Þjóðólfur - 27.11.1866, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 27.11.1866, Blaðsíða 6
— 22 (sporadislie Sljerneslmd), er sjást hvcnær sem verk- ast vill, en í hinum flokknum eru þau, sem sjást mjög mörg í einu, eða réttara sagt óteljandi mörg í einu, og, einmitt á vissum eða ákveðnum tím- um áirsins (periodiske Stjerneskud). Menn telja að af liinum fyrnefndu geti hver maðr árið um kríng séð 4 til 5 stjörnuhröp á hverri klukkustundu, en af hinum síðarnefndu 13 til 15 að meðaltali hvern klukkutíma, og stundum margfalt fleiri — en þetta getr ekki átt sér stað á íslandi eins og gefr að skilja. J>essir reglubundnu eða ákveðnu tímar ársins, þegar lángmest er um stjörnuhrap, eru cinkum tveir: 10. ágúst (Lárenzstraumrinn) og 12.—14. nóvember, og sjá menn af því sem að framan er sagt, að þetta hefir komið lieim nú í ár hér á landi, nefnilega nóttina milli J3. og 14. nóvember. |>enna síðara stjörnuhrapsstraum gætu menn kent við Arltadíus, og kallað Arkadiusstraum, því að Arkadíusmessu beruppá 13. nóv. einsog Lár- enzmessu uppá 10. ág. Síðan árið 1799 hafa menn farið að veita þessum tveimr slórstraumum sljörnu- hrapanna (að eg taki svo til orða) nákvæma eplir- tekt. það stóð nefnilega svo á, að hinn nafnfrægi spekíngr Alexander Húmboldt (-J- í Berlín 1859) var staddr ásamt öðrnm vísindamanni í Cúmana í Suðrameríku árið 1799. J>á sáu þeir þar 11 —12. nóvembr. þessa fögru loptsjón, og lýstu henni í ritum sínum ; sást hún bæði um Suðr- og Norðr- ameríku og víða í Európu, einkum á þýzkalandi ; hafa stjörnufræðíngar jal'nan síðan verið vakandi á þeim tima árs og aðgætt þessa viðburði, er stöðugt hafa komið í Ijós í sama mund á ári hverju, og er einkum merkilegt stjörnuhrapið mikla 12—13. nóvembr. 1833, er mest kvað að í Norðrameríku. Tveir náttúrufræðíngar, Olmsteð og Palmer, voru sjónarvottar að þeim viðburði, og hafa sagt frá honum, ; taldist þeifn svo til, að þá hefðu á 9 klukkustundum orðið að minnstakosti 240þúsund- ir stjörnuhrapa, stór og smá, á því svæði, er þeir gátu eygt yfir. Olbers stjörnuspekingrinn mikli i Bremen, er fyrstur fann smástjörnurnar Fallas og Vestu, og sem andaðist 1840, hann hefir sagt að talsverð líkindi væru til, að mikil brögð myndu verða að þessu stjörnuhrapi 12—14 nóvembr. 1867. En þó þessi getgáta hans kynni að rætast í þeim löndum þar sem veðrsæld og heiðríkjur eiga heima, þá er eigi sagt að slíkt fáist séð hér á landi, einkum hér sunnanlands, þar sem enda- laus ský eða dimmviðri drotna yfir oss og banna mönnum að njóta fegurðar vetrarloptsins nema einstöku sinnum. Náttúrufræðír.gar hafa á ýmsum öldum leitaz við að gjöra sér skiljanlegar orsakir og eðli þessara stjörnuhrapa, og getið margs til um það. Menn vita, að sumstaðar í útlöndum, þar sem stjörnu- hrap hefir komið niður, t. d. í stráþök á húsum, þá hefir stundum kviknað í; ennfremr, að stórir eldhnettir, sem fallið hafa til jarðar, hafa sprúng- ið þar og drepið skepnur og jafnvel menn, hafa þar þá fundizt eptirsteinar, smærri og slærri, sum- ir jafnvel vegið marga fjórðunga. J>essa niður- föllnn steina hafa menn rannsakað, en enginn eins ítarlega og hinn mikli efnafræðíngur Berzelíus í Svíþjóð (-j- 1848), og vita menn nú síðan, að, þó steinar þessir sé innbyrðis ólíkir, þá eru hin sömu frumefni í þeim öllum, og, að þau cru öll til í skorpu jarðar vorrar. Ilúmbotdt segir, að menn hafi íundið 18 frumefni í þessum himinföllnu stein- um, þar á meðal járn, kopar, tin, o. s. fr. J>eg- ar steinar þessjr komaniður eru þeir eldheitir, og sviðnar allt í kríngum þá; utan á þeim er eins- konar skel eðr skorpa, móleyt og vikrkend; ferð- in á þeim á fluginu niðr til jarðarinnar, og yfir- höfuð fallhraði allra stjörnuhrapa, ervenjulega4— 8 mílr á sekúndunni og allt að 20 mílum. Menn þykjast nú vera koinnir að raun um það, hvernig á þessum smáu og stórn flughnöttum stendr, og er það þannig: í heimsrúminu umhverfis jörðina fram með braut hennar um sólina er til (segja menn) endalaus grúi af alskonar smáögnum eða loptsögnum (Meteorer) hnattmynduðum, sumstaðar hittir jörðin á vegferð sinni minna fyrir af þessu morijSumstaðar á vissum tiðum ársins miklu meira; ellegar menn ímynda sér þetta á annan hátt þannig, að nmhverfis sólina liggi margir baug- ar, saman settir af siíkum óteljandi smáhnött- um, eins og sandskýjum, í gegnum þessa bauga gángi jörðin á vissum dögnm ársins. J>ess- ar agnir eru dimmar eins og jörðin, komi þær svo nálægt henni að þær lendi í lopthafi henn- ar, þá kviknar í þeim af núníngsfyrirstöðunni (Friction) og sprínga þá stundum og falla tiljarð- ar. Eptir þessu ættu þá hin einstöku stjörnuskot að sjást, þegar fátt eitt af þessum smáhnöttum verða fyrir jörðinni, enhinmörgu eða stórstrauma- skotin þegar jörðin mætir og gengr gegnum áðr • nefnda bauga. Að þessar hnattmynduðu smáagnir séu um allt sólkerfið milli hnattanna, víðar en braut jarðarinnar, þykir mjög líklegt. l’áll Melsteð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.