Þjóðólfur - 16.09.1865, Side 4

Þjóðólfur - 16.09.1865, Side 4
sem öll kne á himni og jörðu eiga að begja sig fyrir; hann getr ekki haflð sighærra, en tilhinna fátæklegu og auðvirðilegu hugmynda, sem gyðíng- legir villukennendr fluttu með sér frá gyðíngatrúnni á fyrstu öldum, og sem, eins og Origines segir, voru kallaðir Ebionitar1 sökum fátæklegrar og auð- virðilegrar skoðunar, sem þeir höfðu á Iíristi. M. E. getr ekki einu sinni komizteins lángt ogFaust- us Socinus og lærisveinar hans, villuflokkr Soci- niana, sem segja: aðKristr eptir upprisuna og að afloknu verki sínu, hafi verið hafinn til guðlegrar tignar, og gjörðr að guði, og kenna að hannmegi tilbiðja eins og guð; því þó í því sé reyndar lítil samkvæmni að neita guðdómi Iírists, en veitahon- um þó allt að einu guðlega tilbeiðslu, þá virðist þó einhver trúarneisti meiri en fmnst hjá M. E. að hafa komið Faustusi Sociniusi til þessarar ó- samkvæmni. í þrenníngarlærdóminum og lærdóm- inum um friðþægínguna er M. E. aptr fullkominn lærisveinn Sojciniana, og hefir sótt alla speki sína í vantrú þeirra. Ilann er, eins og þeir, rótfastir í gyðínglegum hugmyndum um hina æðstu veru, og neitar lærdóminum um 3 persónur í einni guð- legri veru, og segir bls. 88., »að guð hafi aldrei verið og verði aldrei einn guð í 3 persónum,heldr að eins ein ósýnileg andleg vera«. M. E. út- listar ekki nákvæmar þessa kenníngu sína, en af öllum anda ritlíngsins má ráða, að hann eins og Socinianar og hinirfornu Monarchianar ímyndar sér, að lærdómrinn um 3 persónur brjóti niðr trúna á einn guð, af því hann getr ekki, fremr en þeir, hugsað útí leyndardóm þrenníngarinnar nema í hjúpi líkamlegra hugmynda, og ekki lagt æðri mælikvarða á guðlega veru en takmarkaðan mæli- kvarða tíma og rúms, eins og hann heldr ekki getr hugsað sér að guðdómlegt eðli geti samein- azt mannlegu eðli, og neitar því guðdómi Krists og holdtekju, og segir bls. 89., »að engi lærdómr geti verið falskari og vitlausari en sá, að guð hafi orðið maðr«. Á sama hátt fer M. E. i frið- þægíngarlærdóminum; lærdómrinn um krossdauða Krists er honum hneyksli eins og hinum eldri og ýngri gyðínglegu trúarvillumönnum. Athugasemdir höfundarins um þetta efni bls. 27—75. eru hinn aumasti og auðvirðilegasti hugarburðr holdlegs hyggjuvits, og að efni og inntaki ekki annað en lúaleg ítrekun trúarvillu Sociniana, en borin fram í miklu óþokkalegri og ósvífnari búníngi; þvíþegar höfundrinn lýsir meðalgángara starfsemi lausnar- ans eins og mángaraþjónustu, og friðþægingu hans 1) Ebreska ortiit) „Ebion“ nierkir fátækh'ngr. eins og »kaupmála milli föður og sonar«, þá er þessi lýsíng ekki að eins vottr um hið óskiljan- legasta skilníngsleysi höfundarins í trúarefnum, heldr lýsir hún miklti meira virðíngarleysi fyrir hinum helga levndardómi, heldr en nokkur læri- sveinn F. Socinusar hefir sýnt áðr. (Framh. síðar). FRÉTTIR FRÁ ÚTLÖNDUM, Khöfn 30. ágúst 1865. Eptir lángt þref og þjark og heitíngar, hefir gengið saman með Prússum og Austrríkismönnum, og befir þeim nú svo samizt um skipun á hag hertogadæmanna, að Prússar kaupa að Austrríkis- mönnum sameignarrétt þeirra til Láenborgar fyrir hálfu 3 millíón dala. Austrríkismenn eiga að hafa yfirstjórn á Holsetalandi, Prússar í Slésvík; Iíílar- höfn sé á Prússavaldi Rendsborg á að verða ein af föstum borgum þýzka sambandsins; tveir þjóðvegir skulu I’rússum heimilir um þvert Holsetaland; þeim sé og leyft að grafa sluirð þann, sem til er ætlað að tengi Eystrasalt við Yestrhaf, hvar sem bezt hentar. Mjög þúnglega hefir mælzt fyrir þess- um samníngi alstaðar í útlöndum, og menn hugga sig við það, að ekki geti lengi að svo búnu staðið vinfengi þeirra bandamanna, þeir muni rekast brátt í bága, þótt þeir hafi viljað sneiða hjá því, með því að stýra sínu hertogadæmanna hvor. Margir ætla, að Frakkastjórn geti og ekki leitt hjá sér slíka skipun á hag þjóða, sem hér er gjörð, og kom upp sá kvittr, að Frakkar og Englendíngar hefði í sameiníngu lagt bann við samníngi þeim, er I’rússar og Austrríkismenn höfðu gjört með sér í Gastein um landaskiptin og skipun á stjórnlier- togadæmanna. — Með Englendíngum og Frökkum er um þessar mundir næsta ástúðlegt. Englend- íngar sendu í miðjurn Ágúst allmikinn flotaafjárn- börðum yfir til Cherbourg og Brest, svo sem í kynnisför til Frakka vina sinna, og ætla Frakkar nú um þessar mundir að vitja vina sinna á móti; hefir á margan hátt verið mælt fagrlega fyrir því, að full vinátta og bróðerni mætti standa milliFrakk- lands og Englands sjálfum þeim til farsældar, en öllum heíminum til þrifnaðar, því að þeir þykjast mestir forvígismenn alls þess, er til frama horfir í hverju sem er, og hafa margir fyrir satt, að svo sé. Margir ætla reyndar, að meira sé gjört úr ástsemdinni en vert sé, og að allmikið muni báða knýa til þessara vina-atlota, það, að báðir búast við ófagnaði af Norðr-Ameríkumönnum. J»eir eru menn óbilgjarnir og heimta nú af Englendíngum

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.