Þjóðólfur - 10.07.1869, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.07.1869, Blaðsíða 3
— 147 |>ær raddir hafa opt heyrzt bæði í þingsalnum Og blöðum vorum, að það væri betra að hliðra til við Dani að því er fjárkröfurnar snertir, og mundu þeir þá láta oss vera óbundnari í stjórnarbótinni. Eg. efast nú eigi um, að þeir, sem haldið hafa fram þessari skoðun, hafl gjört svo eptir beztu sannfær- ingu, og að þeir hafi haldið, að með því móti mundi oss verða meira ágengt. En vér höfum nú séð, hvaða árangr hefir orðið af þessari tilhliðr- un; og hann hefir ekki orðið sá, að Danir sýndi sig því veglyndari, sem vér sýndum oss tilhliðrun- arsamari, heldr þvert á móti. Af því að vér höf- um ekki verið harðir í fjárkröfunum, og látið til- leiðast að kalla þær sanngirniskröfur, en eigi réttar- kröfur, þá hefir ríkisþingið notað sér þetta svo, að þeir segja, að vér höfum ekki rétt til neins tillags eðr neins réttar, og þeir bæta því við, að margir hinir hyggnari íslendingar kannist við, að vér höf- um enga rétta heimtingu á nokkru fé eðr sjálfs- forræði á hendr Dönum. }>að eru hyggindi, sem ekki koma í hag í þessu máli, að ganga linlega eptir sínu. Og það er ekki liklegt, að nokkurþing- maðr vili fylgja fram þeirri skoðun, sem getr orðið að hinu hættulegasta vopni móti oss, og láta vinda út úr orðum sínum allt aðra meiningu en í þeim lá. þingmönnum var ekki láandi 1867, þótt þeir vildi fara eptir tillögum konungsfulllrúa sem mest mátti verða, því að það var auðséð, að hann vildi vel gjöra, enda flutti hann mál vort við stjórnina, sem honum var framast unnt. En nú sjáum vér þó, að það getr orðið ísjárvert að hliðra til fyrir það, þótt konungsfulltrúi heiti góðu, því að því er ekki mikill gaumr gefinn, þegar til stjórnarinnar og ríkisþingsins kemr, nema þeir sjái, að það sé þeim sjáifum í hag. Vér megum nú líka sanna, »að það er ekki allt gull sem glóir••, þótt frá stjórninni komi, og að hún hefir til boð, sem frá voru sjónarmiði verða að álítast tylliboð; og vér höfum nú séð, að hún hirðir eigi ætíð um að halda fast við þau boð andspænis ríkisþinginu, sem hún hefir boðið alþingi, en í engu máli höfum vér séð þetta betr en í fjárhags- og stjórnarbótarmál- >nu. því að svo lítr út sem dómsmálaráðgjafinn hafi á endanum þótt vænt um, að tillögur ríkis- Þingsins gáfu honum tilefni til að lækka þærkröfur, hann hafði sjálfr gjört fyrir vora hönd. Aptr á móti eru miklar líkur til, að þetta mál hefði farið öðruvísi á ríkisþinginu, ef dómsmálaráðgjafinn hefði sýnt sig einbeittan og bæði haldið fast við fjárkröfur, er hann kom fyrst fram með af 'Vorri hendi og eigi leyft þinginu að ræða stjóm- arbótarmálið jafnframt, sem það hafði eigi nokk- urn rétt til. |>að er því mjög varasamt fyrirþing- menn að álíta óbrigðult, er þeim er sagt, aðstjórn- in muni gjöra þetta eðr hitt, ef þeir sé tilhliðrun- arsamir. Ilér dugir ekki í tveim höndum að hafa. Ef vér höldum eigi sjálfir fast fram rétti vorum, þá getum vér verið vissir um, að aðrir muni ekki gjöra það. Og það er vonandi, að þingmenn verði ekki þeir einfeldningar að halda, eptir það, sem nú er komið fram, að nokkur tilhliðrun komi oss að gagni, þótt fagrt sé ummælt. |>að virðist því auðsætt, að alþingi á nú að endrnýa allar þær kröfur til fjártillags og sjálfs- forræðis, sem komið hefir verið fram með af hálfu íslands ; og það er ekki nóg að þingið segi, að vér þurfum þessa fjár eptir því ástandi, sem nú er hjá oss, heldr að vér höfum fyllsta rétttilþess, eins og þingmaðr ísfirðinga hefir svo opt og með svo ijósum rökum sýntfram á; því að vonandi er, að allir þingmenn sjái nú, til hvers sanngirniskröf- urnar geta leitt. f>á er eigi síðr nauðsynlegt, að þingið mótmæli því kröptulega, að stjórnarbótar- mál vort sé rætt á ríkisþingi Dana, því að vér sjá- um, að oss er betri engi stjórnarbót, en sú stjórn- arbót, er þeir vilja skamta oss, og vér getum miklú fremr haft von um góðar málalyktir, þótt síðar verði, ef vér einarðlega höldnm við rétt vorn og þau heityrði, sem oss hafa verið gefin, heldr en ef svo virðist, sem vér séim í efa um, hvað vér höfum rétt á. |>að er því fyllsta ástæða til, að alþing ítrekaði nú aptr bænina um þjóðfund til að gefa ályktaratkvæði í stjórnarbótar- málinu. það er því vonandi, að þingmenn á næsta þingi skiptist eigi í flokka, heldr fylgi rétti vorum með samheldni og einbeitni, og slaki í engu til með skýlausan rétt vorn, ogvérgetum verið vissir um, að vér munum ná honum að lokunum, ef oss bilar eigi hug og dug að halda honum fram. Hjalti Slceggjason. * * ¥ Grein þessi erat) vísu vel skráí) meb fjörngnm yltil föstr- jaríar vorrar, meb lifandi áhnga á þeim 2 alsherjarmálnm, er hún gjórir aí) nmtalsefni, og meí) glilggnm skilningi og at) vfcr ætlum alveg réttri skotmn á því, hvernig ríkisþing Daua tók i mál þessi og hvat) þan eiginlega stefndn met) nndir- tektum sínnm og tillögum oss íslendingnm til handa, þegar þau komn þar nú til nmræþu á næstlilínum vetri. Allir hinir vitrari og betri menn metlal íslendinga mnnn vert)a aí) sam- sitiua þetta. Meþferí) fjárhagsmálsins á ríkisþinginn og und- irtektir þingmanna er ekki nein ráþgáta; engi þarf aþ ganga grnflandi aí) því, aþ þæt eru svo andstæíiar oss og óvinveitt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.