Þjóðólfur


Þjóðólfur - 11.12.1866, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 11.12.1866, Qupperneq 3
»að fara út um þúfur. Segi nokkur læknir við "sjúklínginn, drcktu mjólk svo mikla sem þú vilt «og þegar þú vilt, þá er öllu spillt og eigi von »að vel fari«. l)r. Karell talar um vmisleg tilfelli, sem geti að borið á meðan á mjólkrlækníngunni stendr, og þarámeðal telr hann liarðlífi sem komi af því að svo lítill úrgángr sé úr mjólkrfæðunni. þetta á- lítr bann í sjálfu sér gott merki, en játar þó, að úr því þurfi að ráða ef brögð sé að, en þetta vill bann annaðhvort láta gjöra með stólpípum af volgu vatni, eða uieð því að taka linolíu eða rhabarbara- dupt, og segir hann sem satt er, að þó þetta komi opt fyrir, þá hafi mjóikrlækningin það góða við sig að hún bráðum eyði allri uppþembu og vindum í maganum og þörmunum. Opt fer harð- lífið eptir mjólkina, segirhann, efmenn að morgni dags drekki katfe. Ilann álitr þarámóti mjólkr- læknínguna sem óbrigðult meðal við niðrgángi, nema því að eins að liann komi af sárum í þörm- unum. |>að kvað stundum bera við, eptir því sem Dr. Karell segir, að þegar sjúklingr er kominn svo lángt að hann drekkr 10 til 12 glös af mjólk á hverjum degi, þá koma öll hin sömu sjúkdóms- einkenni sem voru í byrjuninni, en þá þurfi menn eigi annað en byrja að nýu með að gefa mjólk- ina í smáskömtum. I)r. Keller segir, að hann álítr mjólkrlækníng- una eiga vel við (taugaveikinni, og skýrskotar í þessu tilliti tilDrllehm {fíehms) embættisbróðrs síns, sem árið 1854 meðhöndlaði fjölda af taugaveikum í I’olen og Lithauen, hvar honum reyndist mjólkr- lækníngin mjög farsæl; liann tekr enn fremr fram, að þegar hann hafi verið á ferð með keisara Ni- hulási austr á lVússlandi, þá hafi læknir nokkur Dr Weðs sagt sér, að lifrar- og miltis-sjúkdómar, er þar voru mjög svo almennir, eptir undangáng- andi köldusóttir í því rússneska riddaraliði, þá hafi sér ekki gengið eins vel að læknaþetta með neinu eins og með mjólkrlækníngum viðhöfðuin á þann hátt, sem áðr er um getið. J>egar menn við hafa mjólkrlækníngar, segir Karell, á þann hátt sem áðr er sagt, þá heyrir maðr eigi sjúklíngana kvarta um þorsta eða sult, jafnvel þó þeim hvervetna í byrjuninni finnist sér vera skamtað heldr lítið. Gefi menn þarámóti sjúklíngum sem liggja ærið veikir, í stað 4 lítilla ölglasa, 4 stóra bolla af undanrenníngu um daginn, þá mega menn búast við því, að þeir geta eigi melt svo mikið ogmissa svo strax alla tiltrú á slíkum lækníngum. Læknir þessi virðist alls eigi að halda með því, að mcnn gefi nokkra aðra fæðu enn eintóma mjólk, meðan hún er við höíð, því hann segir, að þegar hann gaf kjötsúpú, fint brauð eða annað því nm líkt með mjólkinni, hafi sér aldrei gengið eins vel og þá, er hann hélt sér til mjólkrinnar alleina. Loksins getr Dr. Karell um mótbárur þær, er sjúklingar vanalega hafi móti mjólkrlækníngunum, og fer þar um svolátandi orðum: »J>egar sjúk- »língi, sem reynt hefir ýmisleg meðöl, er ráðið »til að brúka mjólkrlækníngu, þáhugsihann vana- »lega á þenna hátt: »Eg er nú búinn að reyna »»allt og ekkert hefir hjálpað; þetta er víst gjört »»mér til fróunar««. Sumir segja: »eg þoli eigi »»mjólk, mér býðr við henni. Ilvað ælli eg geti »»lifað á þessu? hvað ætlí þetta hjálpi mér þar »»semengi meðöl hafahjálpað?*« Eg svara þessu »með því (segir Dr. Karell) »þér hafið aldrei við »haft mjólkina réttilega; þið þurfið ekki að óttast »að þið deyið af húngri þó þið njótið einkis nema »mjólkrinnar. Mjólkin innibindr allt sem líkaminn »þarf til viðrhalds síns, og er hún létt til melt- »íngar sé hún réttilega við höfð, eg hefi reynsl- »una fyrir mér í því, að hún hjálpar opt þar sem »ekkert annað hefir hjálpað«. J>á er nú talið hið helzta, er menn allt til þessa vita um mjólkrlækníngar og eru þeir 3 lækn- ar, er hér eru tilfærðir »sumsé l*rof. Niemeyer, Dr. Karell og Dr. Chambers einhverir hinir merk- ustu læknar sem uppi eru á vorum dögum, og hafa allir alment orð á sér fyrir dugnað sinn og lærdóm, og þókti mérþví, eptir því sem á sten'dr hjá okkr með læknaleysið, vel .til fallið og 'skylt að skýra löndum mínum frá þessum nýa lækn- íngamáta, því nýr má hann kallast í því tilliti, að hann hefir aldrei verið svo reglum bundinn sem nú, og aldrei hefir mjólkin verið svo alment -við höfð í fjölda sjúkdómum, sem af hinum áðrnefnd» læknum. br.Karell hefir reynt máta sinn á meir en 200 veikum. en í hvað mörgum sjúkdónmm liinir aðrir hafa reynt hann veit eg eigi svo gjörla. J>egar eg fyrir 25 árum síðan var í Gráfenberg í Austrríki, höfuðaðsetrstað vatnslæknínganna, sá eg yfir 800 sjúklínga með ýmsum veikindum neyta einkis annars en nýmjólkr kvöld og morgna, og virðtustþeir allir að hafa golt af því. Síðan hefi eg opt í ýmsum sjúkdómum, einkum taugaveikinni, vatns- sýki, lúngnabólgum, og öðrum áðrnefndum sjúk- dómum, látið sjúklínga mína fá mjólk þegar krapt- arnir hafa viljað þverra, og nærfellt alténd séð sjúklíngum verða gott af, þegar einúngis er litið eptir því, að þeir fái eigi of mikið í senn, og með

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.