Þjóðólfur - 08.04.1868, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.04.1868, Blaðsíða 2
— 78 og 8 einkamál eðr prívat mál1. í 5 þessara prívat mála var gjafsókn veitt öðrumegin. Af þeim 9 sakamálum voru 6 þjófnaðarmál, eitt þeirra var þetta 10 ára gamla mál úr ísafjarðarsýslu er getið var í 19. ári f>jóðólfs bls. 90, og náði það nú um síðir fuilnaðardómi; en hin 3 sakamáiin voru: eitt útaf giptíngu er taiin var ólögleg; annað hórdóms- mál og útaf ósæmilegri hegðan og ummælum fyrir dómi; hið 3. útaf því, að hinn seki hafði orðið mannsbani í áflogum. Af þeim 5 opinberu lög- reglumálum voru 2 útaf ólöglegri lausamensku, en 2 (þau úr Biskupstúngum og Grímsnesi) útaf á- kærðu broti gegn fjárrekstrarbanni amtmannsins í Suðramtinu. (Aðsentj. Pað er, ef til vill, fáum kunnugt nema Reyk- víkíngum, og þeim, sem í grenndinni búa, að kaupmenn í Reykjavik og Hafnarfirði gengu í fyrra haust ( eitthvert félag sín á milli, sjálfsagt í þeim tilgángi, — það teljum vér víst, — að láta eitt- hvað gott af sér leiða, eigi að eins í verzlunar- málum vor Íslendínga, heldr og, ef til vill, í ýmsu öðru; eigi að eins í því skyni, sð haga kaupum sínum víð Íslendínga svo, að þeir hefði sjálfir hagnað af í svipinn, heldr og að haga þeim sem skynsamlegast og haganlegast bæði við Íslendínga og erlendis, svo að bæði sjálfir þeir og landsbúar líka, sem við þá verzlaði, gæti haft sem mestan hagnað af verzlunarviðskiptunum, bæði í svipinn og síðarmeir. Að þessi hafi verið tilgángrinn með stofnun þessa kaupmannafélags, er reyndar eigi nema tilgáta vor; en vér verðum að telja það sjálfsagt, að þessi hafi verið tilgángrinn, og hljót- um að ætla kaupmönnum allt hið bezta í þessu efni, unz reynslan sannar hið gagnstæða. Vér játum það, að vér þekkjum eigi lög þau, sem þetta félag héfir sett sér, eða hvert mark og mið þess eiginlega er; það hefir borið næsta lítið á öllum aðgjörðnm þess híngað til, og f>jóðólfr hefir svo að segja ekkert minnzt þess cða frá því skýrt, svo að af því verðr ekkert ráðið. Vér höfum reyndar heyrt því fleygt, að aðaltilgángrinn með félag þetta muni vera sá, að gánga ibönd og eiða, ef vér mættim svo að orði kveða, um það, hvað þeir félagar skyldi mest gefa fyrir hinn íslenzka varnínginn, og hversu dýrt þeir skyldi selja hinn 2) par rnel) er talfb niílit) milii þeirra Gnþbrandar sál. A Hdlmiátri, og Sanra-Gísla. er heimvísaþ var frá bæstaretti til yflrdámsins, ab hann legbi dðm í þrætuefnib sjálft, sbr. þjóbólf XIX, 1S0. útlenda varníng aptr á móti; en vér höfum eigi viljað trúa þvi; það væri hið sama og að gánga í félagskap til þess að eyða allri eðlilegri verzlun- ar képpni milli kaupmanna, og neyða skiptavini • sína til að sæta hverjum þeim kjörnm, sem kaup- manna-samkundan yrði ásátt um að setja þeim, og einhver einn kaupmanna því bvði þeim ; og því væri árangrslaust að leita til fleiri, enginnbvði betri kjör en þessi eini. Slíkr félagskapr væri svo ókaupmannlegr, að hann væri einúngis, og þó naumast, ætlandi smámöngurum, eða þeim er Danír nefna «Smaakrcemmere«. það færi svo fjærri að slíkr félagskapr yrði til að efla hag kaupmanna sjálfra, að hann hlyti, þá er verzlun- in er orðinn frjáis, að verða þeim, og það innan skamms, til mesta tjóns og niðrdreps, og það engu síðr en landsbúum sjálfuin, og oss mundi furða næsta mjög á því, ef kaupmenn vorir sæi það eigi sjálfir, og vildi allt um það teljast með sönnum og mentuðum kaupmönnum. En hversu ótrúlegr sem slíkr félagskapr er, þá getum vér eigi borið á móti því, að vér höfum heyrt ýmis- legt er bendi á, að Reykjavíkr kaupmennirnir ætli sér með þessum félagskap að liafa það fram, sém vér höfum talið, það, að korna sðr saman um verð á brennivínspelum, sykrlóðum og annað því um líkt, svo að þeir geti selt hvað eina við sem dýrustu verði, og skamtað þannig í félagskap og eindrægni landsbúum úr hnefa verð á öllum vörum, bæði útlendum og innlendum; og verðlag- ið, sem vér höfum heyrt að sé á allri vöru i j Reykjavík í vetr, svo lítil sem hún hefir verið, virðist oss benda á hið sama. Á hinn bóginn höfum vér híngað til um alls engar aðgjörðir þeirra heyrt getið, er miði að samlökum til eflíngar land- inu, bænum, verzlunarstéttinni eða nokkrum hluta bæjarbúa, nema ef telja skyldi þennan sjóð, sem þeir rnunu hafa stofnað til styrktar fátækum verzl- unarmönnum hér í Reykjavík, og þessum sjóði til eflíngar mun hafa verið stofnaðr þessi «bazar» eða «tombola», eða hverju nafni það á að nefn- ast, sem þeir héldu í vetr og getr um í J>jóðólfi- En nú birtist allt í einu grein nokkur í J>jóðólfi 29. Febrúarm. þ. á. frá »formönnum samkundu kaupmanna í Reykjavik». |>eim kann að þykja svo, að allir verði að vera einhuga á því, að sú grein sé bæði liprlega samin, og sýni með ljós- um rökum, að «kaupmmanna samkundunni* einkar-annt um velfarnan og sóina landa sinna, bæði með ráðstöfunum hennar lil að bæta vöru- vöndunina og öðru, og einkum með þessari sýn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.