Þjóðólfur - 08.04.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.04.1868, Blaðsíða 3
— 79 lngu á íslenzkum vörum, sem þeir segjast ætla að stofna í Reykjavík að sumri komand'a. Vér vildum sízt allra manna verða kunnir að því, að spilla fyrir nokkru því fyrirtæki, sem landi voru mætti til verulegs hagnaðar og sóma verða», og yér játum og, að sýníng á íslenzkuin varníngi og öðrum samkynja, skynsamlega stofnuð, gæti leitt til einhverrar eflíngar atvinnuvegum landsins, en skýrsla «samkunduhöfðíngjanna» í þjóðólíi er svo óljós í þessu efni, að vér skiljum hana eigi til fullnustu; sýníngin er svo djúpsett, og, ef til vill hin djú'psettásta sýníng, sem nokkuru sinni hefir hugsuð verið; og þá er vér gætum betr að, furð- ar oss eigi á, þótt vér eigi skiljum hana, því að vér getum eigi séð, að höfundarnir skili hana sjálQr, eða þá, að annað býr undir, en þeir vilja að almenníngr ætli. þetta getr reyndar verið mis- skilníngr af vorri hálfu, og skýrist ef til vill, svo fyrir oss, þegar hinar ýmsu héraðlútandi ákvarð- anir verða auglýstar í þjóðólfi, að vér getum játað' misskilníng vorn, en eptir því sem séð verðr af þjóðólfs-greininni, er tilhögunin á sýníngu þess- ari sú, að kaupmenn sjálfir ætli að velja vöruna sem fram er lögð, og svo kjósa einnig sjálfir dóm- endrna, það er hina sömu vörumatsmenn sem eigi að skera úr ágreiníngnum millum þeirra og seljanda, og svo vili kaupmaðrinn bæta seljanda eitthvað í notum vörugæðanna; en hversu áreið- anlegt slíkt vörumat ávallt kunni að verða, og hvort kaupmenn allajat'na muni hljóta að horga vöruna eptir sönnum gæðum hennar, þar sem kaupmennirnir og vörumatsmennirnir eru eigi bundnir öðruvfsi en svona, um það geta víst verið ýmsar skoðanir meðal skiplavina þeirra og annara. Af þjóðólfs greininni verðr alls eigi ráðið að sýn- ing þessi eigi að standa öðrum opin, en seljanda, kaupanda og vörurnatsmönnunum, og þó eigi svo, að seljandi geti borið sína vöru saman við ann- ara, eða fái að vita, hversu annara vara hafi ver- ið horguð, því siðr, að almenníngr eigi að hafa oeinn rétt til að skoða vörur þær sem kaupmenn fá beztar, eða geti haft neinn aðgáng að þessu 'örumati nema þá, ef lil vill, fyrir náð og misk- unsemi ldutaðeigandi kaupmanns, svona einn og einn á stángli, og í þessari skoðun vorri um sýn- ‘nguna styrkjumst vér enn betr bæði af ýmsu öðru 1 greininni, og eins því er sagt er, að sama muni °g verða í Hafnarfirði og Keflavík. Almenn sýu- íng getr þó varla átt sér stað a þessum þremr stöðum undir eins; en þótt vörumatsmenu, sem kaupmenn sjálQr kjósa, meli gæði vörunnar svona í laumi og smátt og smátt eptir því sem hún er lögð inn til kaupmanna, þá getr það engin sýn- íng heitið. Ef kaupmenn vildi kosta nokkru fé til, að almenn sýníng gæti átt sér stað í Reykja- vík á einhverjpm tilteknum vörutegundum og þeim áhöldtim, sem höfð eru til að afla þeirra og verka þær og almenníngi væri svo boðið um allt land, að senda sýnishorn af vörutegundum þessum og áhöldum þángað, þetta væri svo látið vera öllum til sýnis um ákveðinn tíma, svo sem mánuð, og þeim síðan veitt verðlaun, er sendi beztu vöruna, eða haganlegustu og beztu áhöldin eptir atkvæði þeirra manna, sem bezt vit væri taldir að hafa á þvi og kosnir væri að tilhlutun yfirvaldsins, þá mætti það sýníng heita; þá yrði svo á að lítasem kaupmenn vildi styðja að umbótum á atvinnuveg- um landsbúa; það gæti orðið upphvatníng fyrir landsbúa, að bæta atvinnuvegi sína og vanda vör- una, og þá gæti það rætzt, að mjór er mikils vís- ir; en þessi sýníng sem kaupmenn tala um í þjóðólQ , virðist liggja beinast við að sé gjörð, ef höfundarnir hafa annars gjört sér Ijósa hugmynd um hana, til að koma á hinni verstu einokunar- verzlun með kaupmönnum hér á Suðrlandi, að útiloka alla verzlunarkeppni, og að geta sagt bænd- um að þeif ekkert atkvæði geti átt um verð á vöru sinni, vörumatsmennirnir haQ óbeinlinis á- kveðið það og um það þurfi ekkert fremr að ræða. það skyldi gleðja oss, ef reyndin verðr önn- ur og betri en vér höf'um ímyndað oss, með sýn- íngu þessa, en að svo stöddu er Íslendíngum bezt að gína varlegayQr flugu kaupmannasamkundunn- ar, þótt hún kunni i sumra augum að þykja nógu skjómaleg og haglega smíðuð. I marz 1868. Nolclcrir Sunnlendíngar. DÓMR YFIRDÓMSINS í málinu: erfíngjarnir og (eptirá) ekkja Jóhans Pétrs Einarssonar á þíngnesi í BorgarQrði, gegn skiptaráðandanum í Borgarfjarðarsýslu Jóni sýslumanni Thoroddsen. (Upp kvcMrin 18. Nóvbr. 1867. — Páll Melsteí) sókti fyrir erfínpjana 2 börn eptir 1. hjonaband Jnhans sál., og 2 (lóttnrbnrn; en ekkjan Guilrún Asmundsdnttir sem var hane kona, gekk eptirá í máliíl meí) hinum erfíngjunum, eem ^interveniens", er kallaí) er, og tnk út a()ra nýa yflrdómsstefnu í þessu skyni á heudr skiptariÆanda, og sókti svo Jón Gulimundssoii málib fyrir yflrdómi hennar vegna. Hinn stefndi skiptaráþandi mætti hvorki sjálfr fyrir yflrdámin- nm né fekk annan fyrir sig til aíl halda oppi vörninni). „Meþ landsyflrréttarstefnu 17. Jiíní f. á. áfrýa erfíngjar Jóhans heitins Pétrs Rinarssonar á {>íngU66Í, bændrnir Jón

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.