Þjóðólfur - 18.03.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.03.1868, Blaðsíða 3
— 67 v'ð hafi alla reglusemi, þrengir þó greiðvikni og góðgjörðasemi mjög að efnahag þeirra. Á þetta einkum heima hjá þeim, sem búa í þjóðbraut, og eru ekki vel efnuin búnir. En það sem vér sérí- lagi ætluðum að minnast, á með línum þessum, er um ferðalög vermanna að norðan. það er kunnugt að þessir menn ferðast á vetrinn suðr á land til róðra, hundruðum saman, og liggr leið þeirra allra um Borgarfjarðarsýslu. það kemr opt fyrir, að ferðamenn þessir gista frá 10 til 20 á sama bæ á einni nóttu og stundum nótt eptirnótt. þegar nú ófærðir eru og illviðri gánga, svo þeir verða lengi á leiðinni, kemr það ekki sjaldan fyr- ir að menn þessa vantar bæði hey og mat. Nú eru vermenn þessir optast á ferð þegar harðast er á milli manna, vetr eða vor, og þegar þar við bætist nú það, að hart er í ári, þá má geta nærri, að mörg efnalítil heimili taka bitann frá munni sér handa mönnum þessum. Vér álítum nú bæði skyldugt og fallegt í sjálfu sér, að sýna lángferða- mönnum allan þann beina og greiðvikni sem mönnum er unnt, en engin skylda er að gjöra það borgunarlaust. f>að verðr heldr ekki varið, að norðlendíngar eru opt svo útbúnir, að þeir geta greiðt fyrir hey og beina, og gjöra það opt fús- fega. En samt sem áðr ber út af því stundum. það kemr fyrir, að menn þessir segjast engapen- ínga hafa, og ekkert geta borgað, enda getr það satl verið þegar ferðin heflr verið löng og kostn- aðarsöm, að ferðapeníngar þrjóti. En það sem þó í þessu er lakast er það, að menn hafa kom- izt að raun um að ferðamenn þessir segjast stund- um ekkert geta borgað og ekkert gjald liafa, jafn- vel þó það hafi komizt upp, að þeir hafa haft næga penínga, og verið vel útbúnir frá húsbænd- um sínum. Vér viljum ekki dæma þessa menn, því þeir eru sjálfdæmdir, en hitt vilduin vér segja, að slíkt getr spillt fyrir ferðamönnum, og það lítr út fyrir að þessir menn vili ekki gjöra hús- bændum sínum sérlega mikinn sóma. J>að væri því óskandi, að bændr hér reyndi til að vera þann- ig útbúnir að þeir gæti selt vermönnum hey og beina þegar þörf krefr, með sanngjörnu verði. Vér segjum að selja þeim með sanngjörnu verði, því e'ns nirfilslegt og ómannúðlegt er það að okra útúr mönnum þessum penínga, og þannig nota sér neyð þeirra, eins og heyrzt heíir af ónefndum búanda á alfaraleið þeirra hér að sunnan verðu við Holtavörðu-heiði. Vér viljum með þessum 'inum samt sem áðr enganveginn draga úr gest- visni manna eða hvetja efnamenn til að selja góð- gjörðir þegar það er á móti skapi þeirra. Vér vit- um einnig, að fátækir ferðamenn eða frá fátækum geta átt hlut að máli, og þá getr verið ástæða til að hafa hliðsjón af því. En vér köllum það vel- gjörníng að hjálpa lángferðamönnum um þá hluti sem þeir nauðsynlega þarfnast, fyrir sanngjarnt verð. Og sú regla, að selja þetta, er yfir höfuð nauðsynleg vegna hinna fátækari heimila sem eru á leiðum ferðamanna, því þeir þurfa eins að gista hjá fátækum og ríkum. Vera má að oss verði svarað því, að svo mart kaupafólk fari norðr af suðrlandi, að allt gæti jafnað sig, þó menn hér seldi ekki fararbeina þann sem vér höfum getið um. En eins og vér álítum rétt, að sama regla væri í þessu tilliti viðhöfð, við kaupafólk að sunn- an og vermenn að norðan, eins má geta þess, að mjög fátt kaupafólk fer norðr ár hvert úrBorg- arfjarðarsýsln. þareð nú mikil óregla í þessum efnum á sér stað i landi voru, viljum vér með línum þess- um skora á þá menn, sem taka þátt í löggjöf lands vors, að taka til íhugunar, hvort það væri ekki komin timi til að ákveða lagareglur um ferðamanna flutníng og fararbeina, eins og gjört er í öðrum löndum, þannig að menn þeir sem búa við þjóðvegi eða fjallgarða væri skyldir til að selja mönnum ýmislegt fyrir álcveðið verð, sömu- leiðis að reglur væri almennt gefnar um flutníng ferðamanna yfir hinar stærri ár og firði. f>að væri einnig góð regla, þó það verði ef til vill ekki svo hægt að komahenni á sumstaðar, að minsta kosti meðan það er ekki lögskipað, að skrifa hjá sér nöfn og heimili þeirra manna er menn selja far- arbeina, hvað mikið borgað er, og eins nöfn þeirra er ekki geta borgað. Með þessu yrði komið í veg fyrir marga óreglu og ósannsögli sem nú á sér stað. Nokkrir Borgfirðíngar fyrir sunnan Skarðsheiði. FÁEIN OBÐ til Magnúsar Einarssonar í Skáleyum, ÁrÆ sem leií) heflr komiti út frá prentsmiíijunni á Akreyri bæklíngr nokknr sem kallast „Athngasemdir gegn Magnúsi Eir íkssy ui, samirin af M agnúsi Ei n arss yn i, í Skáleyuin“. Rithöfundrinn fer heldr illa meb nafua sinn, kallar haun mórgum háftulegum orímm og bókina hans, um St. Jóhannesar Guís- 6pjall, gulu pestiua. Eg ímynda mór nú, aí> Magnús Eiríkssou niuni lítt gngna vit) slík nöfn, enda eru þvílík- ar ritgjóríiir fremr til aí> styíija bók M. Eyríkssonar en hrekja liana, svo eg held at) þessi Skáleya-Magnús, sem þykist vera mikill gubfrieþíngr, gjöri nafna síuum meira gagn eu hann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.