Þjóðólfur - 02.06.1868, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 02.06.1868, Blaðsíða 5
stjórnar herra á Spáni; hann hafði tíu sinnum orðið að víkja úr ráðherrasætinu, og tíu sinnum ^omst hann tii valda aptr. Margir menn eru þeir, er eigi harma dauða hans, því að hann var hinn ttesti blóðhundr og grimdarseggr, en mikill vin 'er hann klerka og páfans, enda sendi páíinn honum rétt undir andlátið blessun sína og synda- kvittun með hraðfréttaþræðinum, og hefir honum líklega þótt þess við þurfa, ef eigi ætti hreinsunar- eldrinn að verða honum ofheitr. j»að barst híngað fyrir fáum dögum að krón- prins Danmerkr hefði leitað ráðahags við Lovísu öæst ýngstu dóltur Victoríu drotníngar, en það er nú borið til baka aptr, að það sé orðið enn, en von er á honum híngað bráðum. — Svar upp á áskorun hreppstjóranna í Vatns- leysustrandarhreppi í j»jóðó 1 fi 23. f. mán. 106 bls. í téðu bréfi hafið þér, virðulegu hreppstjór- ar í nafni aukafundar eins er búendrnir í Vatns- leysustrandarhreppi áttu með sér 14. þ. m. skor- að á mig um »að leiða amtinu sem fyrst fyrir 'isjónir annaðhvort í blaði mínu (þjóðólfi) eða nmunnlega, að það (háyfirvaldið) vildi hlutast til »um, að engi sauðkind sumarlángt, undir sektir og »missir kindarinnar, yrði látin sleppa úr Gríms- nnessveit í aðrar sveitir eða á afrétti, og að ör- »uggr vörðr verði sem fyrst, á kostnað eigenda »hins sýkta eða grunaða fjár, samkvæmt gildandi »lögum, settr milli Grímsneshrepps annarsvegar og »í>íngvallasveitar og Biskupstúngna hins vegar« o. s. frv., eins og bréf yðar gjörr sýnir. j>að var reyndar staðráðið, að j»jóðólfr færði leiðbeinandi grein nokkra um Grímsnes kláðann og um það hvað mundi verða tiltækilegast til að varna útbreiðslu hans til heilbrigðu héraðanna víðsvegar um kríng, fyrir samgaungurnar í sumar. lvláðinn í Grímsnesinu hefir verið að endrvakna í allan vetr hér og hvar og víðsvegar um sveitina þó að víðast hafi verið að eins um «lítilfjörlegan vott» að ræða, eptir áliti sveitarmanna sjálfra; en þeir hafa ekki, Grímsnesíngarnir, með neinu móti getað hreinsað sig af, að það hafi verið augljós vottr kláðasýkinnar sem hafi verið að gjöra vart við sig og koma i ljós, þar í sveitinni allt fram til páska; dýralæknirinn Nielsen hefir ekki þókzt vera í nein- um vafa um að svo væri, og þaraf virðist þá aptr heinlínis að leiða, eptir alkunnu aðalreglunni hinna konúnglegu erindsreka í kláðamálinu 1859: »það skal álíta sjúkt fé og grunað sem kláða hefir haft ó þessu ári«, að Grímsnesféð allt geti nú með engu móti álitizt öðruvísi en sjúkt fé og grunað; og þóað menn nú vildi líta hér á enn vægilegar, þá verðr þó aldrei annað vægara álit upp á heldr en einsog fjárkláðalöggjöfin segir, »að líkindi se til« að »kláðasýkin dylistenn« í Grímsnesfénu þar víðsvegar ,um alla sveitina. En aptr er það tví- mælalaust eptir 4. gr. kláðalaganna, að valdstjórn- in «sku1u sjá um« að «hið sjúka fé sé stranglega aðskilið frá heilbrigðu fé«, og að eins »skuli halda pví fé s é r, sem líkindi eru til að «veiki (kláða- sýkin) kunni að dyljast í, unz grunlaust er«. Ef að liér eða annarstaðar í kláðalöggjöfinni find- ist nokkurt spor tll þess, að skipun yfirvaldsins um að baða allt fé grunað og sjúkt tvisvar, áðren því væri slept á fjall, mætti koma í staðinn fyrir þann »stránga aðskilnað« sem lagákvörðunin tekr svo eindregið fram, eða ef oss yrði sýnt fram á að þessi hin eindregna lagaákvörðun um stráng- an aðskilnað á sjúku fé frá heilsrigðu, væri þýð- íngarlaus, að valdstjórn og lögreglustjórn mætti gánga á snið við hana, — þá hefði oss eigi furð- að svo mjög á úrlausn þeirri, er kosnir menn af fundi í þíngvallasveit fengu hjá amtmanni vorum þegar þeir fóru rakleiðis híngað suðr á lians fund 9. eða 10. þ. m., til þess að ávinna skipun há- yfirvaldsins: um að Grímsnesíngum yrði uppálagt að hafa heimavöktun á öllu fe sínu sumarlángt. Stiptamtið gjörði þá úrlausn á þetta mál: að slík heimavöktun yrði eigi skipuð. En jafnframt gekk sú skipun út frá stiptamtinu til lögreglustjörans í Árnessýslu, að uppáleggja skyldi öllum búendum í Grímsneshreppi að tvíbaða hverja sína kind áðr- en nú væri slept fénu á fjall. f>að var einmitt þessi úrlausn háyfirvaldsins, er snéri við blaðinu með fyrirætlun f>jóðólfs, úr því hann gat eigi orðið fyrri til. Amtsúrlausn þessi og ráðstöfun stóð þar eins óraskanleg vald- stjórnargjörð, og úr því svo var komið, lá engi leið að því, að henni fengist verulega breytt. Ur- skurðir og ráðstafanir stiptamtsins um að »heima- vöktun« væri óhafandi yfir höfuð að tala, á að vísu nokkra stoð í almenníngsálitinu. Ámtsfundr- inn 1857 og 1859, sem stiptamtmaðr kvaddi þá til hér syðra, fordæmdu heimavöktun þá, er stipt- amtmaðr hafði farið fram á, en þá var líka um þær einu sveitir að ræða, sem eru iandkreppu- sveitir og beitilandslausar heimafyrir nema fyrir málnytufénað. f>á var og að ræða um heimavökt- un á heilbrigðu fé, svo að það næði ekki sumar- samgaungum við sjúka féð, úr kláðugu sveitunum. Hér, þar sem Grímsnesið er, er aptr að ræða um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.