Þjóðólfur - 18.03.1868, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.03.1868, Blaðsíða 1
20. ár. Reykjavík, 18. Marz 1868. IV.—18, — -j- Sunnudaginn 8. þ. mán. nokkru eptir sól- setr, andaðist Jón Pórðarson Thoroddsen sýslumaðr BorgÐrðinga, að Leirá, rúmra 49 ára að aldri, fæddr S. October 1819, og mátti beita þrotinn að heilsu eigi eldrí maðr; — gáfumaðr og liprt skáld eins og þjóðkunnugt er af kvæðum hans og kviðlíngum, prentuðum og óprentuðum, og af snotr-ritinu «Piltr og stúllca«, er vafalaust mun halda rithöfundarnafni hans lengi á lopti; en naumast mun hann verða harmdauði gjaldþegnum sínum og sýslubúum yíir höfuð að tala, að því skapi sem ekkju hans og börnum (4 sonum í æsku og uppkominni dóttur, þeim ósammæðra) og svo þeim er hann hafði verið húsbóndi yfir; því hann var góðr ektamaki, faðir og húsfaðir. — Til sýslumanns í Borgarfjarðarsýslu hefir stiptamtmaðr sett kand. juris E. Theodor Jónassen, fer hann uppeptir til að taka við embættinu um þessa daga, og sezt að að Leirá fyrst um sinn. Aðsent. — í 15.—16. blaði f»jóðólfs, 29. dag Febrúarm. þ. á., er ritgjörð ein frá «samkundu haupmanna» í Reykjavík, sem byrjar á að skýra frá, að hið lækkandi verð á íslenzkum verzlunarvörum næst- liðið ár, og sem greinin gefr í skyn að muni fara enn lækkandi, sýni, hve brýna nauðsyn beri til,að Íslendíngar kappkosti að bæta vöruverkun sína; og kenna kaupmenn þetta lækkandi verð vörunnar bæði beinlínis og óbeinlínis einkum ^hinni skeyt- íngarlausu meðferð á vörunum, sem sé svo al- menn hjá Íslendíngum, einkum hér á Suðrlandi». Með |>essum orðum bera þá kaupmenn þessir alla sökina upp á þá, sem vöruna selja, en sjálfir sé þeir með öllu saklausir; já meira að segja, oss virðist það liggja beinlínis í orðum greinarínnar, að þeir hafi gjört allt, sem í þeirra valdi stendr, til að bæta vöruvöndunina, en það hafi eigi hrifið. í>að virðist auðséð, að þeir hafi valið þetta orð «skeytíngarleysi» svo sem hið mildasta orð er Þeir hafa fundið um meðferð Íslendínga á vörum sínurn. En hafa þá þessir góðu herrar hugsað nákvæmlega út í það, hvað skeytíngarleysi er, eða hvort þeir muni með öllu saklausir í því hversu varan lítr út, þegar hún kemr á hinn útlenda markaðinn? Yer þorum að fullyrða, að hafi þeir viljað þvo sínar hendr af því, þá verði þeir að gjöra betri skil, en enn eru gjörð; þvíað þótt vér eigi viljum segja, að Islendíngar og Sunnlend- íngar sérstaklega vandi vöruverkun sína, sem bezt mætti verða, þá eru þó kaupmennirnir engu síðr, já opt miklu fremr, og að nokkru leyti einir skuld í því, að varan selst illa í útlöndum. þvíað auk þess sem þeir hrúga öllu saman, setja allt í sama stakkinn, sem til þeirra kemr, t. a. m. saltfiskinn, hvernig sem hann svo er, þá veldr það þó auð- sjáanlega mestum skemdunum, er þeir láta flytja fiskinn að þarflausu, í hugsunarleysi og af ein- hverskonar kappi, útí skip þau, sem eiga að fara með hann til annara landa, í rigníngu, óveðri og ágjöfum, og svo er honum staflað meira og minna votum niðr í skipin, og þegar svo er, geta allir nærri getið, og það kaupmennirnir sjálfir, ef þeir hugsa út í það, hvernig hann muni verða útlít- andi, er hann hefir legið með vætu þessari í skip- inu mörgum vikum saman, hversu góðr í sjálfu sér og vel útlítandi sem hann hefir verið, þegar hann kom i pakkhús kaupmanna hérna á Snðr- landi. |>egar þessi fiskr kemr til útlanda, er það svo sem auðvitað, að hann er talinn illa verkaðr eða skemdr, og nær því eigi fullu verði; en þótt kaupmennirnir kenni það oss, sem leggjum hann inn í kaupstaðinn, og segi, að þeir fái hann svona frá bændum, þá getum vér með meira rétti sagt, að skemdir á fiskinum sé þeim að kenna; og hvað er skeytíngarleysi í meðferð vörunnar, ef eigi það, sem vér nú sögðum? Yér höfum nú hér talað nm saltfiskinn, með þvl líka að kaupmenn hafaað undanförnu einkum lýst óánægju sinni yfir hon- um; en vér ætlum þó, að vér getnm snúið þeirra eigin orði oskeytíugarleysi i meðferð vörunnar» upp á sjálfa þá í meðferð fleiri vörutegunda en þessarar einu; en f>eir ætti þó að gjöra hreint fyrir sínum dyrum, áðren þeir fara að kenna oss um öll óhreinindin í þessu efni. ( þessari grein frá kaupmannasamkundunni er enn fremr sagt, að kaupmenn að nokkru leyti, en þó eigi til fullnustu, hafi gjört mun á verði vör- 65 -

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.