Þjóðólfur - 17.05.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.05.1865, Blaðsíða 2
108 — lenzku kollektu á öldinni sem leið og að eins hefir breytt nafni, — hafi við árslokin 1799 verið að hæð 50,094 rd. 85 sk. í dönskum kúranti. 2. Viðvíkjandi hinum svonefnda mjölbótasjóði. Minnilduti nefndarinnar vill, að sjóðr þessi verði greiddr íslandi með 7500 rd., en á það hafa hinir aðrir nefndarmenn eigi getað fallizt; minnihlut- inn 2 vegna þess, að hann álítr, að landið eigi enga heimtíngu á því, og minni hlulinn 1 vegna þess, að jafngildi þessa fjár sé innifalið í hinu árlega tillagi, er eptir hans uppástúngu ætti til íslands að greiða (sbr. viðvíkjandi þessum sjóði athugagr. við fjárlagafrumvarp fyrir árið 18G5 — 6G, bls. 149). 3. Viðvíkjandi telcjum Islands. Nefndin er öll á einu máli um það, að allar þær tekjugreinir, sem nú eru tahlar sem íslenzkar tekjur, skuli eplir- leiðis renna í sjóð Islands. Meirihluti einn í nefndinni álítr, að bæta eigi íslandi upp tekjur þessar, að svo miklu leyti þær yrði af teknar með lögum, er aðrir hefði sett en löggjafarvaldið á ís- landi sjálfu, samt að fjárforræði það, er Alþíngi verði veitt, eigi að ná bæði yfir tekjur af óseldum konúngsjörðum á íslandi, yfir andvirði seldrajarða sem eigi er til skila komið, svo og yfir alla bein- línis og óbeinlínis skatta og álögur, þær, er nú sem stcndr eru lagðar á ísland og íslenzka verzlun, eðr síðarmeir kunna að verða lagðar á. En aptr vill minnihluti nokkur, að fjárforræði íslands yfir tekjum landsins skuli eptirleiðis þannig verða á- kveðið, að það nái yfir alla beina skatta og gjöld, sömuleiðis yfir alll það, sem hinar óbeinlínis skatta tekjur gæti náð til, stim^ilagjöld og öll innlend neyzlugjöld, nema að fráteknu gjaldi af brennivíni. 4. Víðvíkjandi útgjöldurn Islands. Eptirsam- liljóða áliti allra nefndarmanna, eiga allar þær út- gjaldagreinir sem snerta ísland sérstakiega, t. a. m. allt alþíngisfyrirkomulag, öll fjárhagsmálefni (þar með talið allt sem við kemr eptirlaunum), öll stjórnarframkvæmd innanlands, dómaskipun og málarekstr, læknaskipun, hegníngar sakamanna og hegníngarhús, hin andlegastétl, skólamálefni, og í stuttu máli öll þau málefni, sem í lögum konúngs- ríkisins eru tiltekin að skuli vera sérstök fyrir Danmörku: öll þessi mál skulu vera undir íslenzk- um lögum og lofum og kostnaðr til þcirra gjald- ast af sérslaklegum tekjum íslands. |>rír af nefnd- armönnum voru einnig á því, að hér með ætti að telja útgjöldin til Islands stjórnar í Kaupmanna- höfn, þó eptir álili tveggja þeirra þannig, að út- gjöld þessi bæri að greiða úr fjárhirzlu konúngs- ríkisins á meðan ísland hefði tillag þaðan um til- tekið árabil (eins og minnihlutinn nr. 2 hafði stúngið uppá), en að ísland skyldi síðan taka við þeim kostnaði, og gjalda hann fyrsta árið aðfjórð- úngi, annað árið að helmíngi, þriðja árið að þrem hlutum, fjórða árið og þar á eplir að ölltt leyti; en þriði nefndarmaðrinn í þessum meirahluta bætli því skilyrði við, að áðrnefnd stjórn yrði sett eptir samkomulagi konúngs og Alþíngis. Minni- hluti nefndarmanna álítr, að útgjöld þessi eigi að vera íslandi óviðkomandi, alla þá stund sem ís- lands stjórn sé í höndum stjórnarráðsins í kon- úngsríkinu. 5. Viðvíkjandi gufuslcipsferðum. — Einn minni- hluti nefndar hyggr, að gufuskipsferðir milli Is- lands og Danmerkr eigi ekki að telja Islandi til útgjalda. Annar minnihluti stíngr uppá, að kostn- aðinn til þeirraferða skuli greiðaáþann hátt, sem hinir tveir nefndarmenn meiri hlutans (í nr. 4 hér að framan) hafa viljað láta greiða stjórnarkostnað- inn. þriði minnihlutinn vill, að Alþíngi sé geymdr réttr til alkvæða um fyrirkomulag þessa máls. 6. Viðvíkjandi reíicníngsfœrslu landsins. Minni liluti nokkur stíngr uppá, að fjárreikníngar kon- úngsveldisins, er semja skal svo og auglýsa, að allir geti séð sem vilja, verði einnig að Islands leyti eptirleiðis sendir til cndrskoðunar þeim mönn- um, sem kosnir eru til að rannsaka ríkisreiknínga í Danmörku. 7. Viðvíkjandi sameiginlegum ríkis- nauðsynjum. Nefndin er öll á því, að íslandi sé skylt að gjalda nokkurt fé til almennra ríkisþarfa, og meirihlutinn hyggr, að almennar ríkisþarfir sé þær, sem í grundvallarlögunum eru því nafni nefnd- ar. Einn minnihluti álítr, að frarn á slíka skuld- bindíngu eigi ekki að fara (hvað ísland snerti); annar minni hluti, að það eigi að fullnægja þess- ari skuldbindíngu eptir þeim reglum er síðar verði settar, og enn minnihlutinn 3.1 fer því frarn, að frá þeim tíma að farið er að gjalda íslandi árstil- lag það sem hann hefir stúngið uppá, þá eigi ís- land aptr á móli að gjalda til almennra ríkisþarfa fastákveðna upphæð á ári hverju með 20,000 rd. 8. Viðvíkjandi tilhögun (formi) á samlcomu- lagi um fjáraðskilnaðinn, o. s. frv. Nefndin er öll á einu máli um það, að samn- íngrinn um fjárskiptin verði hafðr í því formi, er með sér beri, að hann standi stöðugr og óhagg- andi, og stakk meirihluti nefndarmanna uppá því, að fjárupphæð sú, er íslandi yrði veitt svo sem 1) Jóu Sigurfcsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.