Þjóðólfur - 02.06.1868, Side 6

Þjóðólfur - 02.06.1868, Side 6
eina hina mestu landrýmissveit, með svo nægum og góðum heimalöndum til snmarbeitar, sem hér er til á Suðrlandi; og hér er að ræða um fjár- ríka sveit kláðasjúka eðr kláðagrunaða, eins og hún er nú, sem umkríngd er af heilbrigðum sveit- um fjárrikum á alla vegu. J>essar heilbrigðu sveitir umhverfis Grímsnesið, og hinar er liggja þar að og út frá þeim, vilja nú fá verndun fyrir samgaungum úr Grimsnésinu, þá verndun og þá tryggíngu sem auðið er, fyrir því að Grímsnes- kláðinn útbreiðist ekki af nýu í sumar, sveit úr sveit; heilbrigðu sveitirnar fjær og nær álíta, að |>ær eigi lagaheimtíngu á því (liisk. 5. Jan. 1866 4. gr.), að »slrángr aðskilnaðr« verði hafðr á þesstt sjúka og grunaða fé Grímsnesínga, svo að það nái alls eigi eða þá sem allra minsturn samgaungtim við fénaðinn úr heilbrigðu nærsveitnnum. Stipt- amtið hefir nú, með téðri úrlausn sinni, til þíng- vallasveitarmanna, ekki neitað því,að menn eigi hér réttláta Mýmtu á «straungum» eðatryggum «aðskiln- aði». En allir fjárverðir, hverir sem eru, virðast að vera mótstæðilegir skoðun og áliti herra stipt- amtmanns Hilmars Finsen, þóað almenníngsálitið hafi jafnan verið og sé enn á hinu gagnstæða. Norðramtið með htutlöku Borgfirðínga og Mvrasýslu- búa, hefir, eins og öllum er kunnugt, kostað til fjaltvarða árlega um mörg undanfarin ár, og hið sama kvað vera staðráðið nú í sumar; fyrirsvars- menn fjallvarðanna hafa bygt og byggja þær ráð- stafanir bæði á ýmsum lögstjórnarúrskurðum, og á 4. gr. í tilsk. 5. Jan. 1866, því að «!ryggr að- skilnaðr» á sjúku og grunuðu fé frá heilbrigðu, er engi annar til, segja þeir, og verðr eigi annar hafðr um sumartímann, heldren öruggir verðir, ýmist milli bygða, á haganlegum stöðvum, enýmistmilli sveita, þar sem þeim verðr með nokkuru móti við komið. Heimavöktun sú, er þíngvallasveitarmenn fóru fram á að yrði uppálögð Grímsnesíngum, stefndi auðsjáanlega ekki að öðru en því, að Grímsnesíngum yrði uppálagt, að þeir sjálfir hefði tryggan vörð á sínu kláðuga og grunaða fé sum- arlángt, svo að það næði eigi að gjöra næstu sveitum skaða, — að þessum eigendum kláða- grunaðs fénaðar yrði uppálagt, að þeir sjálfir héldi uppi »straungum aðskilnuði» á sínu grunaða fé frá heilbrigðu fé nærsveitanna. Stiptamtsúrlausnin 9. þ. mán. virðist enn fremr að vera bygð á því, að Grímsnesíngar verði engan veginn álitnir svo sakfallnir fyrir hirðuleysi í lækn- ínguntim eða fyrir óhlýðni við skipanir og lækn- íngaráðstafanir yfirvaldsins, að þeim verði lagðar á herðar svo þúngar búsifjar: að hafa heima- vöktun á öllu sínu fé sumarlángt, eða að þeim verði þraungvað til þessa með fullti Iaga-aðhaldi. í annan stað virðist stiptamtið einnig að álíta, að heilbrigðu nærsveitunum sé litill eðr engi háski búinn af stimarsamgatingiim Grímsnesfjárins, og jafnvel alls enginn efað nú sé þar allt fé tví- baðað áðren slept er á fjall, með því kláðavottr sá er komið hafi þar fram eptir áraskiptin, hafi bæði verið næsta óvíða og lítill á hverjum stað. Um þetta atriði setjnm vér hér kafla úr blaðagrein einni um Grímsneskláðann, sem þjóðólfi hefir verið send fyrir skemstu. «Undarlegt má það vera, hvað einstakir menn eru ósvegjanlega fastir á því, að gjöra sem minst úr fjárkláðanum, þrátt fyrir þær íllu afieiðíngar er þeir mætti vera búnir að sjá og þreifa á, að einmitt þetta hefir haftí för með sér alla pessa laungu og sorglegu kláðatið. það hefir ekki þókt fallegt að gjöra ofmikið úr kláðanum, nefni- lega að segja þar kláða sem enginn hefir verið, en þetta hefir aldrei komið að skaða. En að segja þar elcki kláða eða «sárlitinn vott», «hör- undskvillavott» o. s. frv. þar sem fullkominn lifandi kláði hefir verið, að segja og gefa skýrslur um og byggja á því, að hér væri ekki nema um «óverulegan vott» að ræða, að það þyrfti ekki nema fárra vikna læknlnga tilraunir til að útrýma honum og gjöra þá og þá sveitina alheila á svipstundu eða að fárra vikna fresti, — að það væri óverulegr vottr, er engan gæti skaðað engar heilbrigðar kindr smittað með sam- gaungum, — pað er pelta, sem kom fyrst fót- unum undir Miðdals kláðann vorið 1856 úr fá- um kindum svo að 5 sýslur hér í amtinu, og sín sýslan í hverju liinna amtmanna urðu undir lagar af kláðanum um haustið ogárið eptir; það erþetta, sem hefir alið kláðann og viðhaldið hon- um allt til þessa. það hefir eigi síðr reynzt sannmæli í kláðamálinu heldren í öðru, þetta spakmæli sem Jón á Húrfelli hafði fyrir inngángs- orð fyrir grein sinni í vetr (þóað inér virðist að hann niðrbrjóti það sjálfr í greininni): «opt verðr stór eldr úr litlum neistan. það er hugboð milt, að á meðan þessi andi, að gjöra sem minst úr kláðannm, lifir og ríkir hjá þeim sem eiga að lækna og sjá um lækníngarnar og fylgja þeim fram, að stríðið við hann (kláðann) gángi viðlíka og fyrir Eiríki jarli, við Ólaf Tryggvason á Orminum lánga, á meðan Eiríkr hafði þór í stafnio.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.