Þjóðólfur - 12.09.1864, Síða 4

Þjóðólfur - 12.09.1864, Síða 4
180 — lega rýmkaðr með hinum nýu kosníngarlögum 6. Jan. 1857, að um það þarf engum orðum að fara. Eptir því sem vér höfum sannspurt, hafanokkrir kjörstjórar afráðið nú þegar, t. d. í Barðastrandar- og Borgarfjarðarsýslu, að ákveða þar ekki kjörþíng fyren að vori komanda, milli vertíðarloka og far- daga, af því þarkvað eigi hafa orðiðkomið við að hafa allar kjörskrár svo snemmbúnar og algjörðar, að kjörþíngin gæti orðið svo öndverðlega í haust, að þau mætti verða á hentugum tíma fyrir kjós- endrna. Úr því nú svo er komið í sumum kjör- dæmum, að þar verðr hvort eð er að bregða útaf ákvörðunum laganna, þ. e. September-kosníngun- um, eða sem öndverðast í Október, þá er auðsætt, að þau afbrigðin eru miklu eðlilegri og réttari, er gjöra sem flestum kjósendunum kost á að neyta réttar síns eptir sem áðr, heldren liin, er útiloka kjósendrna frá því og meina þeim það nema með afarkostum; en svona fer þó í hverju því kjör- dæmi, þarsem kjörþíngin verða ekki fyren um síðari hluta Októbermánaðar eðr seinna á vetrinum. Vér leyfum oss, vegna alls almenníngs aðleiða eindregið athygli bæði kjörstjóranna og amtmanna að þessu atriði, og hvort ekki er full nauðsyn til að amtmennirnir legði nú þegar fyrir alla sýslu- menn, með almennu umburðarbréfi, að hvar sem kjörþíngið geti eigi verið um garð gengið fyrir 9. Okt. þ. árs, þar skuli því algjörlega frestað til næst- komandi vors, til síðari helftar Maímánaðar 1865. Spurníng. (Aílsend). — „pjóí)61fr“ og „Is'leTidíi)gr“ hafa stúngil) npp á þíng- mónnnm í hverja sýsln; margt af því fer optir, þaí> sannast, altend í Arnes- og Skagafjaríiarsýsln. J>á dettr mór nú í hng at) spyrja: hverja ætlit) þií) konúnginum? þrír ern sjálf- sagðir: biskupinn, prúfessorinn, laudlæknirinn. En þá vantar hann aþra þrjá, hverir skulu þar? Heimskr maþr gefr skjótan úrskurí), fyrst er A r n i laudfógeti, þá S m i th sýslum. í Norþr- múlas., og hinri þrií)i annaþhvort sýslum. Arni Gíslason eþa sýslum. Herm Jónsson; Smith talar íslenzku eins og hver okkar, og allir eru þeir heiþvirþir dugandis embættismenn. — Mannnlát og slysfarir. 15. Júlí 1863 and- aðist að Minna-Iínaranesi á Vatnleysuströnd merk- isbóndinn Oísli Gíslcison, 69 ára gamall. Hann var fæddr ár 1794 að Illíð á Álptanesi og lifa þar í sveit flestir ættíngjar hans. En árið 1828, 30. Desember, giptist hann ekkjunni íngibjörgu Sig- urðardóttur á Minna-Iínaranesi (alsystur Sigurðar stúdents Sivertsens á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka), og bjó þar síðan til dauðadags með þessari konu sinni, sem nú í hárri elli annað sinn er orðin ekkja. Með henni átti hann eitt efnilegt barn, sem dó vofeiflega í æsku. Einn son átti hann og sem nú býr á Minna-Knararnesi. Hreppstjóri var Gísli heitinn í Vatnsleysustrandarhreppi samfleytt í 10 ár. »Hann var einstakr maðr að ráðvendni og stillíngu og svo orðvar og fámálugr, að lengi mun í minnum haft. Skynsamr var hann og vel að sér, stakr iðjumaðr og hinn mesti og liprasti sjósókn- ari og fiskimaðr til síðustu ára. Hann sýndi yfir höfuð í öllu lífi sínu, að hann hafði tekið sér þá föstu reglu, að koma sem óvíðast við og hvergi að óþörfu, til þess því betr að geta leyst af hendi verk sinnar köllunar. Hann var friðsamr og góðr maki, og reyndist sem góðr faðir stjúpbörnum sín- um eins og syni sínum«. — 6. dag Marzmán. f. á. (1863) andaðist að Máfahlíð í Snæfellsnessýslu merkisbóndinn Ólafr Biarnas., Bogasonar í Ilrapps- ey, fæddr á Brimilsvöllum 1794, og þar uppaiinn unz hann, 23 ára, fór suðr i Kolbeinsstaðabrepp í Mýrasýslu, hvar hann kvongaðist ári síðar og bjó á ýmsum stö.ðum, þángað til vorið 1856 að hann flutti að Máfahlíð, þar hann bjó til dauðadags. »Ó- lafr sál. Bjarnason var í öllum greinum sómi stéttar sinnar og prýði sveitarfélags síns, því hann var guðhræddr og siðprúðr, hjartagóðr, hreinskiiinn, þýðr í umgengni og hjálparfús nauðstöddum ; hann var fjörmaðr mikill og glaðlyndr, hinn mesti gest- risnismaðr og manna beztr og viðfeldnastr heima að hitta, eins og hann hversdagslega var hinn hý- býlaprúðasti; hann var maðr vel að séroggreindr og unni vísindum og fróðleik, en þþ búsýslumaðr og búhöldr góðr. I hjónabandi lifði hann með sinni eptirlifandi konu í 45 ár; var sambúð þeirra hin bezta; 4 barna varð þoim hjónum auðið og lifa 2 þeirra. Lengi mun Ólafs sál. að góðu verða getið af öllum þeim, er þektu hann og vandskipað það skarð, sem orðiðervið fráfall hansa1. — Er- lendr Bergsson bóndi á Gröf í Grímsnesi, er drukkn- aði í Brúará 19. Marz f. á. (sbr. 15. ár þjóðólfs 143. bls.), var fæddr þar að Gröf, 8. Febr. 1802, og hafði því allan aldr sinn alið þar á sama bæ. Hann kvongaðist á 22. ári Guðleifu Jónsdótt- ur (Jónssonar frá lljálmstöðum í Laugardal) og andaðist hún 9. Júlí þ. árs 62 ára að aldri, eptir 40 ára ástríka sambúð, og var hún »sómiog stytta stéttar sinnar og sannkölluð fyrirmynd annara, jafnt að ráðdeild og dugnáði, guðhræðslu og góðum sið- um«. þeim hjónum varð samtals 15 barna auðið, 1) Til íifsiikunar því, hvat) lengi heflr dregizt, aí) geta frá- falls þessa merkismanns skal þess getiþ, af) ættmenn hans hofþa í hyggju, ab láta birtast á prenti erflljóí) eptir hann og þar meí> fylgjandi æfiágrip, eflaust fullkomnara eu hiír er kostr, eiula mun því þá ekki á sínum tíma of aukib fyrir línum þessum. Höf.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.