Þjóðólfur - 30.06.1866, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.06.1866, Blaðsíða 2
— 130 — Hallgrímsdóttur (Jón Guðmundsson), útaf tilkalli nefndrar ekkju til eptirlauna: Vio af föstum tekj- um Kirkjubæarbrauðs; bæði þau fengu gjafsókn veitta fyrir yfirdómi. í héraði var ekkjunni dæmdr þessi eptirlaunaréttr, en yfirdómrinn dæmdi sira Magnús frían af þeim kröfum hennar. S. d. Sýslumaðrinn í Suðrmúlasýslu OUvarius (Jón Guðmundsson) gegn ritstjóra »Norðanfara« Birni Jónssyni (Páll Meistcð), útaf mciðyrðagrein um Olivarius í nefndu blaði, 7. Api'íl 1863; Oli- varius fékk gjafsókn veitta bæði fyrir héraðsrétti og yflrdóminum. Undirréttrinn (bæarfógetinn á Akreyri) dæmdi Björn Jónsson í 10 rd. sekt, og málskostnað og meiðyrðin ómerk ; yflrdómrinn dæmdi undirréttarins dóm ómerkan. S. d. Jákob prestr Guðmundsson (Páll Mel- steð) gegn Ólafi presti Ólafssyni (enginn hélt svör- um uppi fyrir hann fyrir yflrdómi). íléraðsdótn úr Skagafjarðarsýslu hafði dæmt sira Jakob í 20 rd. sekt, samt málskostnað fyrirgrein nokkra sem hann bafði ritað um sira Ólaf í blaðinu Norðan- fara. Yfirdómrinn staðfesti undirréttarins dóm. S. d. Jjögstjórnin í Gullbríngusýslu (P. Mel- steð) gegn Jens Gíslasyni í Köldukinn í Garða- hverfi (Jón Guðmundsson), fyrir óleyfllega brenni- vínssölu. Af undirrétti var Jens dæmdr til 10 rd. sektar og málskostnaðar. Yfirréttrinn dæmdi bann í 2 rd. sekt og í málskostnað. FJÁRHAGSAÐSKILNAÐBINN MILLI DANMERKB OG ÍSLANDS. III. Meðferð málsins og málalolc á Alþíngi 1865. „Eg skil ekki til hvers nienn ern aí> reyria ab inn- byrla þínginu þessa trú“. — Eiríkr Kúld-(Alþt. 1865, 159) í fyrsta og öðrum kaflanum ritgjörðar þess- arar var bent á kosti og anmarka stjórnarfrum- varpsins, og hve óhagstæðan byr það fékk fráfor- setastólnum á Alþíngi. Konúngsfulltrúi lagði það fyrir þíngið á 1. fundi. J>að er ekkert leyndar- mál, að meiri hluti hinna þjóðkjörnu þíngmanna áttu privatfund með sér þáliið sama kveld, til þess að koma sér niðr á nefndarkosníngum í aðkvæða- mestu stjórnarmálunum, bve marga skyldi kjósa í hverja þá nefnd o. s. frv. Mun þá þegar hafa verið afráðin 7 manna nefnd í fjárskilnaðarmálið, og þeir allir 7 kosnir í nefndina á aðalfundi dag- inn eptir sem uppá var stúngið kveldinu fyrir. það var bvorttveggja, að þíngið kastaði ekki hönd- unum til að kjósa í nefndina, enda verðr varla annað sagt en að sú kosníng bafi ráðizt svo vel sem kostr var á; þar sem í nefndina komu 3 menn lögfróðir: IJergr Tliorberg, Bened. Sveins- son, Jón Guðmundsson, 2 úr prestastéttinni sira Arnljótr Olafsson og sira Ilalldór Jónsson prófastr, og þeir 2 bændrnir Ásgeir Einursson og Jón Sig- urðsson frá Gautlöndum. Allir þessir menn, nema amtmaðr Thorberg einn, því liann var nú á þíngi hið fyrsta sinn, hafa jafnan að undanförnu verið taldir meðal hinna fremstu þíngmanna. þó að þíngnefndin hefði málið til meðferðar og undirbúníngs nm fullar 6 vikur, þá gat eigi bjá því farið, að það yrði brátt heyrum kunnugt, einkum meðal allra þíngmanna utan nefndar, að aliir nefndarmenn urðu skjótt og ágreiningslaust á eítt sáttir um það, að fella ekkí stjórnarfrum- varpið heldr halda fram aðalstefnu þess og grund- vallarreglum. þetta vissu allir þíngmenn víst 3— 4 vikurn áðren nefndarálitið kom inn á þíng. Dráttrinn sem varð á að fullgjöra ncfndarálitið, kom alls ekki af ágreiningi millí nefndarmanna um það, hvort nú skyldi hafa fram fjárhags að- skilnaðinn milli Islands og konúngsríkisins með þeim grundvallarskilyrðum fyrir aðskilnaðinum sem frumvarpið gjörði kost á í 1. — 4. gr., því um það voru allir nefndarmenn samdóma, — heldr var það, er einkanlega tafði fyrir nefndinni, þetta: meiníngamunr nefndarmanna um reikníngshalla árgjaldið frá Danmörku eptir 7. gr. frumv., um upphæð árgjaldsins, um orðaskipun greinarinnar og ástæðurnar fyrir henni. það verðr að vísu eigi fortekið með öllu, að ýmsir þíngmenn utannefnd- ar hafl þegar frá upphafi verið á annari skoðun en nefndin varð, en hafl nokkur þá þegar verið verulega sannfærðr um, að nefndin tæki ránga stefnu með þessu móti, þá bafa þeir að vísu farið vel með þá sannfæríngu sína, og legið á henni eins og öðru leyndarmáli. Að minsta kosti mun mega fullyrða, að engum nefndarmanna hafl komið svo •mikið sem minsli pati af þeirri sannfæríngu nokk- urs þíngmanns, né heldr nokkrum þíngmönnum innbyrðis, fyren málið kom til aðalumræðu á þíngi 17. Ágúst. Meira að segja, sá þíngmannaflokkrinn, er slysaðist svona á það eptirá, sjálfum sér óafvit- andi og ósjálfrátt, að verða nefndr meirihluti í fjárskilnaðarmálinu, hann mun vart hafa verið orð- inn »hugrmanns« þegarundirbúníngsumræða máls- ins hófst, auk heldr fyrri. þetta er auðsætt hverj- um manni af tölum þeirra sárfáu þíngmanna meiri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.