Þjóðólfur - 27.11.1866, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.11.1866, Blaðsíða 2
18 — annan flokkinn nefna menn andardráttarfæðu, af því liún þénar til að við halda andardrættinum og líkamahitanum, og til þessa flokks heyrir öll sú fæða, er innibindr í sér mikið kolaefni t. a. m. öll feiti, hverju nafni sem nefnist, mjöltegundir allar, sikr og vínföng öll. Til hins flokksins heyrir öll sú fæða sem innibindr I ser jnikinn holdgjafa (Qvælstof), og kallast sá flokkrinn holdgjafanærníng (Qælstofholdige Næringsmidler). Til þessa flokks heyrir allt kjöt, allt sem er af fiski, egg og ný- mjólk; lika má að nokkru leiti telja þar til hinar megnari mjöltegundir. IVIjólkin cr að því leili frábrugðin flestri ann- ari fæðu, að bæði innibindr bún í sér andardrátt- arfæðu og holdgjafa, og því geta dýr og menn lifað af lienni eintómri og fengið bæði vöxt og viðgang af; hún hefir það og framyflr báða flokk- ana, að hún cr léttari til meltíngar, og verðr fyr að blóði en flestönnur fæða, og þetta gjörir hana svo gagnsamlega og holla, þar sem halda þarfvið kröptunnm á sóttlara mönnum. Engi önnur and- ardráttarfæða hefir þessa eiginlegleika til jafns við mjólkina, og margt af því sem talið er til andar- dráttarfæðu er svo varið, að menn og dýr getaeigi lifað af því eingaungu. þannig reyndi frakkneskr líífræðíngr Magendie að ala hunda á tómri fitu, en þeir drápust fyrir honum; hefði hann alið þá á mjólk eða feitu kjöti með nægu holdgjafaefni í, mundu þeir hafa lifaðgóðu iífl. Mjólkin er á hinn bóginn og svo mjög drjúg fæða, og þess vegna þarf opt minna af 'nenni til að lialda við kröpt- unum en menn halda. Dr. Chambers færir til nokknr dæmi, þar sem sjúklíngar hans liafa eigi að eins haldizt við góða krapta við svo sem 2 pela af nýmjólk á dag heldr og jafnvel braggazt von- um framar. J>etta hefir hann einkum fundið að befir átt sér slað'í ýmsum maga- og lifrarveikindum, svo sem við súr I maganum og þar af leiðandi blóðuppköstum, og Dr. Karell hefir f ýmsum maga- og þarmasjúkdómum gefið 4 matskeiðar í senn, 3 eða 4 sinnum á dag, meðan sjúklíngrinn er sem veikastr. Iíáðir þessir læknar taka það fram, að meltíngarverkfærin megi eigi fá meira af mjólkinni í einu, en þau geti á móti tekið með hægu móti, því annars verði sjúklíngnum illt af henni og þá skemmi hún í stað þess að gagna. |>etta álít eg gullvæga reglu sem menn ætti vel að ígrunda og aldrei út af að bregða. f>ar af flýtr þá líka, að það er óráðlegt að við hafa mjólk sem drykk, auk annarar fæðu, því þó fullhraustir er- fiðismenn þoli slíkt að ósekju, þá er allt öðru máli að gegna með veiklað fólk eða þá sem liggja rúm- fastir. Mest virðist Dr. Karell að halda af volgri undanrenníngu, þegar meltíngin er veik og menn vilja reyna til að auka kraptana svo fljólt sem auðið ^ er. Eg læt opt blanda nýmjólkina með kalkvatni því er fæst á Apothekum, svo sem tveim mat- skeiðum í hálfan peia, og virðist mér mjólkin verða þar við langtum léttari, og listugri fyrir sjúklíng- inn. það er gamalt orðtæki í læknisfræðinni, að líkaminn að eins hafi gagn af því, er menn geti melt, og að einúngis það eð sarna sé likamanum til nærníngar (»non (jvæ ingeruntur sed qvæ di- geruntur corpus alunt«) og viðgángs og mun sú regla jafnan standa föst og óbifanleg; en hér af flýtr þá, að mjólkin eins og öll önnur Iífsmeðöl, er nokkurskonar tvíeggjað sverð, sem getr sært sjáifan þann, er bregðr því óvarlega. það sama gildir um alla fæðu og alla drykki, enda sýndi professor Lehmann í Dresden það á sjálfum sér, uð hann gat gjört sig gígtveikan með því að halda kyrru fyrir og lifa á eintómu kjöti í þrjár vikur. Eg fyrir mitt leiti þykist sannfærðr um af reynsl- unni að hér á landi verða börn opt veik af þvi þeim er gefin of megn og of mikil mjólk, og mér hefir enda sýnzt, að börn setn alast í sjóplátzun- um, þarsem opter lítið um mjólk, lángtum sjaldn- ar fái »þrösku« og »afbendi« en upp í sveitun- um, og gagnmerkilegt er það, að þar sem út um landið deya nærfelt 40 af hverjum 100 börnum á fyrsta aldrsári, þá hefir hér í Ileykjavíkrsókn eigi dáið meira en 19 af liverju 100 barna á fyrsta ári, nú í hin seinast liðin 10 ár. þegar börn fá »þrösku« hafa þau sviða ( munninum, sem mildn- ast á meðan þau liggja við brjóstið eða pelann; mæðurnar eru hvervetna að taka þau upp þegar þau fara að hljóða og leggja þau við brjóstið, eða pelann, því sviðinn mínkar á meðan þau eru að drekka. |>etta gjörir nú ekkertannað en ilt verra, og gefr opttilefni til, að úr þröskunni verðr ann- aðhvort lángvinn banvæn magaveiki eða »afbendi«. Ilörnin ælti strax að venjast á nokkurskonar mála- mat (það er að segja að fá að eins næríngu sína á vissum tímum), því hjá þeiin má vel heimfæra orðtækið, að »málamagarnir þrífast bezt«. Vili menn róa þau fyrir »þröskunni« og sviðanum af henni, er lángbezt að væta þau ofrlítið við og við á sikrvatni, eða vatnsblandaðri þröskusaft sem fæst á apothekum. Nú skat taka fram nokkuð skýrara sjúkdóma þá í hverjum mjólkina má viðhafa sem næríngar og læknismeðal, og vil eg þá um leið biðja les-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.