Þjóðólfur - 29.10.1866, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.10.1866, Blaðsíða 3
3 — þessa menn eins og aðra um sannleik hins forna spakmælis: »ein svala gjörir ekkert sumar«, og þó að aldrei nema hafi mátt flnna t. d. einn fylliiega tryggan lækníngamann til móts við hverja 99 trassa og lækníngaloka, þá er nú öllum anðsætt orðið, að hægra verðr úlfaldanum »að sækja smjör ístrokk* í gegnum nálaraugað, heldr en slíkum manni ein- um að umvenda svo þeim 99 læknínga-varmenn- um eða standa þeim svo á sporði, að þeir yrði til nokkurs annars en að viðhalda kláðanum og útbreiða hann með athæfl sínu. Engi getr borið í móti því, að H. Iír. Fr. hefir verið ærlegr og einlægr lækdíngamaðr fyr og síðar, eins og hann er heiðvirðr maðr í em- bættisstöðu sinni og öðrum köllunar og skyldu- verkum. En það er e i g i köllun hans að vera búandi eða lækníngamaðr í framkvcemdinni; en \xkninga-bollaleggingarnar eru nú úr sögunni. |>að dugir ekki að stara á H. Iír. Fr. sem fjár- hónda, hann er það ekki og hefir aldrei verið. En hann heflr altaf »viljað vera með«, verið að ota fram þessum fáu kindum sínum sem bú- stofn væri, og viljað svo hafa «prahtiskt« atkvæði í málinu, þetta liefir verið og er villa lians. Vér skiljum það því ofur vel að þeir H. Kr. Fr. og Guðni á Keldum teli veg sinn vaxa í lækninga- streytunni og þyki það gott hlutskipti að komast nú á band með stórbóndanum Vilhjálmi Kr. Hákon- arsyni í Kirkjuvogi, í þvf að skerast einir úr niðr- skurðarsamtökunum. En hitt væri þó eins líklegt að þegar þessi hinn víðfrægi formaðr Ilafnamanna sér, að hann hefir eigi öðrum á að skipa en þeim Guðna og II. Kr. Fr., þá fari hann heldr að gá til veðrs og bræð’ánn, áðr en hann ýtir á flot með slíkum 2 hásetum einum saman, áðr en hann leggr út í þann ósjó, að setja einn á vetr mörg hundr- uð fjár, er þó hefir haft samgaungr við kláðugt og grunað fé úr næstu sveitunum nú fram til fjall- skila, bæði þar innsvcitis í sjálfum Ilöfnunum, og iitansveitar, eptir því sem flestum ber saman um þar að sunnan. En lítist Vilh. Hákonarsyni eigi á blikuna og sjái hann sig um hönd, sem von- andi er hann geri, slikr maðr, þar sem um svo n'ikilvægan ábyrgðarhluta er að ræða, og svo má nð orði kveða, að heilbrygðistryggíng allra Suðr- nesja og jafnvel gjörvalls kláðasvæðisins um mörg ókomin ár getr verið eingaungu þar undir komin, hvort Hafnamenn setja nú einir á vetr hinn mikla en sterklega grunaða fjárstofn sinn, — þá gæti þó verið og er vonandi, að lækníngamanninum II. Kr. Fr. í Reykjavík þækti miðr vel komið þessu sínu máli ef hann lenti á endanum einn í spyrðu- bandi með Guðna bónda á Iíeldum. ÚTLENDAII FRÉTTIR. I. frá fréttaritara vorum í Oxford, dags. 9. þ. mán. Eg skrifa yðr heldr stutt en lángt að þessu sinni, svo það nái sldpinu; því yðr og lesendnm yðar er til lítilla nota lángr sálmr, ef það svo kemr stundu um seinan; þá er engi til að fiytja það yfir hafið, þángað til á Góu í vetr, og þá er nýabrumið heldren ekki farið af. Stórtíðindin frétt- ið þér öll frá Kaupmannahöfn, og þau hafa á þessu sumri orðið meiri, en orðið hafa i minni margra, sem nú lifa. En eins og Guðrún sagði Osvífrsdóttir: »lítil eru hermdaverkin«eg hefi spunnið 12 álna garn, en þú hefir vegið Kjartan«; meðan Prússar hafa stofnað voldugt prótestantisk ríki á Norðr-þýzkalandi með nærfellt 30 millión- um innbúa, sunnan frá ánni Main og norðr undir Jótland, og haft mikið vígsgengi á þessu sumri, og unnið sigr í hverri orustu, hafa eyjarskeggjar hér lagt þráðinn til Ameríku yfir Atlanshaf. Allt fór vel og farsællega með liinn nýa þráð, en þar með var ekki búið. f>egar hann var lagðr, hélt Great Eastern út á djúpið aptr til að leita upp hinn gamla þráð, sem slitnaði í fyrra. Lengi heyrðist ekki, þángað til fyrstu dagana af Septbr., að allt í einu kom kvik í þráðarendann í Qveens- town á Irlandi, og sú frétt, að nú væri leikrinn unninn. Eptir eitthvað 14 tilraunir hepnaðist þeim að finna og draga upp hinn forna þráð af 2,400 faðma djúpi, þar sem állinn er dýpstr í hafinu milli heimsálfanna. Síðan voru skeyttir saman endarnir við nýan þráð, sem gjörðr hafði verið til áframlialds, ef hinn forni týndist. AUt hepnaðist vel enn á ný, og eptir fáa daga var þessi nýi þráðr landfestr í New Foundland, svo nú eru tveir þræðir, sem tengja saman hálfurnar, og fleirum er líklegt að við verði bætt, þegar stundir líða fram. f>að var og annað, að menn reyndu nú, að eptir að hafa legið ár á mararhotni á slíku reginhaö, hafði ekki skerzt hið minsta rafrmagn vírsins, en að það er betra á þessu djúpi en ofanjarðar, af því sjóarmegnið þrýstir á, og það, sem þeir kalla »Insulation«, er því betra. Nú komu því spánýar fréttir með degi hverjum frá Randaríkjunum, heizt þó kaupskaparmál, og svo fréttir, helzt um flokka- drætti þar og deilur forsetans við þíngið, sem allt 1) í Laxdælu 1826 bls. 224 eru ortin GniferdnarjOsífrsdiitt- nr þannig: „Mikil cru hermdaverk1' o. o. frv.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.