Þjóðólfur - 15.02.1868, Blaðsíða 6
öllu þvf sem þeir vita um hlutina t. a. m. hvaðan
þeir sé upprunalega og hverir hafl átt þá, hvort
sagnir fylgi þeim, og eins hvort þeir eru fundn-
ir eða ekki, ef þörf er á að gera grein fyrir því,
og hvort þeir eru fundnir í jörð eða ofanjarðar,
út á víðavángi eða í bæarrústum, og hvort þær
séþáfornar, eðaúngar ogfráhinum seinni tímum;
eins verðr að aðgreina hvert það finnst í ösku-
haugum eða fornmanna haugum eða dysum, hvert
það sé grafið upp eða það hafi blásið upp, hvort
þar hafi fundizt fleira og hvað, eða muni geta
fundizt, og ef svo er, þá þarf vandlega að setja á
sig staðinn og lýsa honum; sé það fornir hlutir
eða fornlegir, þá þarf nákvæmlega að taka fram
hvort þar hjá hafi sézt nokkur mannaverk t. a. m.
hvortþarbafi vottað fyrir haug eða dysi eða stein-
ar lagðir í hríng utanum hlutina eða um hverfis
þá, eða ef viðarko! eru lögð utanum þá, og eins
hvort þar hafi sézt mannabein eða merki til þess
að hafi verið grafið saman maðr og hestr eða
maðr og hundr; þá þarf að lýsa hvernig beinin
liggja o. s. frv., og gjalda varhuga við að allt sé
liirt smátt sem stórt því það smæzta er opt eins
áríðandi i fornfræðislegu tilliti. Líka þarf að gæta
að, hvort dysin eða haugarnir eru með krínglóttu,
aflaungu, ferhyrntu, eða þríhyrntu Jagi og að geta
um það; eins þarf að geta um hvort það er ná-
lægt þeim stöðum sem sögurnar segja að menn
hafi verið heygðir eða þar sem víg eða orustur
eða fornir mannfundir voru haldnir. Ilafi hlut-
irnir verið geymdir mann fram af manni sem opt
hefir skéð með hluti þá sem hafa verið sendir
safninu, þá þarf að geta um hvað lángt er síðan
þeir fundust og hvar, ef unnt er. En um fram
allt þarf að fara gætilega með hlutina sem finnast
og ekki að taka rið af þeim eða hreinsa þá of-
mikið upp, því við það geta þeir tapað því hálfa
af sínu verði nema vanir menn eigi hlut að máli.
Líka þarf að búa vel um hlutina þegar þeir eru
sendir, í stokk eða öskjum ef þeir eru nokkuð
brothættir, en ekki eingaungu í skjóðu, því þar
innaní geta hlutirnir brotnað og beiglazt og máðst
og kolriðgað, ef þeir eru úr járni. f>ar upp á
höfum vér of mörg dæmi með ýmsa hluti, sem
hafa verið sendir til safnsins.
Eins verðum vér opt varir við, að margir eru
eins og hræddir við að senda safninu hluti þegar
þeir vila að safnið hefir áðr fengið marga hluti
sem eru sömu tegundar, en þetta er alveg raung
skoðun, því allir vita, að smíði og lag á hlutum
sem eru sömu tegundar er optast mjög mismun-
andi, allra helzt þegar að það er útflúrað
eða útskorið, og þar að auki má opt mest
læra af hlutunum sem eru sömu tegundar þegar
þeir eru komnir margir saman.
f>að hefir áðr verið drepið á ýmsa hluti sem
vert er að safna til safnsins, t. a. m. öllum
vopnum, sjá f>jóðólf 16. ár nr. 11 — 12. 17. ár
1 2, 18. ár nr. 38—39. Að það sé þörf á að
safna öllum reiðtýgjum og hestbúnaði gömlum er
tekið fram í 17. ári nr. 27—28 og eins er f>ar
tekið fram í sama árgángi nr. .14 —15 að f>að sé
þörf á að safna allskonar hirzlum og þar að lút-
andi, í sama árgángi nr. 27—28 er og tekið fram
að þörf sé á að safna öllum húsbúnciði og veggja-
tjöldum sem tii eru. f>að er og tekið fram í 14.
ári nr. 19—20 hverju menn helzt ætti að safna;
það er ekki að svo stöddu hægt að telja það allt
ítarlegar upp en áðr er gjört, enda geta menn
nokkurn veginn séð af skýrslunum, hverju helzt
muni vera vert að safna, ef menn á annað borð
vilja vita það; samt finnst oss þörf á sérílagi
að benda mönnum á einn hlut og biðja voru heiðr-
uðu landa að hafa safnið í huga um það, ef hægt
væri að útvega því allan íslenzlca vefstólinn gamla,
og ef að hann er hvergi til í heilu lagi, þá. er þó
vonandi að það takist að smala honum saman um
allt land. f>ess vegna viljum vér biðja þá sem
kynni að eiga hann heilan, sem helzt kunna að
vera Skaptfellíngar, að láta oss vita það, en hvort
sem er, þá er nauðsyn á, að þeir sem eigaparta
af honum í bærilegu standi, vildi senda oss þá
eða láta vita það sem fyrst, þóað það væri ekki
nema einn partr t. a. m. rifr, hleinar, slcöpt, skeið,
hrœll, eða einn eða fleiri lcljásteinar og fleira þar
að lútandi.
f>ar að auki viljum vér benda mönnumáým-
isleg gömul og sjaldgæf klæði, sem nauðsyn er á
að safna, t. a. m. mussa, karlmanns utanhafna-
peisa gömul, stuttbuxur, boli, brjóstadúlca eða lcot,
þær gömlu bláu lcarlmanns slcotthúfur með silki-
skúf og vírborða er nauðsynlegt að fá, eða eptir-
gerðar (með umsjón gamalla manna) síðhempur,
sokkabönd með skúfum á endum, kíla ef til væri
og fleira. Af kvennbúníng þarfað fá kvennhempu
sem væri í góðu standi, og nokkuð gömul og eins
flos framan af þeim með dúfnastrengjum, hjarta-
strengjum og eins vírverk eða rokkverk og lissur
framan af hempum sem er að líkindum eldra en
flosið, reiðhetti, höttkápur, höttdrög, niðrbinding-
arbönd, fótabönd, hollinda, mállinda, sessulinda,
50—60 ára gamlar kvennpeisur og húfur ef til