Þjóðólfur - 01.05.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.05.1869, Blaðsíða 2
110 an, dags. 23. þ. m.) f>ann 20. þ. m. drukknaði bóndinn frá Ytra-Leiti á Skógarströnd, Ilelgi Pét- ursson, í Nesvog hér fyrir ofan Stykkishólm; hann reið veikan ís, og datt ofan í með hestinum, en komst upp á skörina; því að ekki var dýpra en manni rúmlega í mitti; hljóp svo til næsta bæar, til að fá hjálp til að draga hestinn upp, en beið ekki eptir mönnunum, og hljóp einsamall ofan á voginn aptr, þangað sem hestrinn var; en þegar þeir komu nokkru síðar, var Helgi horfinn af ísn- um, og fundu þeir hann þá dauðan í vökinni hjá hestinum ; hefir Helgi heitinn liklega verið að reyna tii að ná hestinum upp, en hann kippt honum fram af skörinni; en það er næstum óskiljanlegt, að hann skyldi drukna í ekki dýpra vatni, en þar er, nema því að eins, að hann hafi orðið fastr í bleytu þeirri, sem er í botninum, og ekki getað náð sér upp.— Frá 2 mönnum, er úti urðu á Vestfjörðum, sjá bls. 115 hér á eptir. — Að morgni 10. 1. mán. fanst örend í svefnherbergi sínu Guðrún Helgadóttir, ógipt kona hér í slaðnum, á 57. aldrs- ári, og gat eigi dulizt, eins og líka þegar varð bljóðbært, að hún hafði stytt sjálfri sér aldr; hún hafði um mörg ár undanfarin liðið af hjartveiki, er á gerðist sterklega þegar fram á vetrinn kom, svo að optar en nú lá við sjálft að yfirbugaði ráð henn- ar og sinnu. Foreldrar Guðrúnar lieitinnar voru Helgi Bergmann (Ólafsson frá Vindhæli, bróðir Magnúsar Bergmanns og Björns Ólsens á f>ing- eyrakl.) og Björg Davíðsdóttir frá Hlíðarhúsum, — og var hún merk kona og vel metin, stjórnsöm og reglusöm og fáskiptin; hennar einkabarn er Jó- hann Heilmann kaupmaðr hér í bænum. — Lík merkisbóndans Guðmundar Jónssonar frá Hamra- endum í Stafholtstungum, er varð úti með Jó- hannesi syslumanni í Ujarðarholti 11. Marz þ. á., fanst um síðir 22. f. mán. (á sumard. 1.), þar nokk- uru neðar og dýpra í «landbrotinu», og enn undir 2 álna djúpri fönn, þar sem hestr hans fanst þá þegar ofar í brekkunni; allr frágangr á líkinu þótti bera þess augljós merki, að Jóhannes sál. hefði búið þar um hann (silki-snýtuklútr sýslumanns um höfuð líkinu, og kápa hans utan um það) og gengið þar frá honum dauðum. — ÚTLENDAR FRÉTTIR, dags. Khöfn. 13. Apríl 1869. (I’rá frfttaritara vornm herra kand. Jórri A. Hjaltalín). Pegar þer fúið þessar línur, verðr f>jóðólfr án efa búinn að færa lesendum sínum hin helztu tíð- indi, er gjörzt hafa á þessum vetri, þangað til póstskip fór heim í f. mán. Hefi eg því litið til að tína, er þér hafið eigi áðr heyrt. Vetrinn allr hefir að vísu verið mjög aðgjörða- lítill, en þó eigi sízt sá kafli hans, er þér nú fáið fregnir af. Ófriðarspámennina vantar ekki heldr en fyrri, en helzt lítr út fyrir, að þær muni eiga sér nokkurn aldr, og blöðin lifa mest á þvf, að smíða fregnir um hin og þessi stórtíðindi í dag, og bera þær allar til baka á morgun. þannig kom sá kvittr upp hérádögunum, að Austrríki, I’rakk- land og Ítalía hefði gengið f samband í þeim til- gangi, að sagt var, að beinast að Prússum. En þetta reyndist alit ósatt. En þótt nú svo sé, að hinar og þessar ófriðarfregnir reynist tilhæfulaus- ar, og hinum helztu ríkjum hafi hingað til tekizt að miðla málum, þar sem mestr rígr hefir verið, svo sem milli Tyrkja og Grikkja, þá er þó úllitið engan veginn tryggilegt. f>ví að sá friðr, sem nú er í Norðrálfunni, er hvorki sprottinn af velvild og vináttu milli þjóðanna innbyrðis, og eigi heldr af vanmætti og vesaldarskap, eins og opt hefir verið eptir langvinnar styrjaldir, þegar kraptr þjóðanna hefir verið með öllu þrotinn. f>essi friðr, sem nú er, er sprottinn af ótta. Norðrálfan er eins og hús, sem fyllt er hinu eldfirnnsta efni, og komi einn neisti í það, þá er allt í loga. Nálega allar þjóðir Norðrálfunnar og einkum stórveldin hafa nú á þriðja ár allt af verið að efla og útbúa her sinn, eins og ófriðr væri þegar fyrir dyrum. En það lítr út fyrir, að allir sé hræddir við að slá hið fyrsta högg, því að enginn þykist geta séð fyrir, hver endir muni á verða, ef friðrinn er brotinn. f>að er því þetta voðalega útlit, sem heldr mönnum spökum um stundarsakir. En liitt er ekki hægt að sjá, hvort það muni að iokunum sannfæra menn um, að betra sé að hafa »bein sín heil en brotin illa»; eðr mönnum leiðist þófið, og hrapa að ósköp- unum, án þess þeir sjái fyrir, hvað úr því muni verða. Frakkland hefir um nokkra stund átt í þrefi við stjórnina í Belgíu um járnbrautir, er frakkneskt félag hefir lagt og vill leggja í því landi. Stjórnin í Belgíu neitaði liinu frakkneska félagi um að leggja járnbrautir þessar, og enn fremr vildi hún hafa ráð yfir þeim, sem þegar voru lagðar, því að það væri ógjörandi, að láta útlenda stjórn hafa járn- brautir landsins í hendi sér, hvað sem upp á kynni að koma. En Frakkar segja, að þetta sé mein- bægni ein, og muni vera að kenna undirróðri Prússa. í fyrstu leit svo út, sem mál þelta mundi sókt með kappi af beggja hálfu; en þótt samningar sé eigi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.