Þjóðólfur - 02.08.1866, Page 5
— 145
menn liöfðu tulið sér vissan sigr; en þá kom krón-
prinzinn prússneski með her sinn óþreyttan í opna
skjöldu og að baki liægra fylkíngararmi Anstrríkis-
manna; urðu þá skjól umskipli og góð; þótt Austr-
ríkismenn berðist braustlega, urðu þeir nú að hörfa
og eigi sem skipulegast, en heimtust þó saman
aptr og aptr, en svo kom að lyktum að megin-
herinn allr lagði á flótta. Unnu Prússar hér hinn
frægasta sigr, er þeir renndu her þeim, er þótt
hefir hinn harðsnúnasti, og orðið hefir Frökkum
liinn torsóttasti; tóku þeir höndum fram undir 30
þúsund manns, og náðu lðOkanónum; en á flótt-
anum mistu Austrríkismenn enn fleiri í forræði og
í Elben er þeir fóru yfirhana, sem eigi var greitt
er mikill var mannfjöldinn er undan leitaði, og nú
mjög á sundrúngu. Aldrei hefir í Evropu verið
jafn fjölmenn orusta frá því er Frakkar börðust
við Leipzig, því svo telja menn að rúmar 400
þúsundir manns hafi hér barizt; rúm 200 þúsund
Prússamegin, og litlu einu minna á móti.
ítalir höfðu sagt Austrríkismönnum stríð á
hendr nokkrum dögum seinna en Austrríkismenn
Prússum; og þar beið eigi lengi stórra tíðinda; því
24. júní voru þeir komnir austr yfir Mincio og
rakst þar flokkr af liði þeirra á meginher Austr-
ríkismanna; hörðust þeir lengst af um bæ, sem
heitir Custozza, og höfðu ýmsir hetr lengi vel,
en svo lauk að hallaði á ítali, því þeir urðu lið-
færri, þar sem ein sveit af liði þeirra var svo
fjærri, að hún gat eigi styrkt þá. Féilu þar og
særðust fram undir 10 þús, manna en yfir 2 þús.
handteknar; en það ætla menn að eigi hafi fallið
færri af Austrríkismönnum, og ítalir handtóku rúm
8 hundruð, og höfðu með sér, er þeir urðu að
láta sígast undan. Var því lítil talin óför þeirra,
þótt þeir yrði að hörfa, og nú sá allir að vel mátli
treysta liðinu, er áðr var lítt reynt, og hafði nú
barizt af hinni mestu prýði. Nú stóð svo rúma
viku, að ekki varð til tíðinda þar suðr frá, með-
an þessi stórtíðindi höfðu gerzt milii Prússa og
Austrríkismanna; en eptir orustuna rniklu við Sa-
dova, eða Iíönigsgrátz, sáu Austrríkismenn óvænk-
ast sitt ráð, og tóku þá það til hragðs, að þeir
seldu Venezíu í hendr Napoleoni keisara og báðu
hann að koma sér í sátt viðítali; en hann bauðst
til að gánga með friðarboð milli Prússa og Austr-
ríkismanna, því að þess var engi kostr að ítalir
vildi skiljast við bandamenn sína. Nú hefir svo
gengið hálfan mánuð, að samníngar hafa verið um
vopnahlé, en það sem síðast fréttist, er það, að
Austrríkismenn hafni þeim kostnm er Prússar,
bjóði. Ilafa þeir nú dregið að sér lið það, sem
var í Ítalíu, til þess að styrkja með norðrherinn ;
hafa þeir sett Penedek af yfirstjórninni, og fyrir
allan herinn Albrekt erkihertoga þann, sem fyrir
var hernum í Ítalíu, er kvað vera góðr höfðíngi;
menn telja reyndar vanséð, að þeim auðnist að
koma hernum frá ítallu svo skjótt norðr á við, að
lið verði að; því Prússar hafa eigi um kyrt setið
eptir sigr sinn; heldr hafa þeir lagt undir sig
Böhmen og allt Máhren nema borgina 01-
mutz, og eiga þeir nú skamma leið til Vínar, og
má vel vera, að þeir komizt þángað svo, að Austr-
ríkismenn fá eigi rönd við reist, og við því býst
stjórnin, því allt sem má er fiutt til Úngarolands;
og er þó tvísýna á, hversu Úngverjar muni snú-
ast, er á tekr að herða, því sagt er af miklum
kurr meðal þeirra, því órífr hefir keisarinn orðið
enn sem fyrr á, að bæta kosti þeirra, en Prússar
hafa fögur boð þeim tit handa, fullt sjálfsforræði
sjálfstæðs ríkis; en hamíngjan má vita hvað uppi
verðr. Prússar hafa nú þessa dagana átt nokkur
vopnaskipti við sambandsmannaherinn suðrþýzka,
og jafnan haft betr.
Ilér á norðrlöndum hafa eigi orðið neinar
mannskæðar rimmur, en allharðar deilur eru hér
út af nýu grundvallarlögunum, sem nú eru lögð
fyrir þriðja þíng, og samþykki þíngdeiidirnar báðar
lagafrumvarpið í þetta sinn, þá er það orðið að
lögum; allir telja það víst, að það verði samþykt.
í sumar er haldin í Stokkhólmi iðnaðarsýníng
frá norðrlöndum, bjuggust Skandinavar við og
Stokkhólmsbúar, að þar mundi verða mikil ös, en
minna liefir af orðið, hvað sem veldr. Nú er
skiljanlegt, að úr þessu fari að fækka aðkomend-
um þangað, því kólera kvað vera komin þar, og
er mikil mildi að hún skuli enn eigi hafa dreifzt
út hér, því að hér hafa hvað eptir annað lagt að
skip frá þýzkum höfnum, og sett í land kóleru-
veika menn, sern sýkzt hafa á leiðinni, þeir eru
reyndar settir í sjúkrahús úti í kastala, svo þeir
eru fjarri öllum alfaravegi.
(Aðsent frá Kaupmannahöfn).
— Með þessari póstskipsferð fáið þér landar
heima á íslandi góðan gest; úngr danskr vísinda-
maðr Georg Hastrup, kand. med. ætlar nú heirn
til þess að sjá sjálfr staði þá, er sögur vorar fóru
fram á; þekkir hann þær svo vcl, sem bezt er
unt af bókum, og má fullyrða, að engi útlendr
maðr hefir komið til fslands, frá því llask heitinn
var þar, jafnfróðr í íslenzku, og svo vel mælir