Þjóðólfur - 16.09.1867, Side 3

Þjóðólfur - 16.09.1867, Side 3
— 163 — sá eldinn, tók hann þá <ihæð» eður stefnu eldsins yfir Portlandshöfðann að sjá, og varð þá eldrinn þar í norðr af. Nú er menn bera saman allar þessar stefnur og draga saman í eina heild, þá hlýtr að bera að þeirri niðrstöðu að eldr þessi hafi gosið upp ein- hversstaðar úr hinni vestustu öxl Vatnajökuls eðr Skaptárjökuls er liggr vestr úr megin jöklinum milli upptaka Túngnár að suunan og fjallgarðsins þar fyrir sunnan (milli Túngnár og Skaptár) er liggr austr af Skælíngnum og Uxatindi fast upp í jökulinn og er sá fjallgarðrinn allmikill, en Túngna- fellsjökuls og Kjöldukvíslar að norðan, og Fiski- vatna að vestan. |>að virðist óefandi, að eldrinn hafi komið upp í sjálfri jökulöxl þessari en eigi á öræfunum þar vestr af, eptir því sem ráða er af hinni miklu jökulfýlu, er lagði svo víðsvegar og náði yfir slíka fjarlægð, 29. f. mán. Nokkrir kynni að segja, að þá hefði vatnsflóð sjálfsagt orðið að hlaupa í Túngná og svo þaðan í þjórsá í bygð; en það er engan veginn víst að þessi hin nýja eldgjá hafi spúð vatnsflóði, eins og t. d. að er tíð- ast um Iíötlu, heldr lýtr að hinu gagnstæða það, hvað eldrinn sjálfr var bjartr og stöðugr og lagði hátt á lopt upp, því það mun sjaldan eðr aldrei með vatns og vikrgosi, heldr einmitt með hraun- eðju eðr hraunsteypu gos. Eldstöðvar þessar virðast því að hafa verið i jökulöxl þeirri, er nú var sýnt, milli 64° 10' og 64° 25' Nbr., og 30° 45' 31 — 10' vestl.l., tal- ið frá hádegisbaug Katipmannahafnar; eldgjáin virð- ist og hafa spúð hraunefni en eigi vatnsflóði né heldr víkrsandi eðr ösku að neinum mun. Dagana 29.—31. f. mán. og 1. þ. mán. var aldrei heiðskýrt veðr heldr þykkfengið, svo að eigi sá til sólar neinn þann dag hér syðra, og mátti því eigi sjá hvaða áhrif eldrinn hafði á sól- ina og birtu hennar, en síðan 1. þ. mán. hefir sólin haft sinn eðlilegan lit og borið eðlilega birtu, hefir og heiðrikjan þar upp yfir eldstöðvunum ver- ið hrein og tær síðan og ræðr því að öllum lík- indum, að gos þetta hafi verið á enda sjálfsagt 2.-3. þ. mán. EMBÆTTISPRÓF við prestaskólann, 21.—30. Ágúst 1867. Jónas Björnsson með 1. einkunn 49 tröppur Páll Jónsson — 1. — 49 — Eirílcr Eggcrtsson Briem — l. — 46 — Eggert Ólafsson Brim — 1. — 43 — Sigurðr S. Sivertsen með 2. einkunn 41 — Hinar skriflegu spurningar voru: í Iliflíuþýðing Gal. 4, 1. —10. v. í Trúarfræði: að útlista og meta mismuninn á lær- dómi Lúthers og Calvins um náðarútvalníngu guðs? í Siðafræði: að útlista eðli, nauðsyn og siðferðis- lega þýðíngu hegníngarinnar? Ræðutexti: Efes. 6, 10.—18. v. J»úsnn<l-úra minníng'arliútíd nm Islands byggingn, I8S4. Alþíngismaðrinn úr Norðr-píngeyarsýslu, kand. Sv. Slcúlason, baruppfyrir Alþíngi í sumar uppá- stúngu um, að þjóðþíngið og þjóðfulltrúarnir tæki að sér forgaungu fyrir því, að árið 1874 verði lialdin almenn minníngarhátíð um það, að þá eru liðin 1000 ár frá því er íngólfr Arnarson og það- an af aðrir Noregshöfðíngjar bygðu land vort, og að þetta yrði gjört eigi að eins með almennúhá- tiðarhaldi víðsvegar yfir gjörvaltlandvort,heldr einn- ig að undirbúníngr og forgánga yrði nú þegar afráðin til þess að alment verði skotið saman fé svo miklu að því megi verja til verðugrar minníngar um ís- lands byggíngu og hinn fyrsta ættföður vorn íng- ólf Arnarson, eptir nákvæmari ákvörðun Alþíngis. Uppástúnga þessi er nú útkomin í Alþ.tíð. 1867, 11, 305.—306. bls. píngið setti 3 manna nefnd í málið (uppástúngumann Sv. Skúlason, P. Pjetursson og P. Guðjohnsen), og lagði hún til í álitsskjali sínu 6. f. mán. (Alþ. 1867 II, 392.— 396.) að Alþíngi tæki málið að sér og styddi það á þann hátt er síðar segir; var málið síðan tví- rætt á þíngi, og að því búnu afráðið með miklum atkvæðafjölda á fundi 15. s. mán.: 1. Að skora á . stiptsyflrvöldin og landfógeta að þeir vildi að sér taka að gánga í nefnd ásamt 2 þíngmönnum er Alþíngi kysi, til forgaungu og stjórnar fyrirtæki þessu. 2. Að hver þíngmaðr taki að sér, hver í sínu kjördæmi að senda eyðublöð, er fyrgreind nefnd átti að gefa út, til sýslumanna, prófasta, presta og annara merkustu manna í kjördæminu, og skora á þá að gangast fyrir almennum árlegum samskot- um um land alt og senda jafnóðum tillögin til nefndarinnar í Reykjavík. Hin önnur uppástúnguatriði nefndarinnar, er þíngið einnig samþykti, eru tekin fram í áskorun nefndarinnar til Íslcndínga sem hér kemr á eptir. Sliptsyfirvöldin og landfógeti tóku mannúðlega þessari áskorun þingsins, og erþeir Jón Pjeturs-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.