Þjóðólfur - 29.10.1866, Blaðsíða 4
— 4
er ókljáð enn, og lítr næstnm út fyrir nýtt stríð.
Sá ófriðareldr, sem þar var, er því miðr enn ekki
útkulnaðr. Ilér hefir allt verið friðsamara, nokkrar
æsíngar og fundir útúr nýum kosníngarlögum, en
það hefir enn ekki komizt í algleyming. f Lund-
únum voru í sumar nokkur skrils-upphlaup, og
um sömu dagana bar þar að nýan gest, kóleru,
sem þar hefirgengið í sumar, þó ekki mannskæð.
|>ar hafa dáið um 7,000 manns úr þessari sótt,
þegar mest var um 1200 á viku. En vana-dauð-
legð þar er um 12—1B hundruð um vikuna, svo
kóleruvikuna var það tvöfalt. f>að var guðs mildi
að þetta varð ekki tniklu meir í slíkum mannsæg.
Lundún ein er á við Noreg og Danmörk (eins og
hún er nú) til samans. Nú er því að mestu létt,
þó ekki alveg; þar deyja þó af kóleru um 20—30
manns enn á dag. Hér í Oxford, sem þó er
skamma leið frá London, ekki nema hálfrar eykt-
ar leið á járnbrautinni, en þétt dagleið fyrir gáng-
andi mann og ríðandi, og ferðir í milli þrisvar
eða tjórum sinnum á dag, hefir ekki brytt á þess-
um vonda Barða, og heilsufar verið hið bezta, og
er þó hér talið óheilnæmara en í London, þar
sem allt er ræstað og þurkað upp. Yeðráttan
kann að liafa gjört nokkuð til þessa. Ilér hafa
á Englandi verið aftaka-rigníngar allan síðara hluta
sumarsins, líkt og á íslandi 1858; á uppskeru hafa
verið stórskemdir, svo nemr mörgum mílliónum
punda; helzt kveðr þó að þvi norðr á Englandi,
þar byrjar uppskeran síðar. Hér byrjaði uppsker-
an í sumar á hveiti í Júlí-enda og byrjun Ágúst,
og þá var hér enn blíðviðri og þurkar, en þá
skipti um. Korn og hafrar og ertur hafa mætt
stórskemdum, og liggr víða fúið úti á akrinum.
Ilér hefir varla komið þur dagur frá morgni til
kvelds. Veðrátta, þó hún sé miklu mildari, erþó
samkynja og hjá okkr á íslandi; minna staðviðri
en á meginlandinu, umhleypíngar, regn og storm
ar. Nú eru austanvindar á, sem hér eru kaldir;
er hér þó vant að vera staðviðri í þessum mán-
uði. En kuldar og stormar færa okkr hér enga
hvali eða reka, enda eru hér kolin nóg og góð
til að hlýja húsin, og brennr nú bjartr eidr á arni
nær því í hverju búsi í þessu landi, sem ekki er
h'til híbýlabót, þegar kalt er á kló.
Annars er hér allt f gömlu horfi; fólk er nú
að þyrpast inn til borganna úr sveitunum og frá
útlöndum, eptir að hafa lypt sér upp eptir harða
vetrarvinnu, sem Englendíngum er títt. f>að er
farið að vetra að, og Iaufið hrynr af trjánum, svo
hrannir eru, hvar sem gengið er. Hér er allt á
floti á vetrna, þvt áin flóir yfir allar engjar hér,
svo bærinn stendr uppúr eins og hólmi. Háskól-
inn byrjar innan viku; en á sumrin er hér allt
aldeyða, en verðr kvikara innan skamms. Mín
hjartans ósk er, þó hún verði létt bæði yfir jörð
og á, að drottinn gefi öllum á íslandi mildan og
góðan vetr, og vorið komi sem fyrst.
II.
í Kaupmannahöfn, dags. 5. Okt. 1866.
Friðrinn er að komast á alstaðar miili stór-
mennanna, en kritr ýmislegr farinn að byrja milli
smámenna. Nú væri ekki mikið á húfi, þótt þeir
ættist illt við Tyrkjar og Grikkir, en ískyggilegt
þykir, ef svo er að misklíð þeirra á milli standi
af undirróðri höfðíngja annara eins og Rússar eru.
Grikkir á Krít hafa gjört uppreist á móti drottni
sínum, Grikkir á Grikklandi sjálfu hafa skýrt og
skorinort gengið við því að þeir með öllu móti
vili styrkja bræðr sína, sem lifa undir ánauð hund-
Tyrkjans, slíku enu sama hefir og Georg konúngr
lýst yfir. Englendíngar og Frakkar hafa leitazt við
að miðla málum, en engi veit enn, livað uppi kann
að verða; menn tortryggja Rússa, og hafa grun
á að Norðr-Ameríkumenn ætli sér gott af vand-
ræðum Tyrkja, ætli sér að ná í ey með góðri höfn
í austanverðu Miðjarðarhafinu, og ætla menn að
Rússar verði þeim veitandi að því.
Misjafnt hugsa menn til efndanna á loforðum
þeim, er Prússar hétu í friðnum í Nikolsborg við
Austrríkismenn, að Iáta í norðrhluta Slésvíkr menn
gánga til atkvæða um það, hvort þeir vildi kom-
ast í samband aptr við Danmörk, eða vili þeir
verða samferða hinum hluta hertogadæmanna.
Nefndarálit í þíngi Prússa hefir skýlaust sagt, að
I’rússar ætti að láta sér um það annast, að sem
minnst yrði úr þeim skildaga, og þykir slíkt ó-
drengilega mælt; nú liggr það mál í þagnargildi
um stund, því þínginu var skotið á frest þángað
til í miðjum þessum mánuði. Nú getr allt snú-
izt öðruvísi en áhorfist, því menn geta til að
skammær verði friðrínn milli Prússa og Austríkis-
manna. Einhver mesti hatrsmaðr I’rússa Beust,
sem fyr var utanríkisráðgjafi í Saehsen, og frum-
kvöðull samblástrs smáríkjanna móti Prússum, er
nú talinn sjálfsagðr utanríkisráðgjafi Austrríkis-
manna; og þykir mönnum einsætt að friðrinn verði
eigi lánggæðr ef hann má ráða.
f miðjum fyrra mán. gerðu Sikileyíngar upp-
reist í Palermó, ennú er sú uppreist sefuð; kenna
menn klerkunum um það því stjórnín hefir afráðið
að selja klaustraeignir og draga féð inn í sjóð rík-