Þjóðólfur - 01.05.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.05.1869, Blaðsíða 4
að kenslupiltar gæti fengið nokkra verklega æfingu í hverju einu; og með því nú bústjórinn ætti ár- lega að gjöra reikning yfir tilkostnað og ágóða af jarðabótunum, þá útheimtist að talsvert sé unnið, svo greinilegt yfirlit fáist; með því líka ýmsar jarðabætur geta engan ágóða sýnt, nema mikið sé að þeim unnið, svo sem girðingar, og opt og tíð- um framskurðir og vatnaveitingar. Yér ætlum því, að aldrei mætti starfa minna að þessu öllu saman en 200 dagsverk á ári. Hér að auki þarf árlega að starfa ýmislegt að umhirðingu, tilreiðslu og hagnýtingu allskonar áburðartegunda, gjöra safn- grafir, haugstæði o. fl.; einnig taka upp nægilegan mó til eldiviðar, svo allt sauðatað verði notað til áburðar, og getr þetta kostað mikið erfiði og lang- an tíma, ef mótak er erfitt. Menn hafa lengi fundið til þess, hve nauðsynlegt væri að geta bygt úr steini, álítum vér því einkar-áríðandi að á fyrir- myndarbúinu væri reynt, hvort steinhúsabyggingar gætu ekki eins þrifizt hér og í öðrum löndum, og hvort ekki mætti byggja þau með þolanlegum kostn- aði, samt brúka smiðjumó og leir, eins og Skotar, í staðinn fyrir kalk að meira eðr minna leyti, og þó ekki væri gjört mikið að þessu árlega, þyrfti þó ætíð að verja talsverðum tíma til að afla grjóts og undirbúa það, einnig draga að leir og lím, fyrir utan að hlaða og önnur byggingarstörf. Yér gjörum nú ráð fyrir, að á búinu væru ekki færri en 3 kenslupiltar árlega til að lærabún- að og jarðyrkju, og að þeir gefi ekki annað með sér en vinnu sína, er að mestu verðr innifalin í jarðabótastörfum nema um sláttutímann. En nú hefir verið gjört ráð fyrir að bústjórinn nyti alls ágóða af búinu í laun sín, hvar af leiðir, að hann hlýtr að fá fulla meðgjöf með piltunum eða borg- un fyrir jarðabæturnar að minsta kosti í 5 árin fyrstu, meðan endrbætrnar eru að byrja og ekki er að gjöra ráð fyrir þær gefi af sér þann arð, er síðar mætti vænta, auk þess sem ýmsar nýar til- raunir geta mishepnazt að miklu eðr öllu; oss virðist því ekki um of að ætla 300 rd. til þessa. Sömu skoðunar hljótum vér að vera um það, að bústjóri eigi rétta heimtingu á að fá fé til viðhalds jarðyrkjuverkfærum, því þau hljóta að slitna mikið, en færa bústjóra í rauninni lítin arð, og virðist því ekki of mikið að til þessa sé ætlað 100 rd. árlega. Þegar nú búinu er ætlað að gjöra miklar endrbætur og vera til fyrirmyndar, ekki einungis með byggingu á íbúðar- og bæarhúsum, heldr einnig peningshúsum, er auðsætt, að talsverðu fé þarf að verja til þess árlega, að minsta kosti fyrst um sinn, eða á meðan húsin væru að komast í það lag, er gæti verið til verulegrar fyrirmyndar, og ætlum vér, að alls ekki megi ætla minna til þess en 300 rd. á ári. Annars hlýtr þetta að fara eptir árlegum reikningum bústjórans, og vera háð sérstaklegu eptirliti nefndar þeirrar, er sjálfsagt hlýtr að veljast til að hafa yfirumsjón búsins áhendi. Með þessu fyrirkomulagi álítum vér, að búið geti fyrst nokkurn veginn viðunanlega svarað til síns augnamiðs sem fyrirmyndarbú og búnaðar- skóli; en af þessu leiðir, að búið þarf að vera með stærri búum, svo það geti fætt talsverðan mannafla og svarað til síns augnamiðs í sérhverju tilliti. það má enn fremr gjöra ráð fyrir, að margir auk þeirra, sem fengið geta ársveru á stofnuninni, vilji njóta einhverrar kenslu og tilsagnar í ýms- um greinum búnaðarins, og það máske víðsvegar að, bæði haust og vor, og þurfa því að vera á- stæður til að geta veitt sem flestum aðgöngu, og hlýtr því búið að hafa, ekki einungis talsverðan bústofn í lifandi peningi, heldr þarf einnig að leggja talsvert fé til ýmsra búshluta, utan og inn- an húss, og allmikil verkl'æri af ýmsu tægi; einnig virðist ómissandi, að búið eigi alfæra smiðju með öllum helztu járn- og tré-smíðatólum, til þess að þar mætti gjöra við öll jarðyrkjuverkfæri, sömu- leiðis smíða að nýu þau, sem hægt væri að smíða hér á landi; er þetta því ómissanlegra, sem hinn væntanlegi bústjóri vor er góðr smiðr bæði á tré og járn. Ef nú búið ætti að vera þannig úr garði gjört, mundi ekki veita af 2000 rd. bústofni í lifandi pen- ingi, 1000 rd. til að kaupa fyrir alls konar búsá- höld utan og innanstokks, og eptir áætlun Torfa sjálfs þarf 1000 rd. auk 200 rd. er hið konunglega danska landbústjórnarfélag hefir gefið til verkfæra kaupa, til að kaupa fyrir nóg jarðyrkju verkfæri, halla — og landmælingar tól, samt áhöld til allra annara starfa utanbæar og alfæra smiðju eða smíða- tól. Samkvæmt framanskrifuðu verðr því meining vor, að til að reisa fyrirmyndarbúið, er einnig gæti verið búnaðarskóli með nokkurn veginn viðunanlegu fyrirkomulagi, þurfi þetta fé: 1. allr bústofninn með nógum jarðyrkjuverk- færum................................ 4000 rd. 2. árlegt tillag fyrst um sinn í 5 ár. a. til jarðabóta.............. 300 rd. b. til viðhalds jarðyrkjuverkfær. 100 — c. til húsabygginga . . . 300 — það er 700 rd. á ári í 5 ár --------- 3500 — alls 7300 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.