgötu, og liús hans stóðu jafnan öllum opin. J»ví miðr skortir hér helztu æfiatriði þessa heiðursverða manns. — I öndverðum Okt. f. á., Lárus, bóndi í Mörtúngu á Síðu, Stefánsson stúdents á Selkoli undir Eya- fjöllum, Ólafssonar gullsmiðs í Selkoti Jónssonar, ísleifssonar; en kona Ólafs í Selkoti og móðir Ste- fáns stúdenls var Guðlaug Stefánsdótlir Einarssonar prests að Laufási og Jórunar Steinsdóttur biskups Jónssonar á Ilólum, og var sira Stefán seinni maðr hennar. Lárus heitinn var að eins 49 ára að aldri, dugnaðarmaðr og heiðrvirðr í alla staði; hann kvongaðist Ragnhildi Einarsdóttur hreppstjóra Ein- arssonar á Mörtúngu og Guðrúnar Oddsdóttur, og er Ragnhildr dáin fyrir nokkuð mörgum árum; þau eiga 5 börn á lífl. — 16. s. mán., Jón Jóns- son, bóndi á Heiðarseli eðr Norðr-IIeiði á Siðu, Jónssonar (*J- 1835) í Illíð í Skaptáríúngu, Jóns- sonar í Arnardrángi, Jónssonar bónda í Eystri-Dal Eyólfssonar; en móðir Jóns í lleiðarseli er Ragn- hildr Gísladóttir þorsteinssonar kóngsjarðalénshald- ara á Geirlandi, Salómonssonar; hún lifir enn og komin hátt á níræðisaldr. Jón í Ileiðarseli var var 61 árs, fæddr 1802, og var hann mesti dugnaðar-og sómamaðr með allt. Ilann kvongaðist 1823 Ólöfu Sveinsdóttur Steingrímssonar í Skál, bróðursira Jóns i Hruna. þeim Jóni varð 12 barna auðið, lifa enn 7 þeirra öll uppkomin og mannvænleg. — 17. Okt. f. árs andaðist merkisbóndinn Jón Sigurðsson að Lækjamóti í Yíðidal, rúmra 55 ára að aldri, fæddr 13. Október 1803, foreldrar hans voru Sigurðr sál. þórarinsson, er lengi bjó að Yaldarási ( sömu sveit og Málfríðr Jónsdóltir Pálssonar frá Hvammi í Vatnsdal. Árið 1831 giptist Jón sál. Sigurðsson eptirlifandi konu sinni Steinvöru Skúladóttur stú- dents þórðarsonar að Stóruborg og Kristínar Jóns- dóttur Pálssonar frá Hvammi, og reisti bú að Stóruborg sama ár, en fluttist að eignarjörð sinni Lækjamóti vorið 1833, hvar hann síðan bjó til dauðadags og bælti og prýddi þessa jörð sína að húsum, túnasiéttun og girðíngum. Með konu sinni eignaðist hann 11 börn, dóu 7 þeirra úng, en 4 lifa, 2 gipt og 2 ógipt, öll mannvænleg. Jón sál. var tvisvar hreppstjóri í Víðidal, en varð að sleppa hreppstjórn í seinna sinni vegna heilsulasleika; sigldi hann þá til Kaupmannahafnar til að leita sér læknínga, og kom út aptr ári síðar; hafði hann góða heilsu nokkur ár eptir það, en fór þá að kenna sama meins aptr, sem loks leiddi hann til bana. Jón sál. var fjör- og þrekmaðr, glaðlyndr og skemtinn, en þó stiltr, ástríkr og umhyggju- samr ektamaki og faðir, vinsæll og velmetinn, gest- risinn og hjálpfús, er hans var leitað og einhvers þurfti við, og vildi frama og sóma sveitar sinnar, enda var hann ráðdeildar og auðnumaðr og talinn meðal beztu búmanna í Ilúnavatnssýslu. — 20. dag Októbermán. f. á. andaðist á Öndverðarnesi í Ingjaldshólssókn bóndinn Gísli Einarsson á 74. aldrsári. Hann var ættaðr af Suðrlandi og þar uppalinn, en mun hafa búið allan sinn búskap á Yestrlandi, fvrst í Mýrasýslu, því næst í Breiðuvík og síðast á Öndverðarnesi í 27 ár; sú jörð var í eyði, er hann kom þángað. »Gísli heitinn var í mörgum greinum merkr maðr; með dugnaði, spar- semi og reglusemi hafði hann komizt svo áfram, að hann, þótt hann í fyrstu væri bláfátækr, á síð- ari búskaparárum sínum var orðinn auðmaðr, eptir því sem hér er kallað. Af náttúrunni var hann gæddr góðum gáfum og greind á mörgum hlut- um; hann þótti bera gott skyn á lækm'ngar og hepnuðust þær opt vel. Ilann var maðr tryggr og vinfastr, umhyggjusamr fyrir velferð, ekki að eins þeirra, serri honum voru nánastir, konu og barna, heldr og nágranna sinna, sem hann styrkti með mörgu móti og hvatti ávalt til iðju og atorku. Öndverðarnes hefir og borið þess Ijósan vott, hvað dugnaðr og reglusemi megnar til góðs, því meðan Gísli var uppi, leiðst þar ekki hinn mikli ómensku- lifnaðr, sem tíðkast í sumum öðrum veiðistöðum, enda hafa þurrabúðarmenn á Öndverðarnesi jafnan verið sjálfum sér bjargandi framar en aðrir þurra- búðarmenn hér við sjóinn (undir Jökli). Gísli sál. var eingiptr og lifði í hjónabandi í 46 ár; eign- uðust þau hjón 13börn, hvar af að eins 41ifa«.—

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.