Þjóðólfur - 24.04.1869, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 24.04.1869, Blaðsíða 6
106 það kunnugt, að svo framt búið yrði ekki reist á næsta vori, mundi hann byrja búskap fyrir sjálfan sig á eignarjörð sinni Varmalæk í Borgarfjarðar- sýslu. þess vegna réð búnaðarfélagsnefndin það af, að skrifa í alla hreppa sýslunnar, 4. Janúar s. 1., og skoraði á alla helztu menn, að gangast nú þegar fyrir almennum samskotum, til þess stofn- unin yrði reist á næsta vori; ákvað hún jafnframt fund, erhaldinn var að Miðhúsum 28. f. m. Komu nú brátt fram miklar hindranir á framkvæmd máls- ins. f>au lofuðu tillög úr sýslunni urðu að eins liðugt 1300 rd., auk 100 rd. er alþingismaðr Ás- geir Einarsson lofaði með því skilyrði, að þeir yrði eign Torfa, þegar hann slepti stjórn fyrir- myndarbúsins. Einnig komu fram gagngjörð mót- mæli gegn því, að brúka Marðarnúp undir fyrir- myndarbúið. þá var líka komið neitandi svar frá stjórninni um að Ijá jörð til þessa afgjaldslaust. En nú sýndi það sig ljóslega, hver alvara fundar- mönnum var að fylgja málinu. Fundrinn var ein- dregið á því, að byrja strax á komanda vori, þó efni væri lítil, og tókst á hendr að hafa fyrir þann tíma útvegað llOOrd.til viðbótar tillögunum. Enn fremr vildu fundarmenn ella stofninn tramvegis alt að 4000 rd., án þess þó að taka að því sinni upp á sig vissa ábyrgð í því tilliti. Hvað jörðina snerti, var stungið upp á Gunnsleinsstöðum, og var af einurn fundarmanni fyrirfram útveguð nokkurn veg- inn vissa fyrirþví, að jörðin væri fáanleg, og áleit fundrinn þá jörð að mörgu leyti vel lagaða til þessa augnamiðs. Fór nú fundrinn því fram við Torfa, að hann reisti húið með áminztum efnum, hverju hann neitaði, nema því að eins að fundr- inn ábyrgðist, að á næstn 5 árum, yrði bústofninn aukinn til 4000 rd., og á hverju ári (í 5 ár) lagð- ir 300 rd. til jarðabóta, 300 rd. til húsabygginga og 100 rd. tii viðhalds jarðyrkjuverkfærum. En þessu sá fundrinn sér ekki hægt að lofa á þessum erfiðu og á ýmsan hátt aðþrengjandi tímum, sízt hvað árstillagið snerti. þeirri uppástungu var einnig hreift á fundinum, að Torfi reisti með eig- in efnum bú á Gunnsteinsstöðum á næstkomandi vori, fengi jörðina og 2400 rd. til leigulausrar brúkunar í 5 ár, og reisli siðan fyrirmyndarbúið. En sökum þess að Torfi fékk ekki að heldr ábyrgð fyrir því, að sú af honum áskilda upphæð 4000 rd. og sér í lagi ekki árstillagið 700 rd. fengist, neit- aði hann boði þessu; lét hann jafnframt í Ijósi, að litlar líkur væri til, að hann einn treysti þeirri veiku von, er fundrinn gæfi um fjártillagið, þarsem svo margir menn þyrði ekki að ábyrgjast það, með því líka þeim væri lítt treystandi til fjárútvega, er álitu kröfur sínar ofharðar, hvað árstillagið snerti; mætti þó öllum vera skiljanlegt, að fyrirmyndarbú, er einnig ætti að vera nokkurs konar búnaðarskóli, blyti að reisast með þeim krapti að það væri fært um að veita í hið minsta — eptir sem ráðgjört hefir verið — þremr piltum kenslu á ári hverju í flestum greinum búnaðarins, annars kæmist stofn- un þessi í fyrirlitningu og félli þannig að fullu og öllu, landinu til skaða og vanvirðu. En til þess að fyrirtækið þyrfti ekki að ónýtast, vegna nú vantandi peninga, bauð hann að koma aptr að þremr árum liðnum til að takast á hendr stjórn fyrir- myndarbús upp á áðr sagða skilmála með 8 mán- aða fyrirvara. En vegna þess að ýmsir fundar- menn álitu, að Torfi myndi reyndar vilja komast bjá að takast þenna starfa á hendr, lá við, að fundinum sliti með fáleikum. Til að taka af öll tvímæli í því efni, hefir Torfi gefið oss skriflegt loforð um, að yfirgefa bú sitt að 3 árum liðnum eða vorið 1872 og takast á hendr stjórn fyrir- myndarbúsins, ef hið umrædda fé væri þá til, einnig að búnaðarfélagið megi nú strax í vorfull- gjöra við sig alla þar að lútandi samninga í tilliti til skyldna og réttinda á báðar síður, svo enginn þurfi að ótlast, að hann síðar komi með ný skilyrði eða afarkosti, er hindra kynni málið eða eyðileggja. Hvað hin lofuðu tiilög til þessa fyrirtækis áhrærir, var hinum merkari mönnum úr hverjum hrepp falið að halda þeim saman, og ákvað fundrinn að síðar yrði ritað um það nákvæmar í alla hreppa sýslunnar. |>að kann nú mörgum virðast, að Torfi hafi verið ærið harðr í kröfum sínum, og að betra hefði verið, að hann hefði byrjað strax í vor með þeirn stofni, er framboðinn var, og er óneitanlegt að mikið mælir með því, og það er harðla leiðin- legt fyrir þá, sem mest hafa unnið að málinu og eru sannfærðir um nytsemi þess, að verða nú enn að bíða eptir byrjun stofnunarinnar um fleiri ár. Ilelztu ástæður fundarmanna voru þær, að þegar byrjunin væri á komin, mundi fleiri verða fúsir til að styrkja fyrirtækið, þótt þeir sæi litlu yrði afkast- að sökum efnaleysis; en aptr myndi biðin draga mjög úr áhugamanna, og gæti það orðið til þess að málið færist fyrir. J>ar á móti hélt Torfi því fast fram, að það gæti engan veginn talizt sem fyrirmyndarbú, er ekki væri eins vel að efnum komið og beztu bændabú, það þyrfti að vera sjálf- fært í sérhverju tilliti. Ef búið ynni lítið, yrði lít- ið á því að græða, það kæmist í fyrirlitningu og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.