Þjóðólfur - 01.05.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.05.1869, Blaðsíða 3
111 — alveg útkljáðir enn, þá þykir víst, að allt muni fara friðsamlega. llla gengr Spánverjum að fá sér konung; þeir hafa hvað eptir annað lagt fast að Ferdínandi kon- ungi í Portúgal að taka við konungskosningu hjá þeim, en hann þverneitar, og segir, að því sé eigi nærri komandi; enda mega Portúgalsmenn eigi heyra það nefnt, að spánska hálfeyan verði eitt ríki. Sá sem næstr er í kjöri er hertoginn af Montpensier, mágr Isabellu drotningar, en Frakkar vilja fyrir engan mun, að hann komist til valda á Spáni. þá hefir verið talað um son ísabellu,prins- inn af Astúríu ; hann er eitthvað nálægt 12 ára gamall; en þó munu þeir fáir, er vilja styrkja þá ætt aptr til valda. f>að lítr því helzt út fyrir, að Spánn muni verða nokkurn tíma enn að reka fyrir straumi og vindi, því að allir segja, að Spáni sé engin stjórn óhentugri en lýðstjórn; en þó verðr nú svo að vera fyrst um sinn. Á Englandi gengr allt friðsamlega og vel á frdm; Gladstone og hans menn eru svo öílugir í þinginu, að mótstöðumenn þeirra geta engu við komið; og írska málið hefir gengið óhindrað til þessa. En það er annað mál, sem ekki gengr eins liðlega, þótt nokkra stund sé búið um það að þrefa, og það er Alabama-málið gamla. Sendi- herra Bandaríkjanna, er kom í sumar er var til Englands, lleverdy Johnson, var mjög vinveittr Englendingum í þessu máli; og gekk allt vel sam- an með þeim Stanley lávarði og honum. En þegar kom til þingsins í Washington, þókti því Jolinson hafa verið helzt til linr fyrir þeirra hönd, og vildu eigi heyra neitt um samninga hans. Mál- ið hefir legið í þagnargildi núna um tíma. tírant forseti hefir enn eigi sagt neitt um það; hann liefir að eins kallað Johnson heim og sett annan í hans stað, sem hefir verið að minsta kosti Eng- lendingum mjög óvinveittr. Ilann heitir Mr. Mot- ley. í ófriðinum milli Norðanmanna og Sunnan- mannavarhann svo reiðr Englendingum, að liann vildi jafnvel eigi lesablöð þeirra; svo ósanngjarn- lega þókti honum þau tala um mál þeirra; er því valla að búast við, að hann verði eins eptirgefan- legr, þegar hann á að fara að semja um þetta mál. f>á er og á öðrum stað, sem Englendingar eru nú farnir að ugga að sér, og það er í Austr- indíum. Rússar hafa allt af verið að færa sig lengra og lengra suðr á bóginn í Asíu, svo nú er ekki eptir nema Afghanistan milli þeirra og eigna Englendinga. Getr því vel svo farið, að þess verði eigi langt að bíða að þeim lendi þar saman. — Til viðbúnaðar hafa því Englendingar boðið jarlinum í Afghanistan suðr á Indland. Var þar hin mesta viðhöfn og honum haldin dýrðleg veizla. Englendingar höfðu dregið þar saman all- mikinn her til virðingar við jarlinn, og svo til að sýna honum, að þeir ætti nokkuð undir sér, og að gott væri að hafa sig fyrir vini. Enn fremr gáfu Englendingar honum dýrgripi, sem sagt er að væri 10,000 punda virði; og í hergögnum og peningum lánuðu þeir honum og gáfu hér um bil 120,000 punda virði. Allt þetta er gjört til þess, að Afg- hanar taki snarplega á móti Rússum, efþeirkoma; og kváðust Englendingar ekki mundu láta skorta vopn, fé eðr menn, ef áþyrfti að halda. En Eng- lendingum þykir styrkr mikill að hafa Afghana sér vinveitta, því að þeir eru hraustir og harðfengir. Ekki litr út fyrir, að þingið í Washington muni ganga að kaupmála þeim, er Seward utan- ríkisráðgjaíi hafði gjört um eyar Dana í Yestrind- íum. Raaslöff, hermálaráðgjafinn danski, hefir verið þar vestra í allan vetr, til að fá Bandamenn tii að ganga að kaupunum. En nú er sagt, að hann sé kominn heim á leið, án þess nokkuð hafi gengið. FÁEIN ORÐ um fyrirmyndarbú eða búnaðarskólaí Húnavatnssýslu. (Framhald). Oss virðist, að ætlunarverk fyrirmyndarbús og búnaðarskóla sé einkum innifalið í tvennu. 1. Að vera fyrirmynd í allskonar jarðyrkju, jarða- bóturn, kvikfjárrækt og húsabyggingum, gjöra nýar tilraunir og tilbreytingar á því að því leyti, er til hagnaðar kynni að vera, og sýna með nákvæmum skýrslum og reikningum tilkostnað og hagsmnni af hverju fyrir sig, svo hver og einn geti séð, hvað hér á við og horfa má til bagn- aðar og framfara í búnaðinum. 2. Að veita ungum mönnum verklega kenslu í öllum jarðabótastörfum og annari búnaðarað- ferð, samt bóklega undirvísun að vetrinum. Til þess að búið geti svarað til þessa augna- miðs þarf það að standa á þeirri jörð, er strax getr framfært gott bú, og sem gefr tækifæri til allra þeirra jarðyrkjutilrauna, er hugsandi væri að hér gætu átt við, og má einkum nefna til þess: plægingu, þúfnasléttun, girðingar, framskurði, vatnaveitingar og maturtarækt. Álítum vér, að að sérhverjum þessum jarðabótategundum fyrir sig ætti að starfa nokkuð árlega, og það svo mikið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.