Þjóðólfur - 02.06.1868, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.06.1868, Blaðsíða 3
Mu betri en villiþjóða í mörgu tilliti. Land þetta hefir verið eitt konúngsríki, en ekki alls fyrir laungu skiptist það aptr í smáfylki. En fyrir nokkr- u*n árum brauzt þar til valda maðr nokkr, er kall- aði sig Theodor; hann tók sér keisaratitil, og hvaðst vera kominn i beinan karllegg frá Salómon Gyðínga konúngi, en ókunnugt er mér, áhvaða ætt- artölnbókum hann hefir bvgt það. Theodor þessi sýndi framan af mikinn dugnað og hreysti. Iíom- ust Englendingar í kunníngsskap við hann og sendu þángað ræðismann að nafni Mr. Plnwden, er eng- inn hafði verið áðr. Iíomst hann í mikla kærleika við Theodor og fór keisari mjög að ráðum hans og tillögum. Theodor átti í sífeldum óeirðum við jarla sina og var Mr. Plowden veginn af óvinum Theodors. Ilefndi keisari hans grirnmilega. En upp frá þessu gjörðist hann mjög grályndr og helt við æði; hlifði hann þá hvorki Englendíngum né öðrum Norðrálfumönnum. Skömmu eplir dauða Mr. Plowdens hafði hann ritað Victoríu drotlníngu mjög vinsarnlegt bréf; en það hafði í ógáti verið lagt á hylluna, svo þ.ví var aldrei svarað. Ætlaði 'l’heodor þetta gjört til óvirðíngar við sig, og lét handtaka alla Norðrálfumenn, er hann náði i, því að nokkrir handidnamenn höfðu farið þángað eptir beiðni Theodors, svo Abyssiníumenn gæti lært af þeim. Sendu þá Englendíngar annan ræðismann að nafni Mr. Ilassam til að semja við hann um útlausn þessara manna. Tók keisari honum í fyrstu vel, og lét lausa Norðrálfumenn þá, er hann hafði hept. En brátt snerist honum hugr, svo hann lét aptr taka fángana og eins Mr. Rassam, en sendi enskan mann að nafni Mr. Flad til Englands með þau skilaboð, að hann vildi fá fleiri iðnaðarmenn í gislíngu. Mr. Flad kom aptr til Abyssiníu rneð það erindi, að Theodor skyldi þegar láta fangana lausa ella mundi hann sjálfan sig fyrir hitta. En Theodor svaraði þvi, að hann væri hvergi hræddr og mundi hann halda því, sem hann hefði náð. Sökum þessa bjuggu Englendíngar út her frá Indlandi á hendr Theodor; og spáðu margir illa fyrir þeirri för, því að landið er mjög torsótt; veg- 'r engir og allar vistir verðr að flytja með sér. Hátjöll, klettar og klúngr, gjár og gljúfr eru hver- vetna og einstígi, þar sem hægra er fyrir einn að verja en tíu að sækja. Má því geta nærri, að 'Ht er að fiytja fallbyssur og önnur hergögn um slíkan veg. Um þurkatímann er og víða mjög 8>rbiruar, og svo sem ástandit) í Baiidafylkjuiiam í Vestr- keimi; og vonum vir ab binu báttvirti htii'undr misvirbi þab illt til vatns, en um rignínga tímann verða gil og ár allar ófærar. Fyrstu mánuðina eptir að herinn var kominn þángað horfðist og illa á; viðbúnaðr sá, er menn höfðu haft reyndizt ónógr og ónýtr. En það virðist eins og Englendingnr þurfi jafnan að fá einhvern snoppúng áðr en þeir standa sig. Yfirforíngi leiðángrsins, sir Robert Napier, var heldr enn ek'ki kominn til hersins. En er hann kom skipti skjótt nm og gekk nú allt betr. Herinn varð að fara hér um 20 þingmanna leið- ir inn í landið og jafnframt að leggja veginn, er þeir fóru eptir. Urðu þeir lengi eigi varir við Theodor, því að hann fór undan i flæmíngi og gaf ekki færi á sér, þar til hann loks bjóst um í Magdölum (Magdala); það er vigi hið bezta og er það mjög ramgirt af náttúrunni. f>ar bar fundum þeirra saman, og urðu þá skjótt umskipti; menn Theodors féllu hrönnum eðr gjörðust liðhlauparar. Og er Theodor sá sitt óvænna, sendi hann alla Norérálfurnenn, er hann hafði í varðhaldi, til Na- piers, en Napier var eigi ánægðr með það, heldr heimtaði hann, að Theodor gæfist npp á vald sitt, og gaf honum sólarhríngsfrest til umhugsunar. En er frestrinn var útrunninn, réðust Englendíng- ar á vígið og tóku það. Féll þar Theodor eðr varð sér sjálfr að bana eptir ágæta vörn. jþetta var 13. f. mán. óOO menn féllu af mönnurn Theo- dors, en eigi einn af Englendíngum. f>egar þessar fréttir spurðost híngað til Norðr- álfunnar, þótti för Englendínga hafa orðið hin frægasta, þar sem við svo mikla örðugleika varað eiga, einkum að því er veginn snerti. f>óttu þeir hafa rekið af sér sliðruorðið, að eigi þyrði þeir lengr að taka vopn í höud. fess ber og að geta, að nokkrir þjóðverjar og Frakkar voru og í varð- haldi hjá Theodor, en þó eyddu þær þjóðir jafn- vel eigi orðum að, að fá þeim löndum sínum lausn. Fðr þessi kostar Englendínga hér um bil 40 millíónir danskra dala, og er það allmikið fé, en menn eru ríkir, og horfa ekki í skildínginn, þegar um frelsi ianda þeirra er að tefla. Eigi ælla Englendingar að slá eign sinni á land þetta, heldr fara þeir þegar burtu með allt sitt, og geta þá innlendir höfðíngjar þar barizt sín á milli um arfieifð Theodors. En vonandi er að dæmi hans verði þeim að varnaði, að beita eigi ofríki við Englendínga, þótt þeir komi þar í friðsamlegum erindum. Hvenær sem Frakklands hefir verið getið í vetr, hefir mönnum dottið í hug ófriðr og styrj- aldir; og hafa frakknesku blöðin sjálf einmitt verið

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.