Þjóðólfur - 17.05.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.05.1865, Blaðsíða 3
— 109 — ævarandi liilaga, yrði sett sem ríkisskuld er skuld- heimtumaðr eigi gæli sagtiausri, og að þess vegna J'rði gefln út óuppsegjanleg ríkisskuldabref fyrir þeirri fjárupphæð. Að lyktum gjörir nefndin ráð fyrir, að jafn- snart sem ráðstafanir þær og fyrirkomulag, sem nú hefir verið áminzt, er komið í kríng, þáhljóti 119111000110 aðskilnaðr að verða á fjárhag Danmerkr og íslands — með þeim undantekníngum er liggi í hlutarins eðli —, að löggjafarvaldið í Danmörku hætti upp þaðan í frá að hafa nokkur afskipti af fjárhagsmálum og lagasetníngu íslands, og að upp frá því hætti öllum reikníngum og skuldakröfum, er leiða af fyrverandi fjárhags-sambúð landa þessara. Eptir að nefndin hafði borið upp álit sitt um málið, hefir lögstjórnarráðið og fjárstjórnarráðið ritazt á um þetta málefni. Bæði þessi stjórnarráð hafa orðið samdóma nefndinni í því, að æskilegt væri að fjárhagsaðskilnaðr yrði gjörðr milli Islands og konúngsríkisins, eins og líka stjórnarráð þessi eru á sama máli sem meiri hluti nefndarinnar við- víkjandi spurníngunni í nr. 1 og nr. 2 (hér næst að framan), um að standa skil á slyrktarsjóði ís- lands og mjölbótafénu. En hvað aðalatriði þessa máls snertir, nefnilega upphæðina á tillagi því, er fjárhirzla konúngsríkisins ætti að svara til stjórn- arkostnaðar fslands, þá áleit lögsljórnarráðið hina áðrnefndu uppástúngu minni hlutans — eptir hverri ríkisfjárhirzlan ætli að veita íslandi 29,500 rd., scm æfinlegt fast árgjald, og 12,500 rd.um tOára bil, en draga síðan af þessu síðarnefnda 500 rd. ári, þar til það hyrfi að öllu — bezt lagaða til þess að byggja á henni meðferð þessa máls. Fjárstjórnarráðið hefir að sönnu viðrkent, að þegar fjárskilnaðrinn komist á, þá verði ísland að fá árlegan fjárstyrk, þángað til að fjárhagr þess sé kominn í það liorf, að það geti án verið þessa styrks, eða jafnvel látið nokkuð af hendi rakna til almennra ríkisþarfa, og að þessi fjárstyrkr verði fast ákveðinn um tiltekið árabil. En eptir ætlun fjárstjórnarráðsins er uppástúngan um fast ákveðið árstillag eitt skipti fyrir öll, og jafnframt því annað tillag um nokkur ár er síðan fari mínkandi, ekki aðgengileg, heldr er það álit stjórnarráðsins, að tillag þetta veröi ákveðið um tiltekinn tíma, er þó eigi mætti vera lengri en í mesta lagi 12 ár, og að upphæð þessa tillags, samkvæmt uppástúngu fögstjórnarráðsins yrði ákveðið lil 42000 rd. um ár hvert, en þegar þau 12 ár væri liðin, þá skyldi með lögum ákveða hversu mikið þctta fjártillag síðan skyldi vera. Hvorttveggja stjórnarráðið hefir orðið nefnd- inni samdóma um það, að allar þær tekjur, sem híngað til hafa verið taldar og tilfærðar í fjárhags- áætlun íslands, skuli eptirleiðis verða taldar fslandi sem sérstaklegar tekjur þess, og sömuleiðis hafa téð stjórnarráð fallizt á þá uppástúngu meiri hluta nefndarinnar, að hið sama skyldi eiga sér stað um allar þær tekjugreinir, er yrði hafðar fram á ís- landi, þegar fram liði stundir. Hvað útgjalda- greinir þær snertir, er ísland tekr að sér, þegar fjárskilnaðrinn verðr, hafa bæði stjórnarráðin fall- izt á hina framangreindu uppástúngu nefndarinnar í 4. tölul. fyrstu málsgrein, og þar að auki hefir fjárstjórnarráðið — með því fororði að gengið yrði að hinni áðrgreindu uppástúngu þess um, að til- lagið einúngis yrði ákveðið um nokkuð fá ein- skorðuð ár — ekki fundið að því, þó að stjórn- arkostnaðr íslands í höfuðborginni (Kaupmanna- liöfn) yrði um hið sama árabil greiddr af fjárhirzlu konúngsríkisins, og heldr ekki að því, að kostnaðr sá, sem leiðir af gufuskipsferðum milli landanna um hið sama límabil, verði eigi talinn íslandi til útgjalda. (Aðsent). Frá því að Alþíngi liófst á ný, hefir sú venjavíð- ast hvar komizt á, eptir því sem þjóðlegr andi hefir vaknað meir og meir hjá landsmönnum, að halda fundi í héraði hverju, áðren Alþíngismenn hafa farið til þíngs, en sumstaðar hafa slíkir fundir verið haldnir árlega. Á þessum fnndum liafa menn bæði rætt ýms málefni, sem héraðið hefir varðað sérstaklega, og líka alþjóðleg málefni, er þeirhafa sent um bænarskrár til Alþíngis. Á funduin þess- um liafa eins og kunnugt er, verið gjörð mörg nytsamleg samtök til verzlunar og búbóta, og marg- ar nytsamar bænarskrár hafa komið frá þeim til Alþíngis. En auk þessa er ekkert betra til að glæða og viðhalda þjóðlegum anda, og halda við hjá Iandsmönnum vakandi áhuga á þörfum sínum og velferðarmálefnum, en slíkir fundir, og ætti þeir því að vera sem ílestir og tíðastir. það er eptirtekta vert, að í þessu héraði, Iijalnesþíngi, sem bæði er eilthvert hið þéltbygðasta og fjöl- bygðasta á landinu, og sem höfuðborg landsins liggr í, en sem undireins er svo auðvelt yfirferðar til samfunda í samanburði við mörg önnur héruð, hefir annaðhvort mjög sjaldan eða aldrei verið hald- inn almennr héraðsfundr. það gegnir allri furðu, að í þcssu héraði, sem flestir embættismenn og bókmentamcnn landsins eru komnir saman í, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.