Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.03.1866, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 26.03.1866, Qupperneq 2
— 8G í 2—3 lömbum hjá bóndanum á nýbýlinu Lækj- arbotnum, efsta bænum í Seltjarnarneslireppi (frekri bæarleiö til heiða upp fyrir ofan Hólm en nál. 2 bæarleiðum fyrir ofan Elliðavatn); en í f. mán. á- litust þær sömu kindr al-læknaðar, eptir því sem segir í skýrslu skoðunarmannanna. Um þessar Febrúarskoðanir íÁlptanes- Sel- tjarnarnesbrepp og Mosfellssveit skal þess að öðru leyti getið, að til þeirra voru meðfram kvaddir reyndir og valinkunnir utanhreppsmenn, eptir uppá- stúngum nefndarinnar. Árni Björnsson á Hvamm- koti lireppstjóri í Seltjarnarneshr. gekk að skoðnn- inni yfir gjörvalla Mosfellssveit með þeim sem til þess voru kvaddir þar innsveitis. Hann var og kvaddr til meðskoðunarmanns í neðri lduta Álpta- neshrepps; en í efri og syðri hluta þess hrepps og söinuleiðis í efri hluta Seltjarnarneshrepps átti Guðmnndr Einarsson í Miðdal þátt í skoðuninni ásamt innsveitismönnum. í Vatnsleysustrandarhreppi var kláðinn uppi í Ytra-Njarðvíkrhverfinu í allan fyrra vetr og fram á vor, að öðru leyti varð þar eigi neinstaðar kláða- vart næstl. ár, og má sérstaklega geta þess, að allr meginhluti hrepps þessa að víðáttu og bú- andafjölda, þ. e. öll Ströndin fyrir innan Vogana, hefir verið kláðalaus nú um 4— 5 ár undanfarin, er búendrnir á þessu svæði uppræltu kláðasýkina hjá sér með lækningum á þeim 4 árum frá far- dögum 1857 —1861, og hafa síðan varizt honum með árvekni og samtökum. Kú í haust fundust þar í réttunum milli 10—20 óskilakindr, og voru flestar þeirra, að sögn, úr Rosmhvalaneshreppi; voru þær að vísu allar seldar á uppboðsþíngi til niðrskurðar þá þegar að því er hreppstjórinn hefir skýrt einum nefndarmanna frá, en einn kaupandi brá út af þeim uppboðsskilmálum og setti á kind er hann keypti. Hjá þeim hinum sama fanst og kláðavottr við hina almennu skoðun í f. mán. og þaraðauki hjá samtals 7 búendum yfir allan hrepp- inn, strandlengis hér og hvar innan frá Vatnsleysu og útað yzta bænum Vatnsnesi að þeim bæ með- töldum, samtals í 22 kindum. 1 þessum hreppi álítast hreppstjórar og aðrir eldri lækníngamenn að vísu svo alúðarfullir og áreiðanlegir yfir höfuð að tala, að eigi virtist nauðsyn að kveðja utan- sveitarmenn til skoðunar eða læknínga-aðstoðar þar í hreppi. í Rosmhvalaneshreppi var kláðasýkin uppi hér og hvar í allan fyrra vetr og fram á vor, og sum- arið tók svo við, að fé var þar óheilt á mörgum býlum. Eigi varð neitt úr viðtektum hreppsmanna á Sandgerðisfundinum 12. Apríl f. á. hvorki til þess að baða allan fénað í hreppnum, eða að minsta kosti fénað þeirra búenda, er eigi var álit- inn grunlaus, úr »sterkri tóbakssósu» og því siðr varð úr hinu, að hreppsmenn setti vörð á sinn kostnað norðan úr Njarðvíkr-Fitjum og suðrí Osa- botna til þess að verja fé sínu að ná samgaung- um við fé hinna næstu sveitanna1, hafði svo hið sjúka og grunaða fé Rosmhvalnesínga tálmunar- lausar samgaungur við fjallfénað annara sveita. j Yfirvaldið tók þetta til greina næstl. haust, er amt- ' maðr með bréfi, sein sýslumaðr meðdeildi hrepp- ! stjóra 4. Okt. f. árs, lagði fyrir að baða skyldi allt | fé í hreppnum, þegar í stað, og rnætli hrepp- stjórar vitja baðmeðala híngað til Reykjavíkr, er hinir fátækari búendr mundu fá ókeypis eptirþörf- um. Hreppsbúar gjörðu samt sem áðr ekkert í þá átt, er þessi yfirvaldsskipun lagði fyrir, eigi svo mikið að þeir sækti baðiyfin og flytti suðr. þegar svona gekk frameptir Nóvbr.mán. f. á., að hreppsmenn voru aðgjörðalausir að öllu, gekk út til þeirra ný skipun frá sýslumanni, að tilhlutun amtmanns, dags. 29. Nóvbr. f. á., var hreppsbúum þar uppálagt afnýuað sækjabaðlyfhíngað inneptir, og að vera undirbúnirað öðru undir almenna fjárböðun á öllu fé í hreppnum úr því kominn væri miðr Desember, því þá mundi sýslumaðr koma þar sjálfr ásamt með Magnúsi óðalsbónda í Bráðræði, til þess að fylgja fram rækilegum böðunum. En með bréfi 7. Desbr. næst á eptir rituðu 24 búendr hreppsins sýslumanni bréf, og sendu með það til hans, en bréfið mætti sýslumanni á þeirri suðr- leið hans, er fyr var getið, til þess að fylgja frain almennum fjárskoðunum og böðun þar syðra á- samt Magnúsi í Bráðræði. í bréfi þessu telja þeir 24 ýms vankvæði á því og margt því til fyrir- stöðu, að þeir geti baðað eða sé fáanlegir að Ieggja fé sitt undir bað um þann tíma árs og í þeiin ill- viðrum er þá gengu, og skjóta því svo undir álit sýslumanns: »bvort hann finni ástæðu til að heim- »sækja þá« (í Rosmhvalaneshreppi), »til að frain- »fylgja böðun þegar, á móti vilja þeirra, er þeir »þá — því miðr — neyðist til að sýna mótþróa »í». — þeir sýslumaðr og Magnús héldu ferð sinni áfram eigi að síðr, átti sýslumaðr fund við nokkra breppsbændr að Sandgerði 14. s. mán., en »þeir neituðu alveg að láta böðun fram fara«, er á þá var skorað um þetta, enda var þá Magu- ús kominn að raun um það, er hann lét sýslu- 1) öbr. Fundarskýrslu l'rá íjaudgorbi í þjóbólfl, 17. ár 106.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.