Þjóðólfur - 25.10.1866, Síða 2

Þjóðólfur - 25.10.1866, Síða 2
Suðramtsins. Skýrði þá forsetinn (sira Ó. Páls- son) frá efnahag félagsins og verðlaunaveitíngum þess á Janúarfundinum næstliðinn vetr (sjá þjóð- ólf nr. 15—16, bls. 61—62), og gat þess jafn- framt, að verðlaunabeizlur þriggja manna í Árnes- sýslu fyrir jarðabætr, nl. Einars Einarssonar á Briðjuholti, Guðmundar og Ólafs þormóðssona á Hjálmholti, hefði eigi komið félagsstjórninni til handa fyr en laungu eptir það að vetrarfundr var haldinn, og þess vegna cigi orðið teknar til greina. |>ar næst minntist forseti þeirra félagsmanna, er dáið hefði næstliðið ár, og voru þeir þessir: þor- steinn Bjarnason lögregluþjónn í Reykjavík, Sig- urðr kaupmaðr Sivertsen samastaðar, Magnús Ste- phensen jústitsráð í Vatnsdal, Guðmundr Eiríks- son bóndi íMiðdal, Benedikt Waage bóndi í Suðr- koti, Sigurðr Böðvarsson bóndi á Melkoti og Gísli Eyúlfsson fyr hreppst. á Iíröggúlfsstöðum. í vetr sem leið gengu 3 menn í félagið eins og Janúar- skýrslan með sjer ber, og á þessum fundi gjörð- ist kapteinlðitenant O. C. Hammer félagi þess. Er því tala allra félagsmanna nú 131. Forseti aug- lýsti bréf frá stiptamtmanni í hverju þess er get- ið, að stjórnin hafi eigi fundið ástæðu til að veita félaginu umbeðinn fjárstyrk til þess að gefa út árlegt búnaðar- og jarðyrkjurit (sjá skýrslu bú- stjórnarfélagsins 1863—66, bls. 7, svo og þjóðólf nr. 15—16 frá 13. Febr. 1866). Enn fremr bar forseti fram uppástúngu frá skrifara um það, að félagið vildi hlutast til þess, að menn sýndi plógi og plægíngum meira athygli hér eptir en híngað til. Varð sú niðrstaða þess máls, að fundrinn fól félagsstjórninni á hendr að rita þaraðlútandi bréf til stiptamtmanns, og í annan stað fá Guðmund Ólafsson jarðyrkjumann til að rita stutta leiðarvís- un um plóga og plægíngu. |>ar næst ræddu fundarmenn um verðlaun þau, er félagið vildi veita fyrir ýms störf og fram- kvæmdir um næstkomandi tveggja ára tímabil, þannig, að verðlaun verða veitt á Janúarfundi fé- lagsins 1869. Var verkefni samt skilyrði fyrir verðlaunum og svo upphæð þeirra samþykt og á- kveðin á fundinum, en félagsstjórninni falið á hendr, eins og að undanförnu, að semja og aug- Iýsa hin nákvæmari skilyrði fyrir hverjum þessum verðlaunum út af fyrir sig. Samkvæmt þessari ályktun fundarins auglýsum vér hérmeð, að húss- og bústjórnarfélagið heitir íbúum Suðramtsins verðlaunum fyrir þau störf og þær afurðir, er unnin skulu vera eðr til sýnis koma um 2 næstkomandi ár, eins og hér segir: 1. Fimm verðlaun fyrirjarðabætr, nl. þúfnasléttun, túngarðahleðslu og vatnsveitíngar- skurði, til samans 100 rd. f>að er áskilið, að á því umrædda tímabili (frá Júlí þ. á. til haustnótta 1868) hafl verið sléttað að minsta kosti ein dag- slátta í túni (= 900 ferh. faðmar), ef ekki er rnjög grýtt, og hlaðinn túngarðr annaðhv. 40 faðm. af grjótgarði eða 60 faðm. af sniddutorfl á þann hátt sem túngarða tilsk. 13. Maí 17761 um getr, »eða þá einúngis sléttuð 17a dagslátta í túni án þess garðr sé hlaðinn; eða í þriðja lagi, að hlaðinn hafi verið að eins grjótgarðr 300 faðma lángr tví- hlaðinn eða að eins 450 faðma sniddugarðr. Ein- yrkjar geta náð til umbuna þó lengri tíma hafl haft fyrir sér en þessi 2 ár. 2. Tvenn verðlaun fyrir garðyrkju; önnur fyrir jarðepli, hin fyrir kálrabí, þannig að sá sem á þessu tímahili fær á ári úr görðum sín- um að minsta kosti 20 tunnur jarðepla, fær 1 5 rd. verðlaun; og sá sem á sama tímabili og árlega fær 30 tunnur af kálrabírófum, fær einnig 15rd. verðlaun. 3. Fern verðlaun fyrir vöru verkun, nl. tvenn fyrir beztu vöndun og verkun á hvítri ull, tilsamans 30 rd., og önnur tvenn fyrir beztu vönd- un ogverkun á tólg, tilsamans 30 rd. Hvervöru- tegundin fyrir sig verðr að vera þannig af hendi leyst, að bæði sumurin 1867 og 1868 sé fram vísað og lagt inn í kaupstað frá einu og sama heimiliað minsta kosti 16 fjórð. hvítrar ullar eða tólgar; varan skal vera öll af heimafé eðr heima- búi, en eigi að fengin af bæ að einu ué neinu, og skal fyrirtaks vöndun hennar vera sönnuð með vottorði sýslufulltrúa, eðr tveggja annara skilríkra manna innanhéraðs, og enn fremr þess kaupmanns sem vöruna kaupir. |>að er vitaskuld, að hafl fleiri en einn jafnvandaða vöru á boðstólum, þá gengr sá fyrir sem mest heflr. 4. Tvenn verðlaun fyrir fyrirtaks húsabyggíngar, samtals 60 rd. Til þeirra verðlauna geta að eins þeir náð, er á næstkom- andi 2 árum byggja frá stofni, eðr af sléttri foldu að kalla megi, eitt af þrennu : Bœarhús (baðstofuhús, /veruhús eðr og útistofu) að minsta kosti 12 álna lángt og 6 álna breitt, f 5 stafgólfum undir bikaðri súð, með plægðu lopti í og gólfi, og þiljuð 2 stafgólfin og standþili með gluggum fram á hlaðið; 1) Grjótgaríir 2 ál. hár og svo traustr ab fulloríiinn raa.'br goti gongit) liann fram og aptr án þess nokkuí) saki; torfgaríir 2I/iol'þykkra?)ne’ban:en2V2al.á hæþ frá un(íirstóíiu,fullsfginn.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.