Þjóðólfur - 18.03.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.03.1868, Blaðsíða 2
— 66 unnar eptir gæðum. Já, það er eigi ofhermt, þótt þeir segi að þeir hafi eigi gjört muninn til full- nustu; því að vér vitum alls eigi til, að þeir næst- Jiðið ár hafi gjört nokkurn mun t. a. m. á salt- fiskinum, að minsta kosti eigi eptir neinum stöð- ugum og skynsamlegum reglum; þvert á móti þykjumst vér gela fullyrt að það hafi fyrir komið, að þeir hafi gefið meira fyrir þann fiskinn, sem verri var, en hinn betri. J>eir hafa því orðið að gjöra þenna mun á einhverri þeirri vörutegund, sem oss er ókunnugt um er þetta ritum. þarsern hinum heiðruðu kaupmönnum í um- önnun sinni fyrir velferð og sóma landa sinna, hefir hugsazt hið djúpsetta ráð, að kjósa menn til að segja álit sitt um vöru vora og skera úr, ef kaupanda og seljanda eigi semr um gæði vörunn- ar, þá vildum vér nú leyfa oss, að spyrja þá að nokkrum spurníngum: J. Eigum vér, sem vöruna leggjum inn, að vera skyldir að leggja oss undir dóm þeirra manna, sem kaupmenn sjálfir kjósa? — 2. Hver á að ábyrgjast, að þessir menn hafi fullt vit á að meta gæði vöru þeirrar sem vér leggjum inn? — 3. Eiga sömu mennirnir að meta allar vörur, hvort heldr það er fiskr, lýsi, ull, tólg eð'a æðardún, o. 6. frv.? — 4. Er það hið sama, hvort kaupmenn nefna til þessa menn eða yfir- valdið? Yér spyrjum að því vegna þess, að vér höfum aldrei heyrt, að valdalausir menn nefni til slíka menn, nema ef það skyldi vera eptir sam- komulagi beggja málsparta? 5. Hver hinna heiðruðu Reykjavíkr-kaupmanna ætlar að taka eiðinn af þeim? 6. Hver á dð borga þessum mönnnm fyrirhöfn þeirra? þessa er einkis getið í ritgjörðinni, og væri þó fróðlegt að vita það. 4>essir menn eða aðrir jafnáreiðanlegir eiðsvarar — að því göngum vér vísu — eiga sjálfsagt og að meta gæði vöru þeirrar, sem kaupmenn flytja oss; en þess er þó eigi getið; en vér verðum þó að telja það sjálf- sagt, úr því vörumatsmenn eiga sér stað; f>ví að hin heiðraða kaupmannasamkunda veit það næsta vel, að hinar útlendu vörur kaupmanna eru hvergi nærri æfinlega eins og þær ætti að vera, t. a. m. kornvörur, sem margopt eru meira eða minna skemdar, og j>ó seldar fullu verði eins fvrir það; rúgrinn er opt mjög léttr, og bánkabyggið, sem hérna hefir verið selt fullu verði, hefir opt verið rnyglað og í kökkum, þótt allt hafi gengið út á endanum. Hvernig er kaílið sumt, sem þeir selja oss við dýru verði? Hefir eigi hamprinn opt að undanförnu verið lítt nýtr sökum fúa, þótt menn hafi neyðzt til að kaupa hann? og enn mætti fleira telja, sem vér varla ætlum kaupmönnum sjálfum að segja að sé óaðfinnanlegar vörur. J>etta er þá annað atriðið, þar sem kaupmenn ætti að gjöra hreint fyrir sínum dyrum, áðren þeirfara að bregða öðrum nm óvandvirkni. Vér fáum eigi betr séð, en að kaupmönnum beri allt eins að vanda varn- íng sinn, eins og oss vora vöru. f>egar útlenda varan hjá kaupmanninum er góð, þá er eðlilegt, að hann heimti góða vöru á móti; en þar sem þeir að vorri ætlun gjöra sig jafnvel sekari en vér í óvandsemi, er þeir bæði spilla hinni íslenzku vöru í meðferðinni, og eru alls eigi svo vandir sem skyldi að vörunni, sem þeir kaupa og selja oss, þá furðar oss á, að svo mentaðir og nær- gætnir menn sem Reykjavíkr-kaupmennirnir, skuli að eins líta á aðra hlið málsins og geta ætlazt til, að aðrir gjöri það sem þeir sjálfir eigi gjöra, þar sem þeir eiga þó lángtum hægra aðstöðu en vér, og geta eigi að eins vandað sína vöru, heldr og mjög svo stutt að umvöndun Íslendínga. En það lítr svo' út, sem þeim sé nóg, að líta á flísina í auga bróður sins, en gæti alls eigi að vaglimt t sjálfs síns auga. Sýníngu þá, sem þeir segjast í greininni ætla að stofna hér í Reykjavík, ætlum vér eigi að tala um í þetta skiptí; hún er ofvaxin vorum skilníngi enn sem komið er. Noltlcrir fislcimenn við Faxaflóa. (Aðsent). Það verðr eJcki varið, að gestrisnin er í sjálfu sér fögr og sæmileg. Íslendíngar hafa opt feng- ið maklegt hrós fyrir hana hjá útlendum ferða- mönnum, enda mun hún hafa átt heima hjá þjóð vorri frá elztu tímum. Hinir göfugu bændríforn- öld, forfeðr vorir, voru engir »Bárðr á Búrfelli;» í þeim droltnaði ekki yfir höfuð að tala nirfils eða kotúngsandi í eiginlegum skilníngi; þó þeir væri stórbokkar í skapi, voru þeir þó ei að síðr veg- lyndir menn, og leituðust við með gestrisni og ýmsu göfuglyndi að gjöra sér til sóma. En vand- farið er með vænan grip, segja menn ; þó gestrisn- in sé fögr, og íslendingura eiginleg, má þó ei að síðr vanbrúka hana og misbjóða eða nýðast á henni. Vér segjum að hún sé vanbrúkuð, þegar menn hafa gestrisni yfir efni fram, þegar menn veita góðgjörðir svo reglulaust í mat, kaffi og ðl- föngtim, að þeir sjálfir fara á vonarvöl, og er þetta þó ekki dæmalaust í landi voru. Nokkrir þeir menn eru og til, sem verða fyrir mjög mikid' aðsókn af ferðamönnum ár eptir ár, og þó þe'r

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.