Þjóðólfur - 13.02.1866, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.02.1866, Blaðsíða 2
— 58 — hálsinn; hún heíir horíið og ekkert mein afhenni orðið, þó engi önnur meðöl cn teðir dropar liafi verið við höfð. En svo ágætir sem þessir dropar sýnast í verkan sinni í byrjun veikinnar, þá er engi von að þeir geti alveg uppleyst himnuna í kokinu, þá er hún er mögnuð orðin; það geta þeir eigi, og því álít eg að verkun þeirra nái að eins fyllilega í byrjun veikinnar, áðren hirnnan er fullmynduð. Læknir nokkur norskr IJoegh að nafni við hafði þá eptir ráðum enskra lækna í ákaflegri barna- veiki, hvar í alls láu 320 börn, og hvar af hon- um tókst að frelsa 255 en 65 dóu. Hann hrósar þeim sérlega mikið og sama gjöra allir enskir læknar, sem nú í hin 5 seinustu ár hafa ritað um veiki þessa. Meðal þetta er og á hinn bóginn svo skaðlaust og óhult fyrir börn og fullorðna, að það getr í sjálfu sér ekkert illt gjört, en á eins og öll önnur járnmeðöl mjög vel við líkamann. Eg er vanr að gefa dropa þessa eptir aldri harn- anna frá 4 til 10 dropa, eða únglíngum allt að 20 annan hvern tíma í vatni og stundum jafnvel hvern tíma. Meðal það, er Chlorkali heilir, hefir og á seinni tímum verið mjög alment við haft við hinni himnukendu hálsbólgu. Franskir læknar hafa eink- um haldið því fram, og eg hygg það gott meðal, sé það gefið í tækan tíma og í nógu stórum skömtum. Eg er vanr að gefa það í saft og heldr meir en aðrir. lJarn eitt hér í bænum, lið- uglega ársgamalt, sem var aðframkomið þrátt fyrir sterka uppsölu frelsaðist eptir að eg hafði fyrir- lagt móðurinni að gefa því Chlorkalisaft, 1 teskeið hvern annan tíma og 5 júrndropa og svo hvern annan tíma, svoleiðis að barnið fékk á hverjum tíma, annaðhvort eina teskeið af saftinni eða 5 járndropa í vatni, og þessu var lialdið áfram nótt óg dag í 2 dægr. Ailir sem sáu barnið, töldu það af, og mig furðaði næslum sjálfan á, að því gat batnað. Bæði þessi seinast töldu meðöl eru hér lil - taks á Apothekinu með fullri fyrirsögn hvernig við hafa skuli. Enskr læknir Dr. Hamilton að nafni, hefirný- lega við liaft nýtt meðal við barnaveiki er Jodkali lieitir; hann var svo heppinn, að hann af70börn- um misti að eins fá. Eg hefi enn þá eigi reynt þetta meðal, en mun gjöra það við fyrsta tækifæri. Verstr þykir nú hvervetna agndofinn eða mátt- leysið, sem fylgir hinni himnukendu hálsbólgu »Diphtheritis«, og er eins og maguleysi (Para- lyse). J»etta er allt af að ágjörast á hinum seinni árum, svo börnin líða út af alveg þróttlaus, þó engi fyrirstaða sé í hálsinum. Magnleysi þetta hefir sýnt sig samfara lienni á nokkrum hér í sum- ar, og verðr það alveg banvænt ef eigi er aðgjört í tíma. Fáir sjúklingar sem við hafa járndropana og Chlorkalisaftina í tækan tíma, munusamt fá það. þegar bólga er í barkakýlinu og barkanurn (»Croup«) eða í lúngunum, læt eg alltíð við hafa ískalda bakstra ásarnt uppsölunni, og hefi eg opt séð af þeim hið mesta gagn, enda álíta margir af hinum bezlu læknum þá alveg ómissandi nú á dögum. I sumar var barn eitt 5 ára gamaltkomið i opinn dauðann af barkakýlis og barkabólgu, sem sló sér niðrí lúngun með miklum hita þýngslum og hryglu fyrir brjóstið; eg lét sívefja allt brjóstið og hálsinn i votum dúki sem skipla skyldi jafn- ótt og hann hitnaði, en utanyör hann létegleggja annan þurran eins og tíðkast meðat vatnslækna. Konan sem átti að passa barnið gjörði þetta með mikilli kostgæfni, enda batnaði og barninu að mestu leyli við þetta eina meðal, því þó við haft væri laxermeðal urn leið, gat eg engan veginn þakkað því þá góðu verkun. f>egar slíkir kaldir bakstrar eru við hafðir hvort heldr á hálsinn, eða á allt brjóstið, verðr að hafa til þess býsna stóran dúk, sem alvættr sé í köldu vatni og svo undinn, að eigi renni úr honum ofaneplir barninu, og skipt skal honum jafnótt og hann er heitr og þurr orð- inn. þess vegna er bezt að hafa 2 dúka og láta annan liggja i köldu vatni meðan hinn liggr við barnið. þó börnin kunni í fyrstu að láta illa við köldu bakstrana, fer það strax af þeim, er þau finna hvaða svíun þau fá við þá. |>að er auðvit- að, að þetta meðal getr eins og öll önnur orðið árángrslaust þegar sjúkdómsmegnið er ákaflegt, en það verðr þó jafnan eitt með hinum beztu með- ölurn sem opt hjálpar, einkum sé það við haft öndverðlega í sjúkdóminum, og það verð eg að játa, að þegar barnaveikin byrjar með miklum hita og sótt samt bólgu í barkakýlinu eða lúngnapíp- unum, þá er hið bezta meðal undanfellt, sé þetta eigi við haft á þann hátt sem nú var sagt. I>að hefir áðr verið venja að leggja spansk- flugnaplástr á hálsinn og brjóstið í »Diphtheritis« eða hinni hímnukendu hálsbólgu; margir læknar ráða nú frá því, er þeir eru hræddir um að þær auki bólguna í kjálkakirtlunum sem næstum ætíð fylgir veiki þessari á börnum, og með því niér hefir reynzt svo að eigi sé uggvænt um, að svo fari, hefi cg á seinni tímum opt slept þeim, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.