Þjóðólfur - 08.04.1868, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 08.04.1868, Blaðsíða 7
83 — fram í Norðanfara í allri sinni nekt og vanhugs- an; það er sorglegt til þess að bngsa, að þeir skuli eigi hafa getað fundið sér annað til hug- fróa, eptir að svona var komið málinu, heldren að hafa það til glíngrs að fleyta kerlíngum» á for- arvilpunni «Norðanfara» með fjárkröfunum og fjár- kröfnskilyrðunum, er þeir voru sjálfir búnir að kyrkja í greip sér, þar sem þóhr. J. S. segir sjálfr, að «Norðanfari» sé svo «saurugr», «að maðr geti «ekki lagt sig niðr við slikt verk» (þ. e. að svara í honum eða senda honum leiðréttíngargeinir) «ef nnaðr er ekki orðinn svo óhreinn undir, að manni • megi standa á sama þóað maðr ati sig út» (Ný Félagsrit 1867 þ. e. XXV. ár. 150 bls.). |>að er því einkanlega þessi nýa atlaga sem að mér er gjörð í Reykjavíkr bréfinu í «Norðanfara» útaf þessu sama fjárkröfumáli er knýr mig til að reyna að koma með eptirfylgjandi athngasemdir til leiðréttíngar við þessar árásir herra J. S. gegn mér, ef það gæti orðið mér til nokkurrar rétt- lætíngar, og til að skýra málið fyrir almenníngi. (Framh. síðar). — Hér með innkallast með 6 mánaða fresti frá seinustu birtíngu þessarar auglýsíngar, atlir þeir, sem telja lil skulda hjá dánarbúinu eptir vinnumann Pál Hannesson, sem lézt að Voðmúla- staða-8úðrhjáleigu í Austr-Landeyjum 14. Októ- her 1867, til að lýsa skuldakröfum sínum, og Sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. Si;rifstofu RiíiigarvallasísUi 7. Febr. 1868 H. E. Johnsson. Hér með innkallast með 6 mánaða fresti frá seinustu birtíngu þessarar auglýsíngar, allir þeir, sem telja til skulda i dánarbúinu eptir eme- ritprest Petr sál. Stephensen, er seinast var peestr til Garða á Akranesi, en dó að Ólafsvöllum á Skeiðum 13. Ágúst næstl., til að lýsa skulda- kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. Skrifstofu Ríngárvaliasýsln 7. Febr. 1868. H. E. Johnsson. — Samkvæmt opnu bréfi 4. Janúar 1861 inn- kallast hérmeð allir þeir, sem til skulda eiga að telja í dánarbúi sýslumanns Jóns Póróarsonar Thoroddsen, er dó að Leirá 8. Marz þ. á., tilþess innan 6 mánaSa frá síðustu birtíngu þessarar aug- lýsíngar, að lýsa skuldakröfum sínum og sanna þær fyrir mér sem hlutaðeiganda skiptaráðanda. Sömuleiðis er hérmeð skorað á alla þá, sem skuldir eiga að gjalda téðu dánarbúi, að vera búnir að borga þær til undirskrifaðs innan sama tíma. Skrifstofu Borgarfjarfcarsýslu, aí) Leirá, 28, Marz 1868. E. Th. Jónasson, settr. — Samkvæmt dómi hins konúnglega íslenzka yfirdóms, gengnum 18. Nóvember 1867, eiga ný skipti að fara fram á dánarbúi Jóhans Pétrs Ein- arssonar á þíngnesi í Borgarfjarðarsýslu; bú þetta verðr aptr tekið fyrir til reglulegrar skiptameðferð- ar á skrifstofu sýslunnar, að Leirá, miðviku- daginn hinn 10. Júní næstkomandi um há- degi, og eru hlutaðeigaudi erfíngjar hérmeð um- beðnir að mæta á téðum stað og tíma, svo skipti á dánarbúi þessu geti þá fram farið. Skrifstofu Borgarfjarbarsýslu, ab Leirá, 28. Marz 1868. E. Th. Jónasson, settr. — Samkvæmt dómi hins konúngiega íslenzka yfirdóms, gengnum 5. Ágúst 1867, ber að skipta á ný þrotabúi ólafs Jónassonar bónda á Norðr- reykjum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu, er dó vorið 1866, og jnnkallast því hérmeð, samkvæmt opnu br. 4. Janúar 1861 allir skuldaheimtumenn í nefndu þrotabúi, lil þess innan 6 mánaðafrá birtíngu þessarar auglýsíngar, að bera fram skulda- kröfur sínar og sanna þær fyrir mér sem skipta- ráðanda. Skrifstofu Borgarfjarbarsýslu, ab Leirá, 28. Marz 1868. E. Th. Jónasson, settr. — Hérmeð auglýsist, að þriðjudaginn hinn 12. Maí næstkomandi um hádegi, verðr að lnstavogi í Akraneshreppi boðinn upp við op- inbert uppboðsþíng jöiðin INNSTIVOGR, 17.4 hundruð að dýrleika með 3 kúgildum. þess skal getið, að jörð þessari fylgja mikil hlynn- indi, svo sem mjög góð mótehja, nokkurt <xðar- AUGLÝSINGAR. — Hér með innkallast með 6. mánaða fresti frá seinustu birtíngu þessarar auglýsíngar: 1. Allir lögerfingjar vinnukonu fngveldar Guð- mundsdóttur, sem andaðist að Odda á Ráng- árvöllum 13. Október 1856, til að lýsa erfða- rélti sínum eptir hana og sanna hann fyrir skiptaráðanda hér í sýslu. 2. Allir þeir, sem til skulda kynnu að telja í dánar- búinu eptir nefnda íngveldi, til að lýsa skulda- kröfum sínum og sanna þær fyrir hinum sama. Skrifstofu Rángárvallasýslu 7. Febr. 1868. H. E. Johnsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.