Þjóðólfur - 23.09.1869, Blaðsíða 2
— 186 —
ins í spítalahlutamálinu,— og mun verða hið bráð-
asta skýrt frá afdrifum þess hér í blaðinu, — og
álitsskjal þingsins til konungs í stjórnarskrármál-
inu: um hin sérstaklegu stjórnarmálefni Islands.
Með þeirri tvískiptu eðr tvöföldu niðrstöðu, sem
þingið komst að um þetta síðara stjórnarlagafrum-
varp, eins og getið var í síðasta bl., fyrst og fremst
(eða sem aðaluppástungu) að ráða konungi frá,
að frumvarpið verði gjört að lögum, heldr þess
beiðzt, að nýtt frumvarp sem líkast stjórnarlaga-
frumvarpinu 1867 að grundvelli og ákvörðunum
verði lagt fyrir þing 1871, og aptr jafnframt til
vara, aö konungr gjöri að lögum nýtt sljórnar-
skrárfrumvarp, sem nú var fitjað upp á þingi, og
prjónaðr framan við stjórnarskrár-frumvarpið nýa
(þeita sem nú var lagt fyrir) allr ylirstakkrinn úr upp-
röktu girninu úr stjórnarstöðu-frumvarpinu, er
þingið var búið að kasta, — sjálfsagt fitjað svona
upp og samþykt með 19 atkv. til vara — vér
segjum að með svofeldri tvískinnungs-niðrstöðu
frá þingsins hendi þá var það sannarlega hið mesta
vandaverk, og má segja að það gengi hreinni for-
sendingu næst, að eiga að semja álitsskjalið til
konungs í slíku máli. En hvað um það, fram-
sögumaðrinn í báðum stjórnarmálunum lir. II. Kr.
Friðriksson, er skrásett hafði skjal þetta, las það
nú upp á lokafundinum, og var það þar samþykt,
án þess neinum ummælum væri hreift, mótmælum,
eðr aðfyndni á móti neinni setningu, útlistun eðr
orðatiltækjum; svo fyllilega og i alla staði virtist
álitsskjal þelta vera að skapi beggja aðalflokkanna
í þinginu og svo hvers einstaks þingmanns. —
Betr að það reynist eins kjarngott og sannfærandi
frammi fyrir stjórninni.
En áðr en þetta og önnur álitsskjöl voru les-
in þarna upp og samþykt, þá byrjaði lokafundrinn
13. þ. m. á því, sem lá við sjálft að yrði miklu
sögulegra, og það var á því, að lesa upp til sam-
þyktar ÁVARP til konungs. Stjórnarlaganefnd-
in öll hafði sem sé borið upp uppástungu um á-
varp til konungs, var hún dagsett og framlögð 26.
ÁgúsX (f. mán.), og laut uppástungan að því, «að
þingið flýi til hans hátignar með þá bæn, að hann
eptir sinni konunglegu mildi og réttvísi vili vernda
rétt vorn Islendinga, og láta oss verða aðnjót-
andi jafnréttis við samþegna vora f Danmörku og
fulls ályktaratkvæðis í öllum vorum málum».
Uppástungan var síðan borin upp á aðalfundi 3.
þ. mán., og var umræðan um það, hvort ávarp
skyldi hafa framgang og ávarpsnefnd kjósa, að
því skapi magnlaus, fjörlaus og óþingleg í alla
staði, sem hún var stutt, vart hálfrar stundar um-
ræða alls, og var það hennar mestr kostr. {>að
hafðist samt fram með 17 atkvæðum gegn
9 (þeim konungkjörnu og þremur þjóðkjörnum)
að ávarpsnefnd var kosin: Halldór Jónsson,
Váll Jónsson Vidalín og Helgi Hálfdánar-
son. Ávarpsfrumvarp þeirra kom síðan fram, og
var rætt til undirbúnings 11. þ. mán., og áskilin
við það óveruleg breytingar-ogviðauka-atkvæði, er
þó eigi röskuðu stefnu eða meiningu nefndará-
varpsins að neinu; stjórnarflokkrinn hreifði litlum
eðr engum mótmælum, áskildu ekki annað ávarp
eðr með annari stefnu, en létu það helzt uppi,
svona einstöku þeirra, að þeir vildi ekkert ávarp
hafa. — Nú er ávarpið með breytingum þeim, er
upp á var stungið, var tekið til ályktarumræðu og
samþykkis í upphafi lokafundarins 13. þ. m., þá
varð sú býsn og nýmæli hér á Alþingi, sem aldrei
hefir fyr orðið, síðan þing hófst, að allir 5 kon-
ungkjörnu mennirnir (5. konungkjörni herra bisk-
upinn var ekki á fundi þenna dag) ásamt þing-
manni Rangæinga, er fyrstr þeirra reis upp til að
«lesa útgöngubænina», og 3 hinna: 2., 1. og 4.
konungkjörni (Bergr Thorberg, Th. Jónasson og
Jón Vetursson) tóku eitthvað undir — sögðu sig
að því leyti úr þinglögum, að peir vildi ekki eða
afsögðu að greiða atkvceði ne vera við atkvœða-
greiðslu í þessu máli (er ávarpið skyldi samþykkja),
og gengu með sama útúrþingsalnum
allir sex, og tíndust svo eigi inn aptr, og það
svona einn og einn á stangli, fyr en að Iokið var
sem næst upplestri álitsskjalsins í stjórnarskrár-
málinu, sem fyr var getið. Ávarpið, eins og það
kemr nú hér, var svo samþykt að eins með 16
atkv., en 3 þeirra 20, er inni voru eptir (Benid.
Sveinsson, Ilelgi Hálfdánarson, ávarpsnefndarmaðr-
inn, og þórarinn Böðvarsson), sátu og greiddu ekki
atkvæði, hvorki með né móti. Vérætlum, að þessi
aðferð stjórnarmannanna hafi verið og sé flestum
óskiljanleg ráðgáta, hvort heldr að litið er til sjálfra
þeirra og stöðu þeirra nú á þingi gagnvart stjóni'
inni og þessum stjórnarlaga-frumvörpurn hennar,
er nú komu fyrir, eða til ávarpsins sjálfs, svo mein-
laust og mjúkt og máttlaust sem það sannarlega
er; ef ávarpið ekki sýndi sig sjálft, þá hefði vel
mátt gjöra sér í lund, af þessari óheyrðu aðferð
stjórnarmannanna, að það hefði haft að færa eiO'
hverja þá óhæfu, einhvern þann útbrjóts- eðr upP'
reisnaranda, einhver þau óþegnleg mótmæli («p'-0'
test») móti aðferð stjórnarinnar að þessu sinni, C