Þjóðólfur - 13.02.1866, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.02.1866, Blaðsíða 4
— GO — og sömuleiðis að semja spursmál um allt er þeim þætti vafasamt, og fá leyst úr þeim, þegar þeir, sem til Noregs færi, kæmi aptr. Valinkunnir menn voru valdir til þessarar ferðar, og höfðu flestir hið bezta traust á drðhg- skap þeirra og áhuga fyrir hönd ættjarðar sinnar. Hér kemst eg í hálfgjörð vandræði; eg veit sem sé ekki, hvort þessir menn hafa verið sendir í þarfir liins almenna og opinbera, eðr þeir hafa farið að gamni sínu upp á eigin spítur, sem maðr svo segir. Se það tilfellið, að þeir hafi verið fengnir til þess að fara för þessa, og fé lagt þeim til fararinnar, þá er auðvitað, að það hefir verið gjört í almenníngs þarfir, en ekki fyrir neinn ein- stakan; en sé svo, þá ætti þessir menn að álíta það skyldu sína, opinberlega í blöðunum að lýsa aðgjörðum sínum og framkvæmdum, skýra frá hvernig þeir hefði brúkað tímann og peningana; tímann, sem þeir ætluðu að verja til almennings heilla, og peníngana, sem þeim voru lagðir til fararinnar. En sé hitt, að þeir hafi farið sinna erinda, lausir allra skilinála við hið almenna og gagn íslands, eða réttara Suðrlandsins —• því hér tala eg einúngis um þá þrjá, sem fóru héðan úr Reykjavík og Gullbríngusýslu — þá er allt öðru máli að gegna, þá þurftu þeir frá engu að segja, og enga skýrshx að gefa, nema eptir því, sem þeim sjálfum geðjaðist bezt. En hvernig sem á þessu stendr, og hvort sem þessir menn hafa farið í almenníngs þarfir, eðr sínar eiginþarfir, þá er hitt víst, að skýrsla sú, sem prentuð er í þjóðólfi 20. Des. og 22. ISovbr. 1865, er þessum mönnum, að svo miklu leyti sem eg þekki, ósamboðin. Skyrslan, ber með sér áhugaleysi og eptir- tökuleysi, og eg álít, að hún geti gjört eins mikið illt eins og gott, ef einhver yrði til þess að fylgja henni; en «fátt er svo fyrir öllu illt, að ekki boði nokkuð gott», og skal eg eigi draga dulur á það, sem eg álít gagn að í skýrslu þessari: Greinin unx laxveiðina getr minnt oss á það, sem vér reyndar sjálíir erum búnir að komast að raun um, að vér sjálfir vísvilandi eyðileggjum þennan at- vinnuveg; en margt annað hefði og verið gagnlegt að læra um lax- og silúngsveiði, þar sem netum eigi verðr komið að, sem eru flugu-aunglarnir, og ýmsar aðfarir, senx Íslendíngum eru ókunnar. Meðalið til að verja veiðarfæri fúa, er að líkindum mjög gott, og hitt er og «sennilegt mjög, að net- in sé veiðnari, ef þau eru samlit botninum, og aðalatriðið er þetta: að mikil netastappa geti hindr- að fiskinn að gánga á grunn, einkanlega sé netin lögð, áðren fiskrinn er kornin á þær stöðvar, hvar hann ætlar að leggjast og gjóta. En nú kemr hitt, upplýsingarnar um hin einstöku atriði. 1. I skýrslunni er sagt frá, hvernig síldarbátar sö að aptan, og að þar fáist 8 til 9 rdl. fyrir eina tunnu af velverkaðri síld. Hvaða gagn hefi eg af slíkri upplýsíngu, þegar eg hvorki veit, hvernig eg á að ríða netið, og því síðr, hvernig eg á að verka síldina, sem er þó aðalatriðið. 2. Um lýsisbræðslu er farið möi'gum orðum, og enda bræðslu- ílátið framkomið í niyhd; samt sem áðr, ef einhver ætlaði að fara eptir þessu, sem heita má aldeilis sama aðferð, og skrifað er um í fiskibók eptir herra Jón Sigurðsson, þá er, þegar minnst varir, allt orðið ónýtt. það er óhætt að segja, að meðala-lýsi má bræða í hverju íláti, sem er lýsishelt; en vili þeir brúka pottinn, þá reið meira á því að sýna, hvernig búið er um hann, þegar hann er settr upp, heldr en að sýna mynd af sjálfum honum. Aðalatriðinu í lýsingu þessari er líka slept, sem sé, livernig il&t megi brúka undir þetta lýsi. 3. Um beitu og niðrburð er gefið álit Norð- manna, og getr það verið rétt, hvað þá snertir; en varla hefði verið vanþörf á, að taka betr fram, hvernig beitan væri geymd, og eins hitt, hvort hrossakjötið, er Norðmenn brúka, sé alveg eins verkað og undirbúið, eins og tíðkast hjáoss. En livað niðrburð snertir á grunnmiðum, þá geta Norðmenn eigi dæmt um slíkt, þegar þeir rnuna eigi til, að hann hafi verið reyndr, og þótt þorskr- inn, eða réttara síldin, sem rcnnr undan þorskin- um, fælist úldna og morkna síld, þá er það engin sönnun fyrir því, að niðrburðr sé eigi gagnlegr. En sarnt játa Norðmenn, eptir skýrslunni, að niðr- burðr sé góðr, því vér meinum ekki annað með niðrburði, en hrognin, eða réttara hrogneggin, og er það eigi niðrburðr, þegar hrognin eru hengd á öngul, og eggin sáldrast út um sjóinn? það er sá niðrburðr, sem vér ættim að viðhafa á liverri vertíð, og mundi þá fiskr riema staðr grynnra en hann nú gjörir. 4. Til þess að gjöra netin livít, er sagt að eigi að sjóða þau í barkarlegi, en í stað barkar megi líka brúka Sóda; en í skýrslunni eru engin hlutföll gefin milli Sódans og vatnsins, og er því líklegast, ef einhver ætlaði að þvo úr Sóda, að hann brendi allt í sundr. 5. Sundmaginn er verzlunarvara, sem hjá oss er í mjög lágu verði, og víða illa hirtr, og þykir mér óliklegt, að engar upplýsingar hefði getað L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.